Vikan


Vikan - 12.10.1961, Side 3

Vikan - 12.10.1961, Side 3
„Mjóna“ skrifar póstinum i vand- ræðum sinum og vandamál hennar er það, að hún er svo hræðilega horuð eins og hún segir. Hún er 16 ára, 168 cm á hæð og aðeins 48 og hálft kíló á þyngd. Hún segir, að ástæðan muni vera slæm matar- lyst og biður um ráð til að auka „matarlistina“, en líklega á hún þó við matarlyst. Við getum helzt ráðlagt Mjónu að ástunda líkamlega hreyfingu til þess að skerpa lystina, til dæmis er sund mjög gott. Þá ber henni helzt að borða þann mat, sem inniheldur kolvetni og má þar nefna kartöflur, brauð og hvern þann mat, sem inni- heldur mikinn sykur. Svo væri ágætt að gæða sér á rjóma, ef hægt er að koma honum niður. Stafsetn- ingin er afleit og skriftin ber vott um vanþroska. Kæra Vika. í sumar var framhaldssagan „Flótti í hlekkjum“ birt í Vikunni. Þegar henni lauk, var sagt í blaðinu, að myndin yrði sýnd bráðlega í Trípólibíói. Nú eru margar vikur liðnar og enn hefur myndin ekki verið sýnd. Hvernig stendur á þessu? Bíóstúlka. Þessu er þann veg til að svara, að forstjóri Trípólibíós tjáði blaðinu, að myndin yrði sýnd að lokinni birtingu. Nú vitum við ,iekki hvað dvelur orminn langa, . en það væri reynandi að hringja ,:í forstjórann og spyrja hann um .ástæðuna. að fá eitthverte brot af þeim fjár- austri, sem fór i þessa blessaða sýn- ingu til annara þarfari hluta. Þ. Jónsson. Vikan hefur engu við þetta bréf að bæta, en kemur því hér með áleiðis. Líklega er talsverður sannleikur í þessu hjá bréfritara, að minnsta kosti höfum við nokkrum sinnum farið þennan umrædda veg svo til ófæran. Vikan tekur undir þá skoðun fjölda manna, að það er nálega óskiljanlegt ástand í gatnagerð- armálum höfuðstaðarins, eða ber- um við þrátt fyrir allt of lág útsvör? Réttir . . . Kæri Póstur. Ég, sem bóndi, hlýt að vera yður algerlega sammála, ritstjóri góður varðandi grein yðar um réttirnar. Ég man þá tíð, er ljómi var yfir réttunum. Mig langar til að meira verði skrifað um þennan ævaforna „hátíðisdag", sem nú er svo til úr sögunni. Nú heyrist ekki lengur þessi gamli gleðihreimur i röddum sveitafólksins i réttunum, og aldrei er nú sungið jafninnilega og í gamla daga. Þetta er allt að verða ein- hver uppgerð — Það liggur öllum svo á. Svo vil ég þakka þér fyrir hið á- gæta rit, Búnaðarblaðið, sem ler kærkominn gestur á hverju sveita- heimili. Bóndadurgur á Vesturlandi. Tilpóstsins. Ég skrifa Vikunni að þessu sinni, vegna þess að blaðið hefur tekið harða, en þó hlutlausa afstöðu í ýmsum málum og haft af þvi virð- ingu. Ég á þar við greinarnar um frágang lóða hér i bæ og eins um of stórar húsbyggingar. Þegar Reykjavíkursýningin stóð yfir, birt- ist mynd í Þjóðviljanum — sem ég Helgi Sæm og þjóðar- íþróttin . . . Aldrei má Helgi Sæmundsson, skrifa grein í Vikuna, án þess að Póstinum berist fjöldi bréfa, og eru þá bréfritarar allt ann- að en sammála: Úr bréfi frá Helgu: — Skelfing hlýtur manni eins og honum Helga les annars hérumbil aldrei — en hún var góð. Hún hét „Myndin sem ,gleymdist“ eða eitthvað á þá leið. ,Hún sýndi Laugarnesveginn, sam- ;gönguæð í stórt íbúðahverfi, fljót- andi i vilpu eins og hann er ævin- lega, þegar dropi kemur úr lofti. Ef það væri fjallvegur, myndi hann vera talinn mjög slæmur og hérum- bil ófær smærri bifreiðum. Á þess- ari Reykjavikursýningu úði og grúði af „glamour“-myndum, sem nálega er óskiljanlegt hvernig hægt er að taka i bæ eins og Reykjavík. En þessi mynd í Þjóðviljanum var mjög þörf ádrepa og það er annars alveg makalaust, hvað andstæðingar þess flokks, sein fer með völdin i bæj- arfélaginu, eru slappir i áróðri. Fyr- ir vikið komast ráðamenn upp með þá ósvinnu, að stórar umferðaæðar eins og Laugarnesvegurinn eru varla hafðar í færu ásigkomulagi, hvað þá malbikaðar. Ég hefði gjarna vilj- að líða illa — hann hefur bókstaf- lega allt á hornum sér. Fyrir hverj- um ætli hann sé að snobba? . . . — — — Það kann að vera, að eitthvað sé rétt i þessu, sem Helgi Sæmundsson segir um snobbið á íslandi, en ég er hræddur um, að þetta sé ekki alíslenzk iþrótt, held- ur sé hún stunduð að jafnmiklu kappi erlendis. Þrátt fyrir það eiga landarnir fyrir hressilegum skelli sem þessum .... Mér finnst hann óskapast of mikið, maðurinn, þótt menn fari til útlandsins. Þurfa menn að hafa augum litið