Vikan - 17.05.1962, Qupperneq 7
/ '/■
iiostl í bili« jgg
i'-i. . ■
■ :
„Ef til vill um þrjátiu.“
„Þá er Eli númer þrjátíu og eitt,“ sagði Sylvia hrifin. „Þú
ert númer þrjátiu og eitt,“ sagði hún við hnakkann á Eli.
Remenzel læknir rótaði aftur í teikningunum. „Ég vil ekki að
hann sé að segja eitthvað jafn heimskulegt og það, að hann sé
númer þrjátiu og eitt,“ sagði hann.
„Eli er ekki svo heimskur,“ sagði Sylvia. Hún var dugleg og
metnaðargjörn kona, sem hafði aldrei verið rik fyrr en hún
gifti sig fyrir sextán árum. Hún hafði mikinn áhuga á lifnaðar-
háttum fjölskyldna sem höfðu verið rikar í marga ættliði.
„Þetta er aðeins til að svala forvitni sjálfrar min — en ekki
til að Eli sé að segja númer hvað hann sé,“ sagði Sylvia. „Ég
ætla að komast að því, hvar skólaskýrslurnar eru geymdar og
fara í gegnum þær, til að vita fyrir vfst númer hvað hann er.
Það er það, sem ég ætla að hafa fyrir stafni, meðan þú ert á
fundinum og Eli er að láta innrita sig.
„Allt í lagi,“ sagði Remenzel læknir, „þú skalt bara gera það.“
„Það ætla ég að gera,“ sagði Sylvia. „Ég hef áhuga á þessu þó
þú hafir það ekki.“ Hún beið eftir mótmælum, en fékk þau ekki.
Sylvia naut þess að kýta við manninn sinn um framhleypni sina
og vöntun hans á því sviði. Hún endaði venjulega með þvi að
segja ánægjulega: „Nú, ég býst við að ég sé einföld sveitasál,
en það verður þú að venja þig við.“
Remenzel lækni langaði ekki að leika þennan leik núna. Hann
hafði meiri áhuga á teikningunum.
„Verður arinn í þessum nýju herbergjum?“ spurði Sylvia.
„Það er í mörgum gömlu húsunum.“
„Það mundi auka kostnaðinn,“ sagði læknirinn.
„Mig mundi langa til að Eli fengi herbergi, sem hefði arin,“
sagði Sylvia.
„Þau herbergi eru aðeins fyrir þá, sem lengra eru komnir.“
„Ég hélt kannski að það væri hægt að hafa einhver áhrif...“
sagði Sylvia.
„Hvernig áhrif hefurðu i huga?“ sagði læknirinn. „Meinarðu,
að ég ætti að krefjast þess að Eli fengi þannig herbergi?“
„Ekki að krefjast...“ sagði Sylvia.
„En fara ákveðið fram á það?“ sagði læknirinn.
„Ég er sjálfsagt bara einföld sveitasál,“ sagði Sylvia en þegar
ég blaða í gegnum þessa skrá og sé hve mörg hús eru nefnd
eftir einhverjum Remenzel, eða öll þau hundruð þúsunda af
dollurum, sem Remenzelarnir hafa gefið i stýrki, get ég ekki
varizt þeirri hugsun, að fólk, sem heitir Remenzei, eigi rétt á
einhverju fram yfir aðra.“
„Leyfðu mér að ségja þér það alveg ákveðið,“ sagði Remenzel
læknir, „að það verður ekki beðið um neitt sérstakt fyrir Eli
— ekki nokkurn skapaðan hlut.“
„Auðvitað geri ég það ekki,“ sagði Sylvia. „Af hverju heldurðu
alltaf að ég verði þér til skammar?“'
„Það geri ég ekki,“ sagði hann.
„En ég má þó hugsa þannig, eða hvað?“ sagði hún.
„Ef þú endilega þarft,“ svaraði hann.
„Ég þarf þess,“ sagði hún glaðlega og þykkjulaust. Hún beygði
sig yfir teikningarnar hjá honum. „Heldurðu að þessu fólki
geðjist að herbergjunum?“
„Hvaða fólki?“ sagði hann.
„Frá Afríku“, sagði hún. Hún átti við þrjátiu Afrikunegra,
sem eftir beiðni stjórnarinnar höfðu fengið skólavist næsta náms-
timabil. Það var þeirra vegna, sem nýbyggingin var í smiðum,
„Þessi herbergi eru ekki fyrir þá,“ sagði hann. „Þeir verða
ekki einangraðir.“ Framhald á bls. 33.
VIXAN 7