Vikan


Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 05.10.1961, Blaðsíða 22
Marie Laforét er umtalaðasta stjarnan í Frakklandi núna. Hún er ekki nema nítján ára og er spáð glæsilegri framtíð. í Frakk- landi segja þeir að hún verði jafnfræg B. B. áður en langt um líður, en þræði aðeins aðrar göt- ur. Marie er falleg stúlka með ó- tilhaft hár, dreymandi augu og I hefur rómantískt andlitsfall, þar að auki er hún sögð einstak- lega aðlaðandi. Hún hefur spánskt blóð í æðum og hafði upphaflega hugsað sér að verða kennslukona. En örlögin gripu inn í, Alexandra systir hennar, sem er leikkona var að koma fram í útvarpsþætti og Marie fór með henni. Kvikmyndastjórinn Raymond Rouleau koin auga á hana þar og hvatti hana til að taka þátt í útsendingunni og með þeim árangri, að hún vann mik- inn sigur. Leikstjórinn René Clément ^flýtti sér að gefa henni aðalhlut- verkið í myndinni „Heit sól“ þar sem liún sýndi óvenjulega góðan leik ásamt Alain Delon og Maur- ice Ronet. Marie Laforét er mjög fjölhæf og hefur sérstaklega góða söng og hljómlistarhæfileika. Hún hýr til skemmtileg og margbrotin lög á gítar, sem hún gleymir svo jafnóðum aftur. Hún hefur lofað vinum sínum að kaupa segulband, þannig að lögin gleymist ekki. M'arie hefur lofað sjálfri sér því að taka ekki nema fyrsta flokks hlutverkum í framtíðinni. Hingað til hefur hún leikið unglinga í kvikmyndum, en nú vonast lnin eftir að fá virðulegri hlutverk. Hún hefur þegar leikið í þremur myndum og þær eru: Heit sól, „Saint Tropez Blues“ og Stúlkan með gylltu augun. Einn hinna ungu og frumlegu leikstjóra i Frakklandi Louis Malle, sem meðal annars stjórnaði myndinni Elskendurnir, varð svo hrifinn af Marie, að hann gerði mynd af henni í fullri líkamsstærð og sendi henni ásamt rósavendi. Hér á eftir fer efnisþráðurinn úr mynd hennar, „Saint Tropez Blues.“ \Saint Tropez er undurfallegt fiskiþorp, sem liggur við Rivieruna á milli Nice og Toulon. Fyrr á tímum lokkaði það til sín listamenn, nú er það æskian, sem flykkist þangajð i sumarfrium. Á þessum stað var liin margumtalaða mynd B. B. „Og guð skapaði konuna“ tekin og einnig myndin „Sumarstúlka“ með Pa .scale Petit. Anne Marie Brémont (Marie Laforét) er ungur kven- Stúdent úr góðri fjölskyldu, sem dvelur í París og les samvizkusamlega undir próf, en foreldrarnir dvelja allt árið um kring úti á landi. Jean-Paul Capelier (Jacques Higelin), vel þekktur á búlunum í St. Germain des Prés, býður Anne Marie að fara með honum í bíl sínum til St. Tropez og vera þar í A'iku. Á leiðinni taka þau upp í geðugan ungan mann, Jacques Bargeron (Pierre Mic- liael). Þegar á áfangastað kemur kynnir Jean Paul hana fyrir mörgu skemmtilegu fólki meðal annarra málaran- Framhald á bls. 42. I skák, sem telfd var af Jónefnd- um skákmönnum í London kom upp þessi staða. Hvítur lék síðast BhG og hótaði máti með Dg7. Svartur svar- aði með Hf8—e8 og leppaði hvítu drottninguna hvítum til mikillar skelfingar svo að hann gafst upp. En þess í stað hefði hann getað unnið skákina glæsilega í nokkrum leikjum. Hann gat leikið 2. Bxf7! Kxf7, 3. Hflt Kg8, 4. Hf8t!! Hxf8, 5. Dg7 mát. Af þessu má læra að aldrei á að gefa skák fyrr en í fulla hnefana. Bernstein — Kotov Hvítur leikur og vinnur. Lausn: 1. f4—f5t eöxfð 2. Dd2xh6tl! g7xh6 3. IIa8—g8 mát. ölSum áttum Nitján ára