Vikan - 17.05.1962, Qupperneq 21
ég segja þér efnið úr henni, og þá
höfum við báðir fengið fjarvistar-
sönnun."
Arabinn kippti í hárið á honum.
„Sjáum til — þú ert farinn að hugsa.“
„En það er bara betta .... hvers
vegna erum við að fela okkur hérna,
fyrst við vorum báðir í kvikmynda-
húsinu?“
„Sleppum því. Segðu mér efnið úr
kvikmyndinni, og gleymdu ekki neinu,
sem máli skiptir," sagði Arabinn.
Nonni pelabarn gleymdi allri
hræðslu um hríð. Þetta var allt svo
æsilegt og nýstárlegt. Arabinn treysti
á aðstoð hans; þeim hafði tekizt að
snúa á lögguna, og innan skamms
mundi Hreyfillinn, sem ekki kunni
að hræðast, segja þeim hvað gera
skyldi.
Setjum sem svo, hugsaði hann, að
Hreyfillinn segði þeim að búast fyr-
ir uppi á einhverju þakinu; safna að
sér skotvopnum og verjast þar unz
yfir lyki. Það væri þó mannsbragð
að slíku ævintýri, og það var þó
skárra að skömminni til að falla fyrir
kúlum lögreglunnar í bardaga, en
verða lokaður inni á betrunarhæli.
Nonni pelabarn sá allt fyrir hugskots-
sjónum sínum — lögreglumennina,
blaðaljósmyndarana, sjónvarpsmynda-
vélarnar og loks sjálfan sig í hópi
félaga sinna uppi á þakinu, alvopn-
aðra og með gasgrimur.
„Við verðum að komast yfir gas-
grímur,“ sagði hann.
„Gasgrímur .... til hvers?“ spurði
Arabinn.
„Til þess að við getum varizt lögg-
unni.“
„Um hvern fjandann ertu að
þvæla?"
„Jú, sjáðu til.“ Nonni pelabarn tal-
aði af ákefð. „Þeir leita alls staðar
að okkur, eins og þú sagðir, svo við
verðum að taka eitthvað til bragðs.
Og Hreyfillinn .... ég geri ráð fyrir
að það verði hann, sem tekur við ...“
„Annaðhvort hann eða Diesillinn,"
varð Arabanum að orði. „Og senni-
lega verður það Hreyfillinn, því að
hann hefur meira vit í kollinum."
Arabinn lagði fingur á enni sér. „Ég
vona það að minnsta kosti. Og þá
verður það Hreyfillinn, sem segir fyr-
ir um það ....“
„Bara að hann sjái einhver ráð,“
sagði Nonni pelabarn, og var ekki
viss um að hann gerði sér vonir um
það; ef Hreyfillinn fyndi eitthvert
það ráð, sem að gagni kæmi, gæfist
honum sjálfum ekki neitt tækifæri
til að koma fram með sina uppá-
stungu! „Ef til vill leitar hann líka
til okkar," sagði hann.
„Kannski .... hver veit .... “
Arabinn gaf pelabarninu merki að
þegja, það var einhver að blístra,
eins og hann vildi gefa merki. „Þetta
þýðir að þeir séu sex hérna á næstu
grösum," hvíslaði hann. ,,Það má kall-
ast gott.“
Andartaki síðar voru þau komin
upp á pallinn og setzt inn í skýlið,
flötum beinum eða á sætisdýnum,
sem þau höfðu tekið úr öðrum aflóga
bílskrjóðum. Þau biðu þess að fleiri
af Þotunum leituðu þangað, og AUra-
skjáta hélt hrókaræðu um kúbein,
sem hún hafði komizt yfir einhvers
staðar; hún fullyrti að með því tæki
mætti opna alla glugga og dyr og auk
þess væri það hið frægasta vopn. En
enginn hlustaði á hana, þvi að allir
biðu þess með óþreyju að Hreyfillinn
dræpi í sígarettustúfnum og segði
þeim hvað gera skyldi.
Hreyfillinn tók manntal inni í pall-
skýlinu. Átta Þotur — níu, væri
Allraskjáta talin með. Hann drap
loks í sigarettunni. „Jæja, þá er víst
bezt að koma sér að efninu," sagði
hann. „Við megum víst gera ráð fyr-
ir að löggan hafi klófest einhverja
úr hópnum. Hvernig er það — er
nokkur ykkar því mótfallinn, að ég
taki við stjórninni?"
,,Ég styð það,“ svaraði Túli.
„Ágætt,“ varð Hreyflinum að orði,
þegar allir viðstaddir höfðu látið í
ljós að þeir væru því samþykkir, að
hann gerðist foringi flokksins. „Hef-
ur nokkur ykkar eitthvað til mál-
anna að leggja? Nokkra tillögu ....“
„Ég,“ gall Allraskjáta við, áður en
Nonna pelabarni gafst ráðrúm til að
svara. „Við verðum að bjarga Tony,
því að sumir reyna áreiðanlega að
koma fram við hann hefndum."
,,Við skulum láta þá um það, því
að þá verðum við laus allra mála,“
tók Diesillinn fram i fyrir henni.
„Ætli það verði ekki nógu erfitt fyrir
okur að bjarga sjálfum okkur; hvað
segir Hreyfillinn um það? Við verð-
um að komast undan, áður en lögg-
an hefur uppi á okkur og við verðum
öll Ijósmynduð með fanganúmer á
brjóstinu. Jú, sumir eru áreiðanlega
að leita að Tony, og það er von mín,
að þeir finni hann sem fyrst, þann
erkiþrjót og þorpara." Hann spýtti
fyrirlitlega. „Það er engum öðrum
en honum að kenna, að Riff er ekki
enn á lífi, og að mér tókst ekki að
ráða niðurlögum Bernardos."
„Hverjir heldurðu að séu að leita
að Tony?“ spurði Hreyfillinn og lét
sem hann hefði ekki heyrt framígrip
Diesilsins.
Allraskjáta hagræddi sér á dýnu-
ræksninu. „Hákarlarnir," svaraði
hún. „Þegar allir voru flúnir, sagði
ég við sjálfa mig, að Það væri ekki
úr vegi að ég njösnaði um athæfi
þeirra. Það þarf ekki stóran skugga
til þess, að ég geti falizt, og ég get
gengið svo hljóðlega, að enginn verði
mín var.“
„Það færi betur, að enginn yrði
þín nokkurn tíma var,“ sagði Snjó-
karlinn. „Segðu okkur hvers þú
varðst vör, umsvifalaust, og vertu
ekki að draga okkur neitt á þvi ....“
„Heyrðirðu eða sástu eitthvað, sem
mark er á takandi?" spurði Hreyfill-
Framhald á bls. 28.
„Haminff3an &óða - ég vildi að þetta væri dagur-
inn í gær, - eða dagurinn á morgun. Allir dagar,
nema bara dagurinn í dag ... !“
vikan 21