Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.10.1961, Qupperneq 12

Vikan - 12.10.1961, Qupperneq 12
 Þannig er Afríka. Síðari grem eftir Stuart Atlsop. í Afríku er moldin dökk og frjósöm og það er ekki skortur á mannafli. Þegar atvinnutæki og menntun eru komin í gott horf, verða hin ungu Afríkuríki mikið og voldugt afl. KWAMEi KW Nkumah Ghanaforseta líkar dável að vera kallaður „Osag- yefo“ sem útleggst, þótt guðlaust kunni að þykja, „endurlausn- arinn“ eða „frelsarinn.“ Við þetta tækifæri hafði flokkur hans, sameinaði þjóðfloKkurinn, skipulagt „Fagnaðarhátíð frelsar ans“ til að gleðjast í tilefni af komu hins mikla manns tn Accra eftir fárra daga ferð í.þeim tilgangi að lappa eitthvað upp á innanríkismálin. Gert var ráð fyrir að Nkrumah kæmi á vettvang um fjögurleytið síðdegis, en nokkru fyrir þann tíma höfðu menn safnazt saman í þrjá aðgreinda hópa á hin- um ákveðna stað í útjaðri borgarinnar. Einn hópinn myndaði höfðinginn i Oblogó ásamt tylft manna af ættbálki sínum. Söfnuðust þeir allir saman undir geysistórri, marglitri og karhættri flauelsregnhlif. Regnhlif, sem var innleidd i Afríku öldum áður en Portúgalar komu þangað, er tákn höfðingjadóms. Þvi stærri sem regnhlífin er, því meiri virðing höfðingjans. Oblogóhöfðinginn hafði í ann- arri hendi sér flösku af kirsuberjavíni, en í hinni bar hann veldissprota með viðvaningslega gerðri tréskurðarmynd af kind, málaða gullinni glansmálningu, á endanum. Ég reyndi að ná viðtali við höfðingjann, sem virtist vera fremur vingjarnlegur náungi, en fékk ekki annað upp úr honum en þetta: „Regn- hlíf mjög þung.“ Annar hópurinn samanstóð af flólki úr stjórnmálalífinu með aðalritara flokksins, heiðraðan Tawia Adamafio, í broddi fylk- ingar. Var hann skrýddur skrautlegum kyrtli og bar undir honum klæði úr hrásilki. Heiðraður Adamafio hélt mest- megnis til í Mercedes-Benzinum sínum — allir viðstaddir stjórnmálamenn voru á laglegum bilum — en undirmenn hans skiptust á gamanyrðum, göntuðust hver við annan og fengu sér hressingu með stuttu millibili. Þegar heiðraður Sackey, þingmaður Miðkjördæmisins i Accra, tók að dansa við sjálfan sig á miðri brautinni, úrskurðaði heiðraður Adamafio að þetta væri einum of mikið. Heiðraður Sackey var því leiddur á brott, glottandi. Þriðji hópurinn var kór hvítklæddra kvenna. Þær sungu söngva, er hljómuðu líkt og andleg lög frá Suður-Karólinu. Tvo söngva sungu þær: „Kwame, Kwame, frelsari vor kemur.“ Á meðan óku lögreglumenn á bifhjólum með stuttu millibili eftir veginum, og á milli manna bárust hin æsandi orð: „Osag- yefo kemur.“ Að vera þjóðhöfðingi í Afríkuríki þýðir áköf fagnaðarlæti og lýðhylli annan daginn en grjótkast og fangelsisvist hinn dag- inn. Hér er hinn frægi Tshombe í glöðu skapi á góðum degi. 12 vik*n

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.