Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 13
/ nafla heimsins í DELFI VAR FRÆGASTA VÉFRÉTT HEIMSINS OG ÞAR GAF GUÐ LJÓSS OG FAG- URRA LISTA MÖNNUM INNSYN I FRAMTIÐINA - ÚR JÓRSALAFERÐ ÚTStNAR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON, RITSTJÓRA AÐ er viðlíka langt frá Aþenu norður til Delfi eins og úr Reykja- vík upp að Bifröst i Norðurárdal. Brött fjöll og grýtt. Dalir og einstaka sléttur á milli. Allt skraufþurrt og skrælt. Við tókum einn sunnudag i þessa ferð, hópurinn frá Útsýn, og höfðum einn stóran vagn til fararinnar. Nokkrir urðu eftir, þvi bað- ströndin freistaði og það var sólskin og liiti. En flestir mátu það meira að vitja þess staðar, sem fyrr meir var álitinn miðpunktur eða nafli heimsins. Það kann að þykja undarlegt, að forngrískir menn skyldu kjósa þessum stað svo mikla helgi svo afskekktur sem hann er. Og telja hann þar á ofan miðpunkt veraldarkringlunnar. Sú staðarákvörð- un fékkst með þeim hætti, að Seifur himnafaðir sendi tvo erni útá heims- enda og lét þá fljúga hvorn á móti öðrum. Þeir mættust yfir Delfi og enginn efaðist um, að mæling Seifs væri ekki harla góð. En nú stefnir vagninn útúr Aþenu á þessu sunnudagsárdegi og veg- urinn liggur í bugðum eftir þröngum dölum innaf Aþenu. Á þessum slóðum var sá frægi skóli Platons, sem mikið orð fór af, en þess sér nú engin merki, hvar hann hefur verið. Svo hækka hlíðar og brekkur verða brattar, en landið er fremur tilbreytingarlaust og litirnir sifellt hinir sömu þótt lengra sé haldið. Það er ekki eins og hér á íslandi þar sem landslagi getur mismunað svo á nokkurra kilómetra færi, að gróður, litir og form náttúrunnar breytast að mun. Svo magurt er fjalllendi Attíkuskagans, að Mývatnsöræfin eða melholtin innan við Reykjavík eru Gósenland á móti því. Ljóst granitið stendur allsstaðar uppúr; það er mjög hart og veðrast seint. Þegar sólin skin eins og hún gerir raunar oftast á þessum slóðum, þá er þvi líkast að mjöll hafi fallið. Neðan í hlíðum er þyrkingslegur runnagróður, lágur en þéttur; sumt af því eru þyrnar með oddhvassar nálar. Og svo eru olívutrén á stangli, blessun þessa lands. Þau eru í bókstaflegum skilningi kýr þeirra hér, því olivuolían er notuð í stað mjólkur og feitmetis; jafn- vel til eldneytis. SVO segir G'i'imberg i sinni veraldarsögu, að þegar halla tók und- an fæti fyrir þeim Aþenumönnum og Spartverjar og bandamenn þeirra komu með her suður yfir landið, þá hjuggu þeir niður olívutrón. Það samsvaraði því að leggja landið í auðn. Þeir sáu ekki eftir búpeningi og húsum, en trén — þau mundu verða 15 ár að vaxa upp að nýju og 50 ár liðu þar til þau bæru fullan ávöxt. Kýr eru naumast til í grískum sveitum, en þeim mun meira eiga bændur af geitum og sýnist landið gefa fullt tilefni til þess svo brattlent og grasvana sem það er. Þessar fótvissu skepnur príla upp um reginfjöll og fara greiðlega það sem engri skepnu virðist fært. Meðfram þjóð- veginum til Delfi er slangur geita, en alltaf eru það litlar hjarðir. Girðingar sýnast vera óþekkt fyrirbrigði, en hirðar rölta með geita- hópunum daglangt og styðjast við langa stafi i brattanum. Einhverjum mundi nú finnast lítið á tímann við svona vinnu og auk þess lýjandi að elta geitur allan daginn á beru grjóti brattra hlíða. Það er sagt, að þeir verði mjög þolnir á þessum stöðugu þönum við geiturnar. Þegar Olympiuleikarnir voru endurvaktir í Aþenu árið 1896, þá vakti Mara- þonhlaupið ekki hvað minnsta athygli, enda hlaupið til minningar um gríska hetjudáð. Það ætlaði allt um koll að keyra af hrifningu, þegar Spiridon Louis kom langfyrstur í mark; geitahirðir norðan úr fjöllum. Það þótti lika í frásögur færandi, að þá er hlaupið var hálfnað, var geitahirðirinn kominn það langt framúr lceppinautum sínum, að honum fannst ástæðulaust að halda áfram, heldur settist hann inná krá og fékk sér hressingu þar til keppinautarnir komu i augsýn. Þá hélt hann áfram og það sá ekki á honum þreytu, þegar hann kom I mark. En svo kom að því síðar um daginn, að honum skyldi afhent gullið, þessi merkasta og mesta viðurkenning, sem nokkrum iþróttamanni getur hlotnazt. En þá fannst Spiridon Louis ekki. Hann var allur á bak og burt; hafði axlað sín skinn og skundað norður í fjöllin þar sem geit- urnar hans biðu. AÞESSUM grýttu slóðum norðan við Aþenu eru nokkrir frægir sögustaðir. Launhelgar Bakkusar voru þar i daldragi og ein- hver úr hópnum sagði, að það mundi hafa verið Frimúrara- regla þeirra tíma. Enginn vissi, hvað þar fór fram Bakkusi til dýrðar. Ekki langt frá leið okkar er Platea þar sem grískir svinbeygðu Persa 481 ári i'yrir Krists burð og sýndu framá, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. í þeim bardaga brast miðja gríska hersins og flúði, en hinir börðust svo frækilega að leiknum var snúið við. Þ4 vildu hinir liugumlitlu miðjumenn eiga sinn þátt í sigrinum og hættu að flýja, en var víst tekið lieldur fálega af vopnabræðrum sínum þegar skálað var fyrir unnum sigri. Vegurinn liggur gegnum Þebu, frægt borgríki úr sögu Hellena. Þeir höfðu það nokkurnveginn fyrir leiðarljós í Þebu að vera á móti Aþern- ingum i öllu. Þegar Sparta og fylgiborgir hennar höfðu öll ráð Aþeninga í hendi sér eftir langvinnar styrjaldir, þá vildu þeir i Þebu, að nú yrði Aþena sá forni fjandi, jöfnuð við jörðu, en ibúarnir drepnir eða seldir i þrældóm. Svona var nú innanlandspólitíkin í Grikklandi i þá tíð. En sem betur fór höfðu Spartverjar vit fyrir þeim í Þebut settu mannskapinn á og létu sér nægja að rifa borgarmúrana. ☆ Við höfðum ekið i tvo klukkutíma og það er hálfnað til Delfi. Öðru hvoru komum við i víðlenda dali, en uppskera hefur víðast farið fram og eftir stendur mógulur leirinn. Alltof þurr leir. Og það er ekki svo mikið sem blika á lofti. En sumstaðar virðast einhverjar eftir- hreytur til að sinna i sólskini haustsins. Jafnvel á sunnudegi. Það Framhald á næstu síðu. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.