Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 8
Myndin á síðunni
ti! hœgri: Elísabet
hefur matinn til,
þegar Andrés kem
ur heim úr vinn'-
unni. Hér er hún
að hella mjólk í
glasið hans.
A kvöldin sitja
þau í stofunni og
hlusta á útvarpið.
Hér er Birgir með
þeim. Hann er
sonur Andrésar af
fyrra hjónabandi.
BLINDU HJONIN
í HAMRAHLÍÐ 19
Hann gengur óhikað niður stigana i Trésmiðjunni Víði
að lokinni vinnu. Það var um sexleytið og hraðferð Austurbær-
Vesturbær stanzar beint á móti dyrunum, hinum megin við
götuna. Hann gengur við staf og beitir honum fyrir sig. Á
erminni á grænu úlpunni lians er gulur borði með svörtum
punktum. Annars er ekkert óvenjulegt við manninn. Ilann
hlær og gerir að gamni sínu, jafnvel meir en gerist um menn
almennt. Tilveran hvilir ekki á herðum hans eins og ógnar-
þungt farg. Áhyggjur hafa heldur ekki rist rúnir sínar í and-
lit hans. Augu hans eru dökk og skýr, en hann horfir ævin-
lega beint fram fyrir sig. Hvorki upp né niður og ekki heldur
til hliðar. Maður skyldi halda, að hann sæi gegnum holt
og hæðir og allt í kringum sig. En því er ekki þannig farið.
Hann sér ekki neitt.
Vinnufélagi hans úr trésmiðjunni gengur með honum yfir
götuna, þangað sem hraðferðin stanzar. Það vill svo vel
til, að þeir fara báðir með sama bílnum. Hraðferðin slanzar
á horninu á Lönguhlíð og Miklubraut og þar fer hann út.
Drengurinn hans kemur á móti honum þangað og fylgir
honum heim i Hamrahlíð. En stundum er drengurinn ekki
kominn og þá labbar hann af stað. Þá gengur hann hægra
megin við Lönguhliðina, beygir svo yfir götuna og gengur
g VIKAN
upp Drápuhliðina. Hamrahlíð 19 er rétt við endann á þeirri
götu og hann kemst örugglega heim, enda þótt drengurinn
komi ekki. En það er að sjálfsögðu betra vegna umferðarinnar,
sem er talsvert mikil á þessum slóðum.
Hann er alveg öruggur, þegar hann hefur náð húsinu og
þá þarf liann tæpast að þreyfa fyrir sér lengur, Þetta er
nýtt hús; allt er snyrtilegt og fallega frá gengið. Hann gengur
rakleitt upp stigana og veit nákvæmlega hvar dyrabjallan
er, þegar hann kemur að hurðinni á ibúðinni. Hún kemur
til dyra, konan hans, vel greidd með hreina svuntu og. fagn-
ar honum vel. Hún heldur sér til fyrir manninum sínum,
því þau eru nýlega gift. Nýlega gift, já, og þó hafa þau
aldrei séð hvort annað. Hún er nefnilega blind líka.
Svo fer hann að hengja upp úlpuna sína, en hún heldur
áfram í eldhúsinu. Heldur áfram að elda matinn eins og
ekkert hafi í skorizt. Eldhúsið er bjart og hreint. Þar eru
hlutirnir á sínum stað, nýþvegnir og gljáandi. Svo sezt hann
við eldhúsborðið og hún hellir mjólk i glasið hans, tekur
matinn upp úr pottinum og lætur á borðið. Þau tala saman
um viðburði dagsins og það er greinilegt að þau eru ham-
ingjusöm.
Framhald á bls. 10.