hvern afkima og hvert skúmaskot á landinu, áður en þeir gerast svo djarfir að lialda út fyrir pollinn? . . . Meira af Helga. en lielzt mætti hann lækka dálítið í sér rostann. . . . Bubbi. Og frá X—X: — Helgi er einhver Útgefandi; V.IKAN H.F. KitHtjóri: Gísli SigurBsaon (ábm.) Auglýsingastjórí: Jóhannes Jörundsaon. Framkvœmdaetjóri; Hilraar A. KrÍBtjánsson. Kitstjórn og auglýslngar: Skipholtt 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Póst- " hólf 149. AígreiSsia og dreifing: Biaðadrelfing, Miklubraut 15, simí 36720. Dreifingarstjóri: Öskar Karls- . son. VerB i iausasölu kr. 15. Askrift- arverB er 200 kr. ArsþríOjungsiega, greiðist íyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgrat h.t í næsta blaði verbur m. a.: * Keflavíkurflugvöllur. Grein, viðtöl og myndir af vellinum. Rætt við varnarliðsmenn, húsmóðir á vellinum og marga fleiri. * Lögmálið og hjartað. Grein eftir dr. Matthías Jónasson. * Meistaraverk skaparans. Smásaga eftir Davíð Áskelsson. * Svarta pardusdýrið. Sakamálasaga. * Grunsamlegir menn handteknir á Austfjörðum. Grein frá her- námsárunum eftir Gunnar M. Magnúss. * Kvikmyndasagan: Skæruliðar næturinnar. Þriðji hluti. * Æskan og lífið, framhaldssagan, pósturinn, Vikan og tæknin, stjörnuspá, myndasögur, tvær síður fyrir húsmæður, verð- launakrossgáta, draumaráðningar, Ungfrú Yndisfríð og for- síðumynd eftir Haildór Pétursson: Broddborgarar við opnun málverkasýningar. bezti uppalandi á öllu landinu, en hver tekur mark á honum? Allt of fáir, því miður, eins og jafnan, þegar einhver hefur eitthvað til síns máls. Það, sem hann segir um Kiljan, er perla og sannarlega orð að sönnu . . . Smekkur er of fátitt fyrirbæri hér á landi —: nema múgsmekkur og það er enginn smekkur. Helgi má hinsvegar forðast að verða of per- sónulegur. Og loks úr löngum reiðilestri frá „Frú“: — Mér finnst að lesendur Vikunnar ættu að hætta að snobba fyrir þessum uppskafningi. (!) Þegar karlinn er úti á sjó.. Kærá Vika. Mig langar til að leita ráða hjá þér. Ég er 28 ára, gift sjómanni, og eigum við þrjú yndisleg börn. Eins og títt er um sjómannskonur, er ég oft ein heima. Ég er oftast ein heima með börnunum um helgar sem aðra daga, og ég gat ekki að þvi gert — mér léiðist oft á kvöldin, þegar börnin eru sofnuð. Mig hefur lang- að til að fara eitthvað út með kunn- ingjakonu minni, t.d. á dansstað til klukkan hálf tólf. Ég hef ymprað á þessu við karlinn minn. En hann brást iilur við og má ekki heyra það nefnt. Ég spyr þig, Vika mín, Væri það svo agalegt, þótt ég færi út eitt kvöid með vinkonu minni, án þess að láta hann vita? Hún er gift líka, og við munum iiaga okkur eins og giftnm konum sæmir. Mér finnst ég vera svo einmana, og ég held ég sé að verða þunglynd. Svaraðu mér fljótt. Með fyrirfram þakklæti, Sjómannskona. -----— Póstinum berast mörg bréf af þessu tagi, og er dálítið erfitt að taka einhverja vissa afstöðu til slíkra mála, því að þetta er nokkuð, sem hjón verða að útkljá sjálf. Hinsvegar finnst mér maðurinn þinn full kröfu- harður, og sé ég ekkert athuga- vert við það, þótt þú gerir þér einstaka sinnum dagamun, nema síður sé. Það er beinlínis nauð- synlegt, og það verður karlinn þinn að skilja. En þú skalt um- fram allt ekki reyna að fara á bak við „karlinn“, heldur reyna að komast til botns í þessu máli, tala skynsamlega við hann og sýna honum fram á, að þú ert annað og meira en heimilismask- ína. Hvernig á hann að kynnast henni? . . . X + 3 sendir okkur bréf, því að hann er alveg i öngum sínum út af stelpu, sem hann er „gasalega“ skot- inn í — en gallinn er bara sá, að þessi stelpa vill ekkert sinna honum — eða þorir liklega ekki, ef dæma má af bréfinu. Hann vill nú vita, hvernig hann á að ná hylli hennar. Ilann segist ekki kunna að dansa, svo að ekki geti hann heillað hana á því sviði. — Hinsvegar segir þú mér svo lítið um þetta, að ógerning- ur er að gefa þér nein ráð, nema það væri þá helzt að þú byðir henni á bíó. Það þarf reyndar mik- ið áræði til þess að bjóða stelpu á bíó á þínum aldri, og ef þér tekst að drega hana með þér, er það áreið- anlega vottur þess, að hún tekur þig mjög hátíðlega! — Svo fylgdi fimmkrónuseðill bréfinu, sem við þökkum pe-nt fyrir. Hann fer þrjár bíllengdir á lítrann. vikaN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.