Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 9
ýtti lionum frá og settist sjálf viS slaghörp- una. Hún hóf að leika söm'u sónötuna, sem að vísu varS öll önnur í meðferð liennar, þrung- in krafti og dirfsku, allt að þvi hranaleg. Þeg- ar hún hafði leikið þannig nokkurn kafla, stanzaði hún og vék sér að honum. — Þarna sjáið þér! Prokofév á hvorki væmni eða sætleika til . . . Þekking John Crane var ekki siður tak- mörkuð en þekking hans á gagnrýnendum. Iíann hafði ungur tekið lömunarveikina, og bar hennar æ merki. Og móðir hans hafði stöðugt vakað yfir honum og verndað liann, svo að liann komst ekki i snertingu við um- heiminn, utan stofnveggja heimilisins. Þær fáu veluppöldu og velættuðu stúlkur, sem móðir lians liafði sleppt inn fyrir þessa virk- isveggi, höfðu yfirleitt orðið ástfangnar af honum —■ en Claire hafði dregið þær sundur og saman í háði um leið og þær kvöddu. Það var honum því allsendis ný reynsla, þegar þessi unga og framandlega stúlka kom fram við liann eins og jafningja sinn. Honum vafðist tunga um tönn. — Þér leikið mjög vel, sagði hann. Hún dró upp sígarettupakka, kveikti sér i einni, og virti hann enn náið fyrir sér. — Ég hef veitt yður athygli að undanförnu, sagði liún. — Þér eruð eini gesturinn hérna, sem vakið getur áhuga manns. Hvernig stend- ur á því, að þér hafið lent hérna? — Ég veit það varla, svaraði hann og hneigði sig litið eitt, til að þakka henni gull- hamrana. Ég vildi gjarna spyrja yður sömu spurningar. — Ég á ekki annars lcost, svaraði hún. Ég vinn hérna. Afgreiði í minjagripasölunni. Hún varð honum enn framandlegri fyrir það, að hún skyldi vinna fyrir lífsviðurværi sínu. -—- Þér eruð ekki bandarísk? spurði hann. — Nei, ég er austurrisk, svaraði hún. Við mamma flýðum þaðan árið 1938, þegar þeir myrtu föður minn. Ég var þá vitanlega harn að aldri. Nú er móðir mín líka látin. Hún virti hann stöðugt fyrir sér gegnum sigaretlureykinn. — Þú ert lika leiður á lífinu hérna, er ekki svo? spurði hún, og þúaði hann nú allt í einu formálalaust. Hann brosti við. — Ekki get ég sagt að mér finnist staðurinn heinlínis skemmtilegur, sagði hann. — Það er líka varla von, ef þú liagar þér eins og hinir gestirnir í einu og öllu. Þú ættir að ganga hérna upp í fjöllin, í stað þess að lúra niðri í fjörunni eða híma úti á verönd- inni dag eftir dag. Þangað fer enginn. Þar er dásamlega fallegur foss, og ég skal með ánægju visa þér leiðina. Það er sérkennilega fagurt þar að næturlagi og í kvöld er fullt tungl. Eigum við að skreppa þangað? Klukkan niu á hverju kvöldi stundvíslega hringdi móðir hans til hans frá Philadelphiu. Hann beið eftir því símtali allan daginn. Stúlk- an sá að það kom eitthvert hik á hann og varð litið á stafinn, sem lá við stólinn. — Það er eklci sérlega bratt, sagði hún. John Crane roðnaði. — Þakka þér tillit- semina, sagði hann. En ég er ekki neinn vesal- ingur. — Eigum við þá að segja klukkan átta? — Mér þykir það mjög leitt. En ég á von á mjög áriðandi simtali klukkan níu . . . — Þá förum við bara dálítið seinna. Klukk- an tíu? Hún stóð upp. Og allt í einu hló hún lágt, og það var eins og hlátur hennar hrísl- aðist um hverja taug. — Hvaða númer er á herberginu þinu? spurði lnin. Sem snöggvast var eins og einhver rödd hvíslaði þvi að honum, að hann skyldi ekki segja henni það. — Þrjátíu og átta, svaraði hann engu að síð- ur. —- Þá kem ég klukkan tiu, svaraði hún. Ég heiti Lotta Rank. Hún brosti til hans í kveðjuskyni og hélt á brott. Enn fannst honum sem liann lieyrði rödtl móður sinnar. — Reyndu nú að komast i kynni við einhverja káta og skemmtilega stúlku . . . Og nú var honum ljóst, að það hafði verið einhver háðshreimur í röddinni, sem sannaði að hún hafði ekki sagt þetta i alvöru. Þetta hafði ekki verið annað en gamansöm áminn- ing hennar um, að þau tvö væru svo nátengd, að eklcert og engin gæti komizt þar á milli. John Crane settist aftur við slaghörpuna. E nú var eins og fingur hans lilýddu ekki kalli. Hann hafði enga löngun til að leika . . . Hún gekk á undan honum upp stíginn. Ilún var klædd í hvítan kjól, og það glóði á nakta arma hennar og fótleggi í mánaskininu. Hún var léttstíg og gekk hljóð og þögul, og það var eins og þögn hennar magnaði nóttina eggjandi töfrum, sem æstu hann, þótt hann streittist á móti. Það lá við að hann myndi hvorki éftir stafnum né helti sinni, þar sem hann gekk á eftir lienni upp stíginn. Þegar þau höfðu gengið þannig nokkra hríð, lieyrðist lágur niður úr fjarska. Þau gengu enn um hrið, niðurinn varð stöðugt hærri og sterk- ari. Stigurinn lá fyrir klett, og allt í einu stóðu þau við fossinn. Fegurri stað hafði hann aldrei augum litið — aldrei getað gert sér í hugarlund, að slík fegurð fyrirfyndist hér á jörðu. Vatnið steypt- ist fram af klettabrúninni eins og silfurflóð og úðinn af þvi sindraði og glóði í mánaskin- inu. Loftið var svalt og hressandi. Lotta stóð þarna eins og gyðja umvafin geisl- um tunglsins. Án þess að mæla orð af vörum rétti hún honum liöndina og leiddi hann til sætis á flatri klöppinni alveg við fossinn. Á leiðinni upp stíginn hafði hann ekki get- að varizt þeirri hugsun, að móðir hans hefði áreiðanlega haft sitthvað við þessa gönguferð að athuga, ef liún hefði vitað af henni. En Hann þurfti einungis að taka á karl- mennsku sinni og hrinda henni fram af; svo mundi fossinn sjá um það, sem á skorti.......................... smám saman liafði mynd móðurinnar þokað úr huga hans, og nú hugsaði hann óafvitandi, að þessi fegurð væri alltof stórbrotin fyrir hana; hún mundi alls ekki skilja hana. Þetta var í fyrsta skiptið, sem hann hafði hugsað þannig til liennar, og hann fann til ótta og blygðunar, þegar hann gerði sér það ljóst. Lotta hélt enn í hönd honum. -—■ Hver hringdi til þín i kvöld? spurði hún eftir nokkra þögn. — Nei. Ég er ókvæntur. Það var móðir min. — Móðir þín? Hvers vegna liringir hún? Er einhver veikur heima hjá þér? —• Nei, alls ekki. Hún hringir á hverju kvöldi um níuleytið. Og allt í einu fanst honum sem hann yrði að skvra henni frá sambandi sínu og móður- innar. Hann sagði henni frá öllum þeim mörgu ferðalögum, sem þau höfðu farið saman til Evrópu, þegar hann var orðinn nægilega frisk- ur til þess. Hvernig móður lians hafði annazt hann, vakað yfir hverju hans fótmáli og vernd- að hann. Hvernig hún hafði skapað þeim báð- um hoim fullan dáscmda og fegurðar — mynd- list, tónlist og bókmenntum. En hvernig sem hann reyndi, fannst honurn sem eitthvað skorti á, sem ntyndin yrði föl og svipvana. Að sú Paradís, sem hann hafði ætlað að lýsa, yrði eins og gullinn fangaklefi. „Hvers vegna spilið þér Prokofév eins og gömul kennslukona?" hafði Lotta spurt. Það var engu líkara en lnin drægi karlmennsku hans i efa. Þegar hann liafði lokið máli sínu, leit liún á hann. Augu hennar voru eins og bergið. — Móðir þín hlýtur að vera óvenjuleg kona, sagði hún. — Já, það er lnin vissulega. — Og rík . . . — Rík? Hvað áttu við? — Þú sagðir, að faðir þinn hefði látið eftir sig mikinn auð. Gekk sá auður til þín eða hennar? — Til hennar, auðvitað! — Já, auðvitað! Hún hló lutldalega. Þannig er það ævinlega. Þær verða að hafa sinn skild- ing, þessar konur. Þú gctur ekki gert þér í hugarlund hvað ég hata og fyrirlít þessar blóð- sugumæður, sem lifa á lífi barna sinna. Og allt í einu lagði hún armana nm háls hon- um. Andlit hennar nálgaðist hans og varir þeirra mættust. Hún þrýsti heitum likama sin- um fast að honum, og hafi' hann hugsað sér að mótmæla orðum hennar um mæður, eins og hans, þá gleymdi hann þvi algerlega. Vang- ar hennar voru rakir af úðanum frá fossinum, varir hennar lieitar og þvalar. Hann kyssti hana ákaft og lengi, eins og sárþyrstur maður teigar svaladrykk. •—■ Komdu, sagði hún. Við skulum fá okkur bað. Það er lítil tjörn hérna rétt lijá . . . — En . . . en ég hef ekki neinn sundbol . . . Hún liló eggjandi. ■— Komdu, sagði hún. Morguninn eftir vaknaði hann, haldinn sáru Framhald á bls. 48 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.