Vikan


Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 16.11.1961, Blaðsíða 32
ÞETTA ER HINN NÝI CHEVROLET 1962. Skoðið hann vandlega. Athugið hverja línu. Gefið hverri breytingu gaum, og þér munuð komast að raun um, að aukin stílfegurð, mýkt og látleysi ein- kenna nú, sem fyrr, útlit þessa vin- sæla bíls. HÉR KEMUR NÝR BÍLL A MARKAÐINN. Chevyll heitir þessi bíll, sem fram- leiðsla er nýhafin á. Chevy II er fallegur, lítill, furðulega rúmgóður sex manna bíll, sem gefur yður kost á að velja milli fjögurra og sex cylindra véiar. „62 CHEVROLET BEL AIR STATION WAGON. Ein af fimm gerðum Chevrolet station bifreiða, sem taka sex eða níu manns, og 97,5 rúmfet farangurs. Chevrolet station er bíll fjölskyldunnar, fyrir- tækisins og ferðalagsins. CHEVY H OPNAR YÐUR NÝJA LEH>. Chevy II nær ekki 1150 kg. þyngd. Þessi eiginleiki lækkar bílinn í verði, sem svarar þriðjungi fob verðs. Hafið þér hug á ódýrum, glæsilegum amer- ískum bíl, hlýtur Chevy II að vekja athygli yðar. CHEVROLET CORVAIR 1962. Litlar breytingar voru góðar fréttir. Þriðja árið í röð heldur þessi litli bíll sínu klassíska útliti, sem hvarvetna, hefur vakið óskipta athygli og að- dáun. SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGA VÉLADEILD Allt fyrir mannkærleikann. Framhald af bls. 17. leika sér að kúlunni af einhverri rælni. Hann kastaði henni nokkr- um sinnum — og viti menn — þegar þeir fóru að mæla, kom í ljós aö hann liafði kastað henni 14,70 m. Þegar hann var upp á sitt bezta, kastaði hann henni aldrei lengra en 14,20, og þegar hann náði sinum bezta árangri í tugþraut og setti met sem enn þá stendur, þá kastaði hann kúlunni „aðeins“ 13,42. — Já, en hvernig i ósköpunum stendur á þessu? Þú hefur ekki þjálfað neitt í níu ár . .. 32 VIKAN „Jú, sjáðu til. Við vorum í raun- inni alveg óharðnaðir unglingar. Maður sér það bezt núna. Maður var ekki orðinn nógu sterkur til dæmis. Það er álitið að maður geti hætt árangur sinn í tugþraut allt til 27 ára. Auðvitað mundi ekki þýða fyrir mig að reyna við hlaup eða stökk. Þar vantar auðvitað alla þjálfun ... og svo er maður orðinn aíltof feitur.. . en það er allt annað með köstin.“ — Hvernig litist þér á að fara að æfa aftur kúluna? Heldurðu ekki að þú næðir fljótlega góðum árangri? „Ég býst ekki við að ég mundi nenna því núna. Það tæki að minnsta kosti ein tvö ár a8 ná nægilega góðum árangri til þ.ess að nokkuð kveði að þvi.“ — Nú siturðu bara á lögfræði- skrifstofunni og hugsar út allskonar klæki til að koma náunganum fyrir kattarnef .. . ? „Ég kem aldrei neinum fyrir kattarnef. Ég geri aðeins mitt bezta til þess að réttlætinu sé fullnægt...“ — En þú, Haukur. Þú pinir ná- ungann líka, með þvi að spóla allar tennur, sem þú nærð til, eða rifur þær úr fólki ef þér býður svo við að horfa? „Þetta er skelfilegur misskilning* ur hjá þér, vinur. Þetta er mann- kærleiksverk, sem ég framkvæmi. Ég býst ekki við að þér þyki neitt þægilegt að vera að drepast úr tann- pínu alla daga, og geta svo ekki étið matinn þinn i þokkabót?“ Hefur þú annars unnið nokkuð íþróttaafrek nýlega? „Nei, það er öðru nær. Það gildir sama um okkur báða, bræðurna, að við höfum ekki komið út á völl í níu ár.“ —- Örn reyndi þó um daginn við kúluna. Hefur þú reynt eitthvað? .„Nei. Það er vita-tilgangslaust fyrir mig að reyna, því mín sérgrein var fyrst og fremst hlaupin. Til þess að geta eitthvað gert i þeim, þarf maður stöðuga æfingu *lla daga. — Ég reyni það ekki einu sinni.“ — En finnst þér þú búa enn þá að þjáifuninni, sem þú fékkst sem unglingur? „Já, örugglega. Það lýsir sér á svo margan hátt. Að vísu hefur mað- ur ekki samanburð — þ. e. a. s. ég veit ekki hvernig ég hefði verið ef ég hefði ekki fengið þessa þjálfun en mér er örugglega óhætt að segja að ég hafi notið hennar vel. Mér verður t. d. aldrei misdægurt. ..“ (og Haukur bankaði hraustlega í borðið). — Hver eru þin beztu afrek, Háukur? „Tvö hundruð metrarnir, vafa- laust. Ég átti Norðurlandamet í þeim frá 1950 til 1957 eða 5Í.“ — Og hvað var það? „Tuttugu og ein þrjár.“ — Tuttugu og ein ... já, tuttugu og ein komma þrjár sekúndur? Hvernig var það . . . þú varst fjandi hraður i 100 metrunum lika, var það ekki? „Ég átti þar sama metið og Finn- björn, 10,5.“ — Þú gerðir ýmislegt fleira en að hlaupa um allar trissur, ef ég man rétt. Þú notaðir líka hendurn- ar til að mála málverk, eins og fað- ir þinn sálugi, Arreboe? „Já. Ég fékk álíuga fyrir þvi 14 ára gamáll, þegar ég sá pabba vera að mála heima. Ég hélt nokk- urs konar sýningu einu sinni í Málaraglugganum. Sýndi þá 10 mál- verk og seldi þau öll. Ég hafði ágætt upp úr því, því þau kostuðu svona frá þúsund upp i fimmtán hundruð það var góður peningur þá, skal ég segja þér. Ég var þá í 5. bekk í Menntó.“ — Gerirðu ekki eitthvað að þvi enn þá? — 0, maður er orðinn latur við það. Annars kemur það fyrir, en kunningjarnir hirða það allt af manni. Maður fær sér sjúss með gömlum félögum og þegar þeir labba svo heim, halda þeir venju- lega á skiliríi undir hendinni. . .“ — Mér sýnist þú líka safna mál- verkum, eða eftir hvaða meistara er þetta málverk þarna á veggnum? „Þetta, blessaður. Ég rubbaði þessu upp núna á tveim klukkutím- um um daginn, þegar ég átti smá- stund afgangs. Ég kalla hana „Ara- bískar nætur.“ — Ég held þú ættir að halda aðra sýningu, Haukur. Þú mundir örugg- lega selja 10 málverk núna, ef þetta er meðaltalssýnishorn. „Ég get aldrei náð saman svo mörgum myndum i einu. Ef ég þekki þig rétt, verðurðu farinn að máta þessa mynd undir hendinni á þér áður en þú ferð heim í kvöld.“ — Nei, ég tími ekki að ræna þig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.