Vikan


Vikan - 17.05.1962, Page 20

Vikan - 17.05.1962, Page 20
FRAMHALDggSQSN 12. HLUT1. Félagar Nonna pelabarns höfðu áreiðanlega séð hvernig hann lék á þá, Schrank og Krupke; þeir höfðu séð að hann var ekki eins mikið barn og þeir höfðu haldið hann, en það gat ekki komið honum að miklu gagni til lengdar, löggan hlaut að finna hann von bráðar, og Þá var ekki neinnar miskunnar að vænta. — Krupke mundi berja hann eins og fisk með kylfu sinni. Það stóð símastaur rétt hjá girð- ingunni. Nonni pelabarn kleif upp á langbandið og náði taki á staurboln- um. Hvernig færi nú ef hann yfirgæfi fylgsni sitt, hlypi beint i flasið á þeim félögum, Schrank og Krupke og réðist á þá með isfleygnum? Eða hann tæki á rás niður strætið og legði hvern þann Porteidkana, sem á leið hans yrði, með þessu vopni sínu? Hans mundi áreiðanlega verða getið í forsíðufréttum morgunblaðanna, og það ekki með neinu smáletri. En ef hann rækist nú á Tony Wyzek? Nonni pelabarn greip báðum hönd- um um staurbolinn til að verjast falli; það var sem hann sundlaði við tilhugsunina. Mundi hann myrða Tony — eða var það skylda hans að verja hann gegn Hákörlunum? Þarna þurfti hann sannarlega við ráðlegg- ingar sér eldri og reyndari. Ef þeir, hinir strákarnir, hefðu á annað borð nokkurn áhuga á Því að koma hon- um til aðstoðar, mundu þeir koma á vettvang fyrr en varði; þeir hlutu að fara nærri um hvar hann var nið- urkominn. Og honum bráðlá á að tala við þá og leita ráða þeirra. Hver hafði eiginlega sent þessa Porteríkana hingað? Nonni pelabarn renndi sér kjökrandi niður staurinn og hélt að öðrum bílskrjóð, þar sem hann hugðist leita fylgsnis. Hver hafði sent Þessi óféti hingað til þess að verða Riff að bana, þeim góða dreng? Nonni pelabarn lagði við hlustirn- ar. ,,Er einhver þarna inni?“ hvísl- aði hann og starði inn í myrkt pall- skýlið. „Þetta er Nonni pelabarn __“ „Haltu þér saman og komdu þér hingað inn.“ Það var Arabinn, sem svaraði. „Það er sannarlega gott að vera ekki einn lengur .... “ Nonni pela- barn varp Þungt öndinni, ræskti sig og þurrkaði sér um augun. „Krupke og Schrank .... ég leit fyrir hornið, og þar stóðu þeir báðir tveir, Ég var vonlaus um að sleppa." „Allt í lagi,“ svaraði Arabinn og vildi ekki meir um þetta tala. Það var margt annað, sem honum lá þyngra á hjarta. ,,Áttu sígarettu?" spurði hann fyrst, eins og hann vildi þreifa fyrir sér. „Sástu nokkuð til ferða hinna strákanna? Hefurðu nokkra hugmynd um hvað varð af Tony?“ „Það veit enginn,“ mælti Nonni pelabarn, og svaraði þar með síðustu spurningunni. Um leið fleygði hann síðustu sígarettunni sinni til Arabans, sem titraði eins og strá og virtist ekki veita af einhverju róandi. „Ætli strákarnir komi ekki hingað bráð- um? Eða kannski þeir hafi farið heim?“ „Ertu genginn af göflunum?" Arabinn kveikti sér í sígarettunni. „Þar leitar löggan fyrst. Þú mátt alls ekki fara heim til þín fyrr en að mörgum dögum liðnum," mælti hann í viðvörunartón og henti frá sér eldspýtunni. ,,Það kemur mér ekki heldur til hugar,“ svaraði pelabarnið. „Tókstu eftir því hvernig þeir litu út ?“ „Litu út — hverjir?" „Riff og Bernardo, þegar þeir voru dauðir. Undarlegt hvað mikið getur blætt úr fólki .. .. “ „Þegiðu!" hrópaði Arabinn og það fór hrollur um hann. „Ég skal lú- berja þig, ef Þú Þegir ekki.“ „Eg hugsaði bara upphátt. Ham- ingjan góða — ég vildi að þetta væri dagurinn í gær.“ Nonni pelabarn andvarpaði. ,,Eða væri dagurinn á morgun. Allir dagar, nema bara dag- urinn í dag. Hvernig litist þér á að flýja?“ Arabinn lagðist á gólfið og reykti. „Ertu hræddur?“ spurði hann. „Já — en þú mátt ekki segja það neinum ....“ „Þegiðu,“ varð Arabanum að orði. „Þú gerir mig sjálfan hræddan með því að segja að þú sért hræddur." Það hvein í blístru á lögreglubíl í næstu götu og hratt fótatak heyrð- ist. Einhver á flótta. Arabinn lagð- ist flatur á gólfið og pelabarnið hnipraði sig saman í horni, þar sem myrkast var. Lögreglubíllinn þaut framhjá og Nonni pelabarn kvaðst geta svarið, að hann hefði heyrt lög- regluþjóninn kalla, að hann mundi skjóta, ef sá, sem þeir voru að elta, næmi ekki staðar. Arabinn skreið inn í hornið til hans. „Hvað eigum við nú til bragðs að taka? hvíslaði hann. „Ætli við verðum ekki að bíða hérna,“ svaraði pelabarnið. „Nú fær Hreyfillinn ósk sína uppfyllta — að verða foringi, meina ég.“ „Ég býst við Því,“ svaraði Arabinn. Hann greip föstu taki um handlegg pelabarnsins. „Hvað sem gerist, þá máttu ekki kjafta neinu í lögguna. Skilurðu það?“ „Ég sver .... “ Nonni pelabarn rétti upp höndina. „Kvikmyndin, sem ég var að horfa á þegar Hákarlarnir réðust á mig, er sýnd enn. Nú skal Söngur saumastúlknanna — úr kvikmyndinni „West Side Story“.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.