Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 54

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 54
SOLUBORN SOLUVERÐLAUN SKÍOA- OG SiEDAFERD verður farin á vegum Vikunnar um miðjan marz, upp að Skíðaskála í Hveradölum. Rétt til þátttöku fá öll sölubörn, sem selja 25 blöð í 5 skipti eða alls 125 blöð í 4 skipti. Ljósmyndari b!aðsins verður með í ferðinni og myndir birtast síðar I Vik- unni. Keppni um þessi söluverðlaun byrjar með næsta blaði. „Byssukúla, sem ég er lifandi maður!“ sagði Riddle majór. Og vissulega var hluturinn eins og byssukúla í laginu, en þetta reyndist vera lítill blýantur. „Þetta var það, sem ég tók upp,“ sagði ungfrú Lingard. „Ég var alveg búin að gleyma því.“ „Vitið þér hver á þetta, ungfrú Lingard?" „Já, Bury ofursti á hann, hann lét búa hann til úr kúlu, sem hæfði hann — eða öllu heldur, hæfði hann ekki, ef þér skiljið hvað ég á við — í Búastríðinu.“ „Vitið þér hvenær hann var með hann síðast?“ „Jú, hann var með hann í dag, þegar þau voru að spila bridds. Ég tók eftir, að hann skrifaði með honum reikninginn, þegar ég var að koma til tedrykkju.“ „Hverjir voru að spila?“ „Bury ofursti, frú Chevenix-Gore, hr. Trent og ungfrú Cardwell." „Ég held,“ sagði Poirot vingjarn- lega, „að við geymum hann og af- hendum hann ofurstanum sjálfir.“ „Ó, viljið þér gjöra svo vel. Ég er svo gleymin, ég kynni að gleyma því.“ „Ef til vill vilduð þér, ungfrú, vera svo góð, að biðja Bury ofursta að komo hingað núna?“ „Sjálfsagt. Ég skal fara strax og finna hann.“ Hún hraðaði sér út. Poirot reis á fætur og tók að reika um her- bergið stefnulaust. „Eigum við,“ sagði hann, „að rifja upp fyrir okkur, það sem gerðist seinni hluta dagsins? Það er athygl- isvert? Klukkan hálf þrjú lítur 54 VIKAN hann yfir reikninga ásamt Lake höfuðsmanni. Ilann er ofurlítið ann- ars hugar. Klukkan þrjú ræðir hann um bókina, sem hann er að skrifa, við ungfrú Lingard. Hann er í ákaf- lega þungu skapi. Ungfrú Lingard telur það standa í sambandi við Hugo Trent, og byggir það á athuga- semd, sem hún heyrði hr. Gervase kasta fram. Við tedrykkjuna er framkoma hans eðlileg. Godfrey Burrows segir okkur, að eftir te- drykkjuna hafi legið vel á honum út af einhverju. Fