Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 10
BLINDU _ HJONIN I HAMRAHLIÐ 19 Í&'-'S.'.ýs/A-: Þau hafa rúmgóðar svalir á móti suðri og þau njóta sólarinnar eins og aðrir, þegar hún skín. Hún lieitir Elísabet Kristinsdóttir. Hann lieitir Andrés Gestsson. Þau hafa bæði orðið fyrir því óláni að missa sjónina, en fundu þess í stað hvort annað og ham- ingjuna um leið. Nú eru þau ný- búin að stofna heimili i húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 19. Þar hafa þau tveggja herbergja ibúð og umgengnin hjá Elísabetu er alls- staðar þannig, að hver sjáandi hús- móðir mætti vel við una. —- Ég dáist að því, Elísabet, hvað það er fallega um gengið hjá þér, sagði ég við hana, þegar við vor- um setzt inn i stofu. Sérð þú alveg um heimilishaldið? Hún brosti og sagði: — Já, ég sé um heimilið að öllu leyti og grip svo i burstagerð á verk- stæðinu, þegar ég hef tíma til. Það cr verkstæði hérna niðri í húsinu, scm Blindrafélaðið rekur og var áður á Grundarstígnum. Ég vann þar mikið áður, en nú hef ég aðeins tíma til að grípa í það öðru livoru. Ég er við heimilisstörfin fram að hádegi, en skrepp kannski niður seinnipart dagsins og gríp i bursta- gerðina. Andrés kemur ekki heim í hádegismat, svo ég læt hann hafa bita með sér. Við borðum liérna i mötuneytinu, ég og drengurinn, en svo elda ég kvöldmat, þegar Andrés kemur heim. — Ilvað finnst þér erfiðast við hcimilisstörfin? — Ég veit varla, þetta venst allt. — Það leikur allt i liöndunum á henni, sagði Andrés. — Þú bakar þó ekki, segi ég. — Ojú, það geri ég. Svona það helzta. — Ilún bakar allt og það vel, sagði Andrés. Hann var að vonum mjög stoltur yfir konunni sinni. ~ Hvaða vitleysa, Andrés, sagði hún og fannst ltann nú taka full djúpt í árinni. — Meira að segja eggjaköku, sagði Andrés. — Það var ekki eggjakaka. — Nú, en það var alveg eins. Ég spurði: Er ekki erfitt að baka. Mér skilst að það þurfi að mæla í dropum og svo framvegis? — Það er ekki svo slæmt. Ég hef áhöld til þess. -— En að ryksuga gólfin? Jú, það geri ég lika, en það er öllu verra en að þvo. Einhvern veginn verra að átta sig á því. En þvottinn læt ég í jivottahús. - Þið leigið þessa ibúð, er það ckki ? — Jú, sagði Elisabet, blindir fá Elísabet gengur að matseldun og bakstri með öruggum handtöikum og eldhúsið og öll íbúðin er gljáandi af þrifnaði hjá hennL íbúðir hér með sérstökum kjörum. Það er mjög sanngjörn leiga. — Fær ekki blint fólk miklar örorkubætur, spurði ég? •—- Hundrað prósent örorkubætur. Það eru 1200 krónur á mánuði. — Hverslags örorkubætur eru það eiginlega. Þær duga varla fyrir húsaleigu. Ér búið að hækka þær um 11 prósent eins og önnur laun? — Onei, sagði Andrés. Það hækk- ar víst ekkert, sem við þurfum að kaupa. Elísabet spurði, hvort ég vildi ekki þiggja kaffi og smakk« kök- urnar sem hann Andrés segði að væru svo góðar. Það var að sjálf- sögðu þegið og ég get alveg tekið undir með Andrési. Bæði kaffið og kökurnar hefðu sómt sér á hvaða fyrirniyndarheimili sem væri. Ég spurði þau um útvarpið. Hvort þau hlustuðu ekki mikið á það. Andrés svaraði: Jú, það er nauð- synlegt fyrir okkur. Bæði sími og; Útvarp eru nauðsyn. — En blöðin? Þau fara náttúr- leg.r að miklu leyti framhjá ykkur. — Já, svaraði hann. Að talsverðu leyti. Við reynum heldur að fylgj- ast vel með útvarpinu. En ef það er eitthvað sérstakt, sem við höfum áliuga fyrir, þá fáum við það lesið fyrir okkur. Við förum lika á skemmtanir þótt það kunni að liljóma ótrúlega. Við höfum til dæmis farið í Gúttó og Breiðfirð- ingabúð. Blinda fólkið hefur stund- um innbyrðis skemmtanir og þá er alltaf fjörugt. Blint fólk er yfirleitt mjög fjörugt og skemmtilegt. — Já, það er mjög fjörugt og skemmtilegt, samsinnti Elísabet. —■ Lesið þið blindraletur? — Ekki ég, sagði Andrés. En Elisabet les það. Ég þekki stafina, en vantar bara æfingu. Aftur á móti skrifum við bæði á venjulega ritvél og Elisabet líka á blindraritvél. Hún tók upp blindraritvélina og skrifaði nafnið sitt. Það voru mjög fáir lyklar á lienni og hún skrifaði stórt blindraletur úr punktum. — Ég mundi ekki finna, hvort þetta væru tveir punktar eða fjórir, sagði ég. —. Það er hlutur sem kemur með æfingunni. Sumir geta lesið nokkuð liratt. — Hvað gerið þið á kvöldin, þegar þið eruð heima og búin að borða? — Ég er oftast eitthvað að dútla við heimilið, sagði Elísabet. ~ Já, hún er að finna bitann handa mér til þess að hafa með í vinnuna og svo er hún að koma stráknum í rúmið, sagði Andrés. Ég er þá helzt að hlusta á útvarpið. — Þekkir þú ekki fremur fáa hér í bænum, Andrés. Mér hefur verið sagt að þú værir svo til ný- kominn frá Vestmannaeyjum. — Já, ég er tiltölulega nýr liérna, en það búa margir Vestmannaeyj- ingar í bænum og fólk austan úr sveitum. Við eigum marga góða kunningja, sem koma til okkar. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.