Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 15
ARPURINN FOKHELT afreksmenn hafi gersamlega hætt þátttöku í keppni löngu fyrir inn- an þritugt. Ein sú stjarna, sem einna hæst bar á íþróttahimninum um og fyrir 1950 var Óskar Jónsson. Við gerðum ferð okkar til hans um daginn til þess að sjá, hvað hann hefðist að og hvernig hann hefði dafnað á þessum áratug síðan hann hætti keppni. Það er raunar ætlunin að heimsækja fleiri „gamlar“ íþróttastjörnur og mega lesendur Vikunnar búast við frá- sögnum af því nú á næstunni. Eins og menn muna, var Óskar millivega- lengdahlaupari og hljóp allt frá 400 metrum og upp í 3 km. Hann var þó einna harðastur í 800 og 1500 m vegalengdum, en um tíma átti hann Islandsmet á öllum vegalengdum frá 800 metrum upp i 3000 metra. Óskar Jónsson er trésmíðameist- ari að atvinnu og allir sem hafa byggt að undanförnu, vita, að hann rekur trésmíðaverkstæði við Rauða- lækinn og framleiðir eldhúsinnrétt- ingar svo og aðrar innréttingar. Hann hætti að æfa hlaup jafnframt þvi er hann hætti keppni, en hefur ekki hlaupið í spik fyrir það; hann er álika spengilegur og þegar hann rann hvern hringinn af öðrum á Melavellinum hér á árunum. Trésmíðaverkstæði Óskars Jóns- sonar er i kjallara íbúðarhúss hans, sem hann byggði með Pétri Einars- syni, hlaupagarpi og félaga hans úr ÍR. Það var þessi ferska lykt af ný- hefluðu timbri og sagi á verkstæðinu og innréttingar stóðu í stöflum, hálf- búnar og albúnar. Óskar var þar við Óskar Jónsson á trésmíðaverkstæð- inu við Rauðalækinn. Hann er að at- huga teikningu að eldhúsinnrétt- ingu. annan mann og hafði fyrir framan sig teikningu af veglegri eldhússinn- réttingu. Ég sagðist ákveðinn i þvi að tefja hann um stund og þegar við vorum setztir í stofu barst talið að starfi Óskars og ég spurði hann, hvort hann hefði hugmynd um það, hversu margar eldhúsinnréttingar hann hefði smíðað. — Það hef ég ekki nokkra hug- mynd um, svaraði Óskar. Þær eru orðnar nokkuð margar siðan ég byrjaði með verkstæði fyrir ellefu árum. — Hvernig gengurðu frá þeim? — Algengast er að vinna undir máiningu, en það færist frckar i vöxt, að hurðir séu hafðar úr harð- viði og þá helzt teak. — Koma margir með teikningar eftir innanhússarkitekta? — Nei, það er frelcar fátitt, að menn fái arkitektá til að tedkna. Það er kannske einn af hverjum tíu. — Líkar þér betur að vinna eftir þessháttar teikningum? —• Nei, ég vil helzt fara sjálfur á staðinn og taka málin og ráða efni og útliiti, en þessar teikningar eru mjög misjafnar eftir mönnum. — Er þetta ekki ágætur atvinnu- vegur á þessum byggingatimum? — Ekki nú orðið, en það hefur verið sæmilegt á undanförnum ár- um. Það ber talsvert á þvi, að menn eigi erfitt með að borga og nú er aigengt, að fólk kaupi hálfa eldhús- innréttingu i einu, t.d. neðri skáp- ana og hugsi sér svo að fá efri skáp- ana Seinna. — Hafa orðið teljandi breytingar á þessum árum síðan þú byrjaðir? — Jú, það má segja að nokkrar breytingar hafi orðið. Það eru miklu meira notaðar rennihurðir og til dæmis eru rennihurðir fyrir skápum i herbergjum stundum látnar ná frá lofti til gólfs. Svo eru amerisku lamirnar tiitöluléga nýjar. Þá eru engir listar milli skáphurðanna, heldur falla þær hver að annarri. — Ertu að hugsa um að stækka verkstæðið? — Já, ég hef lengi verið að hugsa um það og meira að segja fengið fjárfestingarleyfi til jjess, en það hefur ekki verið til hentug ióð og svo fór ég nýlega út í ibúða- byggingar og þá sló ég stækkun á verkstæðinu frá mér í bili. — Hvérnig er þeim ibúðabyggingum varið, óskar? — Ég fékk úthlutað lóð í Kringlumýraliverfinu, nánar tiltekið að Álftamýri fjögur. Þar verða byggðar fjögurra hæða biokkir og ég fékk úthlutað einu stigahúsi, eða átta íbúðum. — Það þarf mikið fé til að byrja á svona byggingu, gæti ég trúað. — Já, það kostar ó'hemju fé og það var mér um megn að gera þetta einn, svo ég fékk mann í félag með mér og við erum saman um bygginguna. — Er ekki nýiega tilkomið eitthvert hátt gjald til bæj- arins fyrir tóðir. — Jú, það heitir gatnagerðargjald og það var til dæm- is 54 þúsund fyrir þetta eins stigaluis og þar fyrir utan urðúm við að greiða holræsagjald og eittlivað meira, eða samtals um (50 þúsund. Þetta kemur í veg fyrir Framhald á bls. 29. Þeir Óskar Jónsson og Pétur Einarsson voru félagar í hlaupunum og háðu margt einvígið. Hér kemur Óskar í márk með sigur- bros á vör, en Pétur er ekki á því að gefa sig. á útliti innréttinga Óskar ásamt syni sínum við húsið í Álftamýri. VIKAK 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.