Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 12
Fanginn, sem eitt sinn haföi heitið því að hefna sín á honum, hafði sloppið át tír fangelsinu óveðursnóttina og nú vissi hann, að kona hans og sonur voru í bráðri hættu. Iiann gat bjargaö þeira raeð því móti að setja fjölda manns í lífshættu. A fjórum mínútum varð hann að taka ákvörðun ....................... Joe Brackett lögregluþjónn hratt upp glugganum og lét storminn og regnið berja þreytuna úr andlitinu. Þegar maður hefur gegnt erfiðu skyldustarfi stanzlaust í átján klukkustundir, neytir hann allra bragða til að halda sér vakandi. I fullar fjórtán klukkustundir af þessum átján hafði hann ekið um í talstöðvarbíl, sótt fólk, sem var að flæða inni í húsum sínum, bjargað bílstjórum sem ekið höfðu farartækjum sínum í strand og forðað öðrum frá að leggja út í ófæruna. Og nú var hann setztur að á lögreglustöðinni, þar sem hann svaraði öllum hjálparbeiðnum og reyndi eftir því sem unnt var að sjá svo um, að þeim væri sinnt í verki í tæka tíð. „HRINGIÐ I RÍKISLÖGREGLUNA, SOUTHFIELD — 8 — 1855, EF ÞÉR ÞARFNIZT AÐSTOÐAR", stóð stimplað þvert yfir forsíðuna á hverri einustu símaskrá í umdæminu, og þetta var einmitt númerið á símanum, sem stóð þarna á skrifborðinu hjá honum. Almenningur hafði lært það af reynsl- unni að treysta á þetta símanúmer ef í nauðir rak. Joe Brackett var því tengiliðurinn á milli alls þessa fólks sem var í hættu statt vegna vatnsflóðanna þessa nótt, og þeirrar hjálpar, sem líf þess var ef til vill undir komið að bærist nógu fljótt. Flóðið hafði sópað burt vegum, skolað burt brúm og grafið grundvelli undan húsum. Flestar símaleiðslur voru þó órofnar; flestar — en þvi miður ekki allar. Brackett starði svipþungur á strjál og dauf ljósin úti í myrkrinu. Sennilega urðu þau, Anna og drengurinn, að láta sér nægja kertaljós. Símasambandið við heimili hans var rofið, og þá hafði raf- lögnin að öllum líkindum rofnað líka. Og hamingjan mátti vita hvenær hann yrði leystur af hólmi og gæti reynt að brjótast gegn veðurofsanum heim til fjölskyldu sinnar. Lögreglutalstöðin í horninu urraði og suðaði, og undirmeðvitund Brecketts skilgreindi hvert hljóð frá henni — fyrir ótrúlega þjálfun sem kom honum sannarlega að góðu haldi á meðan þessar náttúruhamfarir stóðu yfir. Skyndilega var athygli hans vakin . . . til allra bíla og eftirlitsstöðva. Fangi, sem strokið hefur úr Exmouthdyflissunni, sást klukkan 22,30 aka norður veginn 116 í stolinni, svartri sérvolettbif- reið. Nafn fangans, Frank Martell; lýsing . . .“ Brackett þurfti ekki að leggja hlustir við lýsinguna. Hann kunni hina ruddalegu svipdrætti Frank Martells utan að. Og hann mundi það enn eins og það hefði gerst fyrir stundu síðan, þegar Frank þvæsti til hans í réttarsalnum í Southfield fyrir tveim árum: „Ég á eftir að finna þig í fjörunni, m m h löggudjöfull! Ég skal heimsækja þig og þína fínu frú einhverja nótt- [ M W' % ina. Það heldur mér enginn innilokuðum í tuttugu og fimm ár. Og þó |W| H MJSW þér tækist að leika á mig í þetta skiptið, snuðrarinn þinn, skal þér B 7 I B ekki takast það oftar .. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skiptið, sem Brackett hafði verið hótað með svipuðu orðalagi. Hann hafði hlegið af því þá, og hann hafði líka hlegið, þegar hann sagði önnu frá því. En hún hló ekki. Hún hristi höfuðið og mælti: „Þetta er ekkert grín, Joe. Hann meinar þetta . ..“ „Strokufangi þessi er vopnaður og hættulegur", sagði röddin í talstöðinni. Brackett sá morðingjann Martell fyrir hugskotssjónum sínum, þar sem hann ók á æðisgengnum hraða í stolnu bifreiðinni norður veginn. Hús Bracketts stóð við hliðargötu, spölkom frá þessum veg, og það var auðratað að því. Hans eigin bíll stóð úti fyrir lögreglustöðinni; hann þurfti ekki annars við en setjast undir stýrið, þá væri hann kominn heim eftir tuttugu mínútur, Enda þótt þessi vegur væri einn af þeim fáu, sem enn var fyllilega fær, skyldi strokufanganum ekki takast að verða ©f t í 1" G. F. ELIOT á undan honum. En til þess varð Brackett að bregðast skyldu s inni. Ef hann færi af verði eins og á stóð, mimdu hinir nauðstöddu hringja árangurslaust. Ekkert þýddi fyrir Brackett að reyna að fá einhvern til að leysa sig af hólmi — það var engum til að dreifa. Ekki gat hann heldur gert sér vonir um að tálmanir yrðu settar á veginn til að hefta för strokufangans; hver einasti lögregluþjónn og varalögregluþjónn var önnum kafinn vegna neyðar- ástandsins, sem skapazt hafði af vatnsflóðinu. Það mátti með sanni segja að Martell hefði ekki getað valið heppilegri nótt til að strjúka. Hann hafði gripið tækifærið, þegar allar aðstæður voru hon- um í vil. Fangarnir fengu að hlýða á útvarp — eflaust hafði morðinginn fylgzt með fréttunum og séð að annað eins tækifæri mundi aldrei standa sér til boða. Auðvitað veittu fangaverðirnir hontim þegar eftirför, en hver gat sagt um hversu langt hann var kominn á undan þeim? Brackett kreppti hnefana svo hnúamir hvítnuðu. Hann reyndi að binda hugann við það, að hann Sakamáfasaga X2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.