Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 6
ÞAÐ var hörkufrost, cn lcyrrt veður. 1 fjöllunum fyrir ofan skógarbeltið stóð einmana maður á snævi þakinni liæð og liorfði út yfir lijarnið. Hann liafði snjóþrúgur á fót- unum og hraðskotariffil undir armi. í þrjá sólarhringa hafði hann rakið slóð hins stóra úlfhunds um háfjöllin, en nú, þegar hann sá hann á hjarninu fyrir neðan, inn- an skotmáls, gat liann ekki með neinu móli fengið sig til að lyfta rifflinum i mið og hleypa af. Niðri i námabænum Lodestar, þar sem skotmaðurinn, Lupe Khaganappi, var bæði varðmaður og lögregluþjónn, gekk úlfhundur þessi undir nafninu „Gris-Gros“. Hann liafði alltaf reynzt óáreitinn og ekki gerzt sekur um annað en að hafa gaman af að æsa sleðahundana, svo að þeir geltu og spangóluðu eins og óðir væru. Það var meðal annars þess vegna, að Lupe veittist örðugt að trúa því að Gris-Gros hefði orðið einum af þorpsbúum, Denny Adams, að bana fyrir fjórum sólarhringum, enda þótt allir i þorp- inu héldu þvi fram og krefðust þess að úlfhundurinn væri eltur uppi og skotinn. Lupe áleit hins vegar að hann væri saklaus. Og ef hann hafði á réttu að standa, var ekkert líklegra en að morðinginn, eða morðingjarnir, léku Iausum hala í þorpinu, án þess nokkur hefði þá grunaða. Þvi varð að vísu ekki móti mælt, að úlflnindurinn hafði verið á ferli í þorpinu þessa nótt, og að slóð hans hafði verið rakin niður i gilið við ána, þar sein líkið fannst. En fönnin hafði verið svo tröðkuð og troðin, að engin merki um það, sem gerzt hafði, voru sjáanleg og drápið gat átt sér ýmsar orsakir. Það var ekki að vita nema éinhverjir grimmir sleðahundar hefðu slitið sig lausa, en eigandinn náð þeim aftur og bundið þá, og gerði svo allt til að leyna því, svo að liann losnaði við að greiða háar fjársektir og skaðabætur. Eða að morðinginn væri maður, sem gert hefði sinar ráðstafanir til að koma af sér öllum grun. Lupe gat að minnsta kosti ekki varizt þeirri hugsun, að Mort Hewlitt, veitingamaðurinn i hinni illa þokkuðu krá fyrir utan þorpið, hefði orðið fyrstur til að varpa allri sökinni á Gris-Gros og gert liáværastar kröfur um að hann yrði skotinn. Niðri á sléttunni stóð hópur hreindýra á krafsi. Lupe sá að úlfhundurinn liafði í hyggju að ráðast á eitthvert dýrið í hjörðinni. Hann ákvað að bíða og sjá hvort liann hagaði sér ekki eðli- lega að öllu leyti, eða virtist skorta hugrekki, en það einkennir að öllu jöfnu þá úlfhunda, sem taka að leggjast á menn. Innan skamms sá hann hvar hann var farinn að hringsóla kringum þriggja vetra lireintarf, stóran og stæltan. Tarfurinn leit upp, fylgdist með hringsóli úlfhundsins nokkra hríð, en tók síðan aftur að krafsa og rífa í sig mosann. Úlfhundurinn þrengdi hringina smámsaman, unz bonuin liafði tekizt að einangra tarfinn frá 6 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.