gamall aðdáandi Adams Faith skrif- aði honum bréf fyrir nokkru síðan. Og það var ekkert venjulegt bréf. Unga stúlkan skrifaði hvorki meira né minna en 250 siður, — um Adam og þýðingu platna hans fyrir sig, einnig var dálítið minnzt á fjölskyldu hans. Það hafði tekið hana sex mánuði að skrifa bréfið. Elvis Presley er orðinn mikill fjölskyldu- vinur hjá Pat Boone. Þeim söngvurunum kem- ur prýðilega saman og dæturnar fjórar sjá ekki sólina fyrir Presley. Hljótt hefur verið um Frankie Laine upp á síðkastið. En nú hefur hann sungið nokkur sí- gild amerísk lög inn á plötu. Þau eru m. a.: High Noon, Navajo Trail og Cool Water. Kann- ski ryður hann sér aftur til rúms með þessari plötu. Og nýjustu fregnir frá Englandi herma, að vinsældir Helen Shapiro vaxi stöðugt. Hún er tíður gestur í sjónvarpinu og plötur hennar renna út. 1 hverri viku eru gefnar út tvö til þrjú hundruð nýjar plötur í Bandaríkjunum og að- eins lítill hluti þeirra er spilaður I útvarpi eða sjónvarpi. Þar er „plötubusinessinn“ gróðavæn- legasta leiðin í „Showbusiness" eins og annars staðar. Danny Kay, sagði konu sinni dag nokkurn, að hann ætlaði til rakarans. Það liðu fleiri timar og hann kom ekki til baka. Konan hringdi að lokum til rakarans og fékk þær upp- lýsingar, að hann hefði ekki verið þar. Rétt á eftir kom Danny heim. Hann hafði flogið frá Los Angeles til Las Vegas til að fá klippingu. Nýjastc tómstundaiðja hans er nefnilega flug. Eartha Kitt, sem gift er enska iðjuhöldinum William McDonald, á nú von á sínu fyrsta barni. Louis Prima og Keely Smith, hin vinsælu sönghjón, hafa byggt sér hús i Las Vegas — í kinverskum stil. Tónskáldið Richard Rodger (Oklahoma, South Pacific, Annie Get your Gun) og rit- höfundurinn Alan Lerner (My Fair Lady, Brigadoo) hafa í huga að gera söngleik um líf Madame Gabrielle Chanel. Það er álitið að gott efni leynist í ævisögu þessarar frönsku ilmvatns og tizkudrottningu. 1 Hollywood hefur verið gerður fjöldi af myndum um líf söngvara og hljómlistarmanna og nú er röðin komin að píanóleikaranum, George Shearing Þetta hefur áður verið í bí- gerð, en á að gera alvöru úr því. i-f J0C-(A. / r Meðan ennþá yr hægt að tina einhver blóm ætluðum við að koma liér með skemmtilega hugmynd, falleít og lientugt bókamerki. Það sem þarf er þurrkað smáblóm, dálitill filmu- bútur, þið eigið sjálfsagt ónýta filmu eða ein- hver vina ykkar. Til að ná negativinu af er filman lögð dá- litla stund í volgt vatn. Himnan mýkist þá upp og auðvclt verður að fjarlægja hana með naglabursta. Síðan er filman látin þorna. Blómið er hægt að þurrka fljótlega með því að leggja það á milli þerriblaða og otrjúka yfir með volgu straujárni, athugið að blómið verði ekki brúnt. Nú er hægt að lialda áfram á tvo mismunandi vegu. Annað hvort er blómið lagt beint á milli filmurenn- inganna, en þá verður það að hafa stífan stilk, svo það brotni ekki. Eða blómið er límt á þunnan pappa og síðan lagt á milli filmurenninganna. Þegar búið er að koma blóminu fyrir, er filman klippt í mátulega lengd og svo er sai.mað sainan með þykkum þræði, í fallegum lit, ,4tir götunum utan með filmunni. Hafið þráðinn langan svo þið sleppið við að hnýta. Efst látið þið þráðinn bara ná þvert yfir. Þið gangið svo frá saumnum með dúsk. 4—8 marengskökur, 2—3 blöð af matarlími, 75 g súkkulaði, 1—2 matsk. kakó, 2 d. vatn, 1 eggja- rauða, 1 matsk. sykur, 1 dl rjómi 5—6 möndlur. Matarlímið er lagt í kalt vatn, smástund. Súkku- laðið brotið í smástykki og sett saman við kakó- ið og vatnið í lítinn pott, sem settur er yfir vægan hita, þangað til allt er soðið. Það verður að hræra í blöndunni, þar sem hún brennur auðveldlega við. Matarlímið er tekið úr vatninu og sett saman við sjóðandi súkkulaðið. Sykrinum og eggjarauðunni er blandað saman og súkkulaðiblöndunni bætt út í. Dálitlu af blöndunni er hellt i skál, þar ofan á eru marengskökur rifnar, og svo er því sem eftir er af blöndunni hellt yfir, þegar hún er farin að kólna aðeins. Þegar þetta er orðið kalt er það skreytt með þeyttum rjóma og brytjuðum möndl- um. * Æskan heldur alltaf jafnmikið upp á rock og hér er ein nýjasta rockplatan, sem nefnist „The Viscounts Rock“. Kvintettinn, sem spilar er amerískur og nefnist The Viscounts. Þetta er sex laga plata og lögin eru „Viscount Rock,“ „Along The Navajo Trail,“ „Hight Train,“ „Chug-a-Lung,“ og „When The Saints Come Marching In“. Tvö næstsiðustu lögin eru eftir The Viscounts sjálfa. Þetta er mjög skemmtileg plata og eins og stendur á henni. Frá upphafi til enda, gegnum sex lög, halda þeir uppi takt- inum og fótur hlustandans stöðvast ekki. Plat- an fæst í hljómplötudeild Fálkans og kostar 130.00 kr. + Skemmtikraftar hvíla sig á marg- víslegan hátt í hléum og sumir þeirra geta alls ekki „slappað af.“ Bn lang- flestir haga sér á sígildan hátt, reykja og drekka kaffibolla eða tala við framleiðendurna og tæknisérfræðing- ana. Þegar rocksöngvarinn, Neil Sedaka, kom í fyrsta skipti fram í sjónvarpi kom hann öllum á óvart í hvildar- tíma með því að setjast við flygilinn og spila Chopin og að hann þar að auki spilaði einstaklega vel gerði undrunina ekki minni. Neil Sedaka er fæddur í Brooklyn fyrir nítján árum og hann er einn af vinsælustu söngvurum og dægurlaga- höfundum Ameríku. Þegar sem smá- skólastrákur söng hann með dans- hljómsveit þegar hann mátti vera að og bjó til dægurlög, sem bekkjar- bróðir, hans, Howard Greenfield gerði texta við. Þeir voru svo heppnir að mörg lög þeirra voru tekin af þekkt- um söngvurum eða hljómsveitum eins og t.d. lagið „Stupid Cupid“, sem Connie Francis söng, lag sem var efst á amerískum og enskum vinsældalist- um í fleiri vikur. 1 dag hefur Neil búið til meira en 350 lög. 1 fyrstu söng hann lög sín inn á segulband og sendi þau siðan til útgefandanna. Þannig uppgötvað- ist hann sem söngvari, þó hann hafi aldrei lært neitt til þess. Honum var boðinn samningur við RCA og árang- urinn af honum varð fjöldi metsölu- laga eins og „I Go Ape,“ „The Diary“, Fallin' “ og „No Vacancy" svo að nokkur séu nefnd. Það er langt bil á milli rocks og sígildrar hljómlistar, en það er ekki langt hjá Neil Sedaka. Hinn heims- frægi píanósnillingur, Arthur Rubin- stein var i dómnefnd, þegar Neil að- eins sextán ára, reyndi sig í sam- keppni sem pianóleikari og spilaði si- gilda hljómlist. Hann sigraði glæsi- lega og var látinn spila í útvarp á hljómleikum. Það, að Neil Sedaka stundar hljóm- listarnám á hinum fræga skóla „Juill- ard School of Music“ gefur í skyn al- hliða hæfileika og vegna þessara sjaldgæfu fjölhæfni virðist frama- braut hans vera tryggð langt fram í tímann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.