Vikan - 16.11.1961, Qupperneq 3
nú a Sgera, Vika min? Hann er eins
og fuglahræða ógreiddur, þó að
hann gangi anars vel til fara. Þakka
þér svo allt liðið og bið að heilsa
Stínu og Stjána. Didda.
P. s. Hvernig er skriftin?
Strákurinn heldur bersýnilega,
að hann sé „sjarmerandi" svona
úfinn. En það er ótækt að láta
hann vera í fýlu, ef einhverjum
tekst að ginna hann til að greiða
sér. Sýndu honum einhvern tíma
hvernig Þ Ú lítur út ógreidd —
það ætti að koma fyrir hann vit-
inu. En ef honum er alveg sama
um það, kann ég fá ráð við þessu
mikla vandamáli ... — Skriftin
er nokkuð áferðarfalleg. Þó eru
upphafsstafirnir í nokkru ósam-
ræmi við heildina, og getur þú
hæglega bætt úr því.
ÁST OG EKKI ÁST —
-NIRÓTÍN OG EKKI NIKÓTÍN ...
Kæra Vika.
Ég er alveg í öngum mínum vegna
þess að það er stelpa, sem er gasa-
lega hrifin af mér, en ég er ekkert
hrifinn af henni, vegna þess að hún
er byrjuð að reykja. En til dæmis
á böllum dönsum við oft saman,
vegna þess að hún og aðrir segja
mér að dansa við hana. Gefðu mér
.nú einhver góð ráð.
Einn frá Húsavík.
P. s. Hvernig er skriftin?
Gefa þér ráð við hverju? — Þú
þarft ekkert að vera montinn af
skriftinni, því síður stafsetning-
unni.
HVERT HAFA
VERÐLAUNIN FARIÐ?
'Kæra Vika.
Hvernig er eiginlega með þessa
verðlaunaveitingu hjá Ungfrú Ynd-
isfrið? Það er alltaf lofað verð-
launum í hverju blaði og 1 hverju
blaði er birt nafn þeirrar, sem hlaut
verðlaunin síðast, þegar dregið var.
En er það svo búið? Eru verðlaunin
aldrei afhent? Kannski til þeirra,
sem geta komið sjálfar á skrifstof-
una að sækja þau. En hinar, sem
eru úti á landi, verða þær útundan?
í Vilcunni 31. ágúst s.l. er sagt frá
því, að ég hafi hlotið verðlaunin
síðast, þegar dregið var. Viku sið-
ar hringdi ég í ritstjórðnn sjálfan
mg spurði, hvernig það væri með
verðlaunin, hvort þau væru ekki
send til þeirra, sem væru úti á
landi, og sagði hann svo vera, þeir
yrðu að gera það. Hann lofaði
ákveðið að senda verðlaunin, en
bað mig að hringja aftur, ef ég fengi
þau ekki innan skamms. Nú, ég
hringdi enn, viku siðar. Þá tók
stúlka við skilaboðum til ritstjór-
ans. En nú situr við það sama ...
Ég veit ekki til hvers verið er að
lofa þessum verðlaunum, þegar ekki
ær hugsað um að koma þeim til
skila. Þú segir sjálf, Vika góð, í
blaðinu 7. sept., að það sé ósvifni
og lítil blaðamennskukænska, ef
ekki sé staðið í skilum. En stendur
Vikan í skilum með verðlaunaaf-
hendingu hjá þessari Ungfrú Yndis-
fríð? Ein á Akranesi.
Hér hafa greinilega orðið ein-
hver mistök á, getur ekki verið,
að heimilisfangið hafi brenglazt?
Okkur dugir ekki „Ein á Akra-
nesi“.
BRÉFASKÓLI ...
Kæra Vika.
Komdu blessuð og þakka þér
kærlega fyrir allt gamalt og gott.
Ég byrjaði að kaupa Vikuna í vor,
þegar skólinn hætti og ætla alltaf
að gera það. Nú langar mig til að
spyrja þig, hvert ég á að skrifa til
að komast 1 bréfaskóla SÍS.
Með fyrirfram þakklæti og beztu
kveðju,
Ólöf Sveinsdóttir.
Skrifaðu einfaldlega Bréfaskóla
SÍS, sem er til húsa í Sambands-
húsinu við Sölvhólsgötu.
Póstinum hafa boriz mörg bréf
út af Keflavíkurgreinunum, sem
birzt hafa í blaðinu. Yfirleitt eru
þetta nöldurbréf og lesendur hvergi
ánægðir, ýmist skamma þeir okk-
ur fyrir að taka málstað Bandaríkj-
anna eða þá fyrir að birta um þá
alls kyns níð, svo að enginn virðist
vera ánægður með þessar greinar
(a. m. k. hafa þeir ánægðu ekki
gefið sér tima til að skrifa). Svo
að við stöndum uppi ráðalausir og
höfum ekki hugmynd um, hvernig
við eigum að bæta ráð okkar. Það
er svo erfitt að þjóna tveimur herr-
um samtimis ...
PÖDDUR .. -
Vika mín.
Af því þú leysir úr öllum spurn-
ingum, sem þú ert beðin um að ráða
úr, ætla ég að biðja þig að hjálpa
mér, Ég er afar hrædd við allar
pöddur og orma, en svoleiðis er nú
ástatt á mínu heimili, að á kvöldin
er svo krökt af einhverjum dökkum
pöddum um allt húsið, að ég er i
vandraeðum með, hvernig ég á að
losna við þær, Þær eru svo litlar,
að þær eru eins og smákorn. Þær
fljúga um allt, skriða og sækja mik-
ið i allt, sent hvitt er, en eru svo
fljótar, að það er ekki nokkur leið
að handsanja þær. Þegar ég er hátt-
uð, eru þær í hópum á sængurver-
inu mínu og fötunum, sem ég sef
í, Ef ég er roeð blað að lesa, eru
þær óðar konjnar þar, en fljúga
svo strax, áður en maður getur lógað
nokkurri þeirra. Ég lief ekki orðið
vör við þær fyrr e.n i haust. Mér
býður svo við þessu, að ég get ekki
sofið, Nú langar mig til að biðja
þig um ráð til að lpsna við þennan
ófögnuð og segja mér, hvaða pödd-
ur þetta eru. Ég er búin að gera
allt, sem mér dettur í hug, en ekk-
ert dugar. Með beztu kveðju. Þær
sjást ekki á daginn.
Iíona hrædd við pöddur.
Þú verður strax að tilkynna
þetta borgarlækni, því að ekki
dugar að láta pödduveiðar halda
fyrri þér vöku öllu lengur. Þú
losnar ekki við þær með því að
„lóga“ einni og einni. Það þarf
að fá meindýraeyði til þess að
farga þessum ósóma í eitt skipti
fyrir öll.
Póstinum barst bréf frá „Einni,
Útgefandír, VIKAN H.F.
Rllatjóri:
Gísli SigurBsson (áhm.)
Augiýsingastjóri:
Jóhannes Jörundsson.
Framkvæmdaatjóri:
Hilmar A. KrÍHtjánsson.
'RStstjórn og auglýsingar: Sklpholtl;
33. Stmar: 35320, 35321., 35322. Póst-
hólf 149. AfgreiSslft og dreifing:
BiaCadreiílng, Mlklubraut 15, stmt
36720. Dreiflngnrstjórl: Oskar K'arls-
son. Verð S lausasðlu kr. 15. Áskrift-
arverO er 200 kr. ArsþriOJungslega,
greiöist fyrirfram. Prentun: HHmir
h.f. Myndamót: Raígraf h.£
næsta blaði verður m. a.:
* Heim að Hólum. Smásaga eftir nýjan smásagnahöfund, sem
kallar sig Snjólf.
* Lesið í myndir. Frú Valgerður Briem, teiknikennari við
Handíðaskólann, les í myndir, sem börn hafa teiknað og
segir, hvað þær gefa til kynna.
* I aldarspegli: Jón Axel Pétursson, bankastjóri.
* Skakkt númer. Sakamálasaga eftir Robert Arthur.
* Hús og húsbúnaður: Stórt einbýlishús í alþjóðlegum stíl.
* Sjöundi. og síðasti hluti kvikmyndasögunnar, Skæruliðar
næturinnar.
* Nóvembergrein Helga Sæmundssonar. Hin fjallar um íslenzka
kímni.
* Á bak við strompinn. Grein og svipmyndir af lífinu á bak
við senuna í Þjóðleikhúsinu, meðan Strompleikurinn fer fram.
* Á prófsvindl að verða skólatízka? Grein eftir dr. Matthías
Jónasson.
* Vikan og tæknin: Heimssýningin í Moskvu og ýrnis smáatriði
um tækni.
* í fullri alvöru eftir Drómiind: Gaman er að gefa smátt.
sem lifir fyrir kjöt“ (hvernig nú
sem það má vera) og spyr hún m.
a. um, hvað „frosið dilkakjöt“ sé
á dönsku (af hverju nú sem það
er). Sannleikurinn er sá, að frosið
diíkakjöt er ekki til á dönsku!
Kindakjöt er beinlínis ekki étið i
Danmörku og hugtakið því ekki til
— og danski sendikennarinn við
Háskóla íslands treysti sér ekki
einu sinni til að ráða úr þessu mikla
máli. Nú er skrýtið.
Vikan, Reykjavik.
--------og fyrir alla muni leggið
þið áherzlu á þetta alþjóðlega út-
lit eða umbrot eða hvað það nú er
kallað, og verið þið nú ekki hræddir.
Það hefur verið hörmulegt að sjá
íslenzk blöð. Það mætti gjaran
minnka sveitamennskusvipinn á
þeim. Svei mér þá, mér finnst stund-
um að ég sé mteð skólablöð úr
Gaggó Áust.------
Lárus B. Karlsson.
— Já, það er alveg satt. Ég þarf að muaa aftir að borga skattinn
minn á morgun.
POSTURIKJM