Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.10.1961, Qupperneq 5

Vikan - 05.10.1961, Qupperneq 5
VIKAM 00 tækviM fyrir útlit sitt, heídur og sérlega vandaðan frágang og gæði, — enda hefur bíll þessi reynzt hinn sigur- sælasti á kappakstri, og er talið, að enginn bíll i þeim flokki, sem áður er nefndur, standi honum á sporði. En dýr er hann; — árgerðin 19C0 er seld til Bandaríkianna á 7463 dollara og eldri gerðirnar á 5500 til 6500 dollara. í kappakstri þar vestra hefur „mávvængjaði Mercedesinn“ náð 148,207 mílna hraða á klukku- stund, og vitað er, að einum slíkum bil hefur verið ekið samtals 30.000 mílur, án þess að hann hafi látið nokkuð á sjá, svo að viðgerðar væri þörf. Síðan sá mávvængjaði kom á rnark- aðinn, hefur þetta sama hurðafyrir- komulag verið reynt á nokkrum bíl- tegundum, einkum af smærri gerð- inni, en þar við situr líka, enda þótt fyrirkomulagið sé að mörgu leyti þægilegt og talið öruggara en það, sem almennt tíðkast. Hraðbréf og gervihnettir. Fyrir nokkru var frá þvi skýrt í þessum dálkum, að Bandaríkjamenn hefðu nú í undirbúningi „hraðbréfa- póstþjónustu“ þar innan lands, sem byggðist á myndsendingu á últra- Framhald á bls. 29. Vængjaður bíll frá M-B. Hraðbréf og gervihnettir. Skyldu englarnir ekki verða hissa? „Mávvængjaður" Mercedes. Það mun ríkjandi skoðun hjá al- menningi, að þeir, sem ráða mestu i bílaverksmiðjum Mercedes-Benz, séu yfirleitt litið fyrir það gefnir að gera nokkrar teijandi útlitsbreyt- ingar á bíium sínum og beri að minnsta kosti takmarkaða virðingu fyrir öllum tizkudyntum og abstrakt stílfyrirbærum. Þetta er og rétt, svo langt sem það nær, því að fáar bíla- verksmiðjur framleiða nú jafn „klassíska“ bíla að ytra útliti að brezkum bílaverksmíðjum undan- skildum. En — það er nú einu sinni stað* réynd, að jafnvel hátíðlegustu og formföstustu menn geta átt það til að bregða á leik endrum og eins, og framámenn Mercedes-Benz verk- smiðjanna virðast þar ekki nein undantekning. Þvi ber þessi máv- vængjaði Mercedes-bíll ljóst vitni. Bill þessi nefnist „Mercedes 300 SL“ og telst í flokki sportbíla þeirra, sem um leið eru notaðir til kapp- aksturs, ef svo ber undir. Hann kom fyrst á markaðinn árið 1954 og vakti þá mikla athygli, ekki aðeins Kaffi er kjördrykkur en reynið einnig — JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 3 Rjómaís með mokkabragði 4 eggjarauður 100 gr. flórsykur V2 lífri rjómi 30 gr. brennt og malað kaffi. Látið suðuna koma upp á rjómanum og hellið honum yfir kaffið og látið standa i iláti með loki á eldavélinni við mjlög lágan hita í ca. % tíma. Hrærið saman sykurinn og eggjarauðurnar þar til hvítt. Látið rjóma- og kaffiblönd- una renna gegnum þunna grisju og hrærið siðan saman við eggjarauðurnar og sykurinn. Kælið og athugið, hvort bragð- ið er að yðar skapi. Frystið í frystihólfinu á kæliskápnum, eða í frystikistu, og takið út öðru hverju og hrærið í svo ekki myndist botnfall og ísnálar í ísnum. Berið ísinn fram i „dessert“-glasi, eða öðru viðeigandi iláti, og skreytið með litlum rjómatoppum. Kaffibrennsla JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 4 Kaffi er kjördrykkur en reynið einnig —• Fljótgerður kaffi-„dessert“ 4 dl. rjómi 1 msk. flórsykur 1—V2 msk. brennt og malað kaffi 12 stk. marengs-smákökur. Þeytið sykurinn saman við rjómann og hrærið kaffið út í. Myljið marengs-smákökurnar og setjið rjóma og marengs á vixl í frekar djúpa „dessert“-skál eða glös. Látið standa í ca. 1 klst. i kæliskáp cða á öðrum köldum stað. Um leið og þetta er framreitt er stráð ristuðum möndluspónum yfir. (Möndlurnar afhýddar og skornar langsum og ristaðar ljós- brúnar á þurri pönnu). Kaffibrennsla Q. JOHNSON & KAABER % VIKANl 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.