Vikan - 17.05.1962, Qupperneq 14
i;x
éiÁ i
m
Við lögðum þversum í Aðalstræti.
Við fórum út á grasblettinn í góða
veðrinu með drykkjarvörurnar, og
íórum að blanda.
„Það er bílastæði hérna rétt fyrir
og vinkuSu, flautuðu og kveiktu
ljós, sumir sýnilega öskuvondir yfir
þessum apaköttum, sem vissu ekki
að þeir máttu ekki aka niður Hverf-
isgötu, en aðrir brostu eða skelli-
hlógu. Það var sýnilegt að öllum
var mikið niðri fyrir við þessa sjón.
ViS vorum komnir niður að Vatns-
stíg, þegar við sáum lögregluþjón-
inn. Hann var ekki búinn aS taka
eftir okkur, því hann var að tala
við bílstjóra á bíl, sem stóS þar
viS gangstéttarbrúnina. Kannski
hefur hann verið að skrifa hann
upp fyrir stöðumælisbrot eða eitt-
hvað svoleiSis, og var niðursokkinn
í þaS.
Ef viS áttum að sleppa framhjá
honum, urðum við að herða á okk-
ur. Ég gaf því meira benzin og ók
dálítið greitt i áttina til hans.
Þá leit hann upp og sá okkur.
Hann tók viðbragð og hljóp út á
götuna, veifaði höndunum, setti stút
á munninn og reyndi að flauta, en
það kom ekkert hljóð. ÞaS var varla
við því að búast aS hann gæti flaut-
að svona alveg fyrirvaralaust, og
þar að auki liklega yfir sig hissa.
Ég þóttist ekkert taka eftir hon-
um, enda vorum við komnir fram-
hjá áður en hann áttaði sig al-
mennilega, og héldum áfram niður
Hverfisgötuna áreitnislaust — alla
leið niður að Ingólfsstræti.
Við fréttum svo að örlítið uppþot
hefSi orðið í kringum lögreglu-
þjóninn, þegar vegfarendur sáu hvað
skeð hafði. Hann varð bæði hissa
og reiður yfir þessum atburSi, og
trúði sýnilega varla sinum eigin
augum. Það hafði komið dálítiS á
hann og hann náði ekki númerinu
á bílnum. Sá bara að það var „R“-
númer. Þegar hann sá aS ritstjór-
inn var með myndavél, þá spurði
hann hvort hann hefði náð mynd
af bílnum, og kvað hann já við. ÞaS
fannst lögregluþjóninum harla gott,
þvi þar væri komið fyrirtaks sönn-
unargagn, — en honum láðist að fá
nafn og heimilisfang ljósmyndarans.
En það gerir heldur ekkert til, því
myndina getur hann séð hérna í
Vikunni.
Við biðum svo niðri við Ingólfs-
stræti þangað til ritstjórinn kom
þangað móður og másandi, og stillti
sér upp á horninu á Ingólfsstræti
og Bankastræti. Þar átti næsta til-
raun að fara fram. Ég ók upp Ing-
óifsstræti og beygði síSan til
vinstri upp Bankastrætið.
En þá vandaðist nú málið aldeilis.
Umferðin var svo þétt þarna á
gatnamótunum, og bílarnir komu
niður BankastrætiS i tveim þéttskip-
uðum röðum, að ég fékk hreint ekk-
ert pláss fyrir bílinn.
Ég baðaði út báSum höndum,
flautaði, kveikti ljós og lét öllum
i lum látum, hreint eins og ég ætti
götuna með húð og hári, og gat
þannig mjakað bilnum upp að næstu
umferðarljósum við Laugaveg 1, en
það var ekkert sældarbrauð.
Bílstjórarnir grettu sig í framan,
yggldu sig, flautuðu og kveiktu ljós.
Sumir óku beint framan að okkur
og veifuðu okkur í burtu eins og
þeir ætluðu sig þaðan aldrei að
hreyfa. Gangandi vegfarendur hróp-
uðu til okkar að þetta væri ein-
stefriuakstursgata, lýstu framferði
okkar í fáum en vel völdum kjarn-
yrðum og bönkuðu jafnvel í bílinn.
Það hefði verið dauður maður, sem
hefði ekki fengið það inn í sinn
þykka haus að hér var ekki allt
með felldu. Hér þurfti í rauninni
Framhald á bls. 38.