Vikan


Vikan - 17.05.1962, Page 15

Vikan - 17.05.1962, Page 15
UNGT FÓLK R UPPLEIÐ Fanney Sigurjóns- dóttir og * Olafur Magnússon Nafnið Carabella er nú orðið næstum eins vel þekkt hér á landi og Coca-Cola, Camel eða Channel No. 5, og það jafnvel þótt nafnið hafi ekki verið til nema í rúm tvö ár. Ástæðan? Ólafur Magnússon, eigandi fyrir- tækisins segir að þær séu þrjár: .,1 fyrsta lagi auglýsingar, í öðru lagi auglýsingar og i þriðja lagi auglýsingar.“ ,,Að sjálfsögðu,“ bætir hann við „þýðir ekkert að auglýsa ef maður er ekki með fyrsta flokks vöru, sem kaupendur eru ánægðir með og kaupa aftur þegar að því kemur, — en sölutækni og auglýsingar hafa meira að segja heldur en margan grunar. Góðar og vandaðar auglýs- ingar, sem tekið er eftir. Það gerir minna til þótt þær séu dýrar, því oftast eru slíkar auglýsingar tiltölu- lega ódýrastar. Þess vegna auglýsi ég aðeins í Vikunni, helzt heilsíður með litum.“ Ólafur vann í sælgætisverksmiðj- unni Freyju þar til hún var seld fyrir rúmum tveim árum. Hann var þá 25 ára og var einna helzt á þeirri skoðun að ekki væri hægt að lifa með góðu móti á öðru en sælgæti. En svo fór hann að hugsa málið og komst á þá skoðun að eini munur- inn á sér og ráðsettum „bisness- manni“ væri sá að sá síðarnefndi væri töluvert eldri. Svo gekk hann um bæinn og spurðist fyrir um það hvort eitthvert fyrirtæki væri til sölu einhvers staðar og frétti þá um nærfatagerðina AI.K. Eftir litla Framhald á bls. 37. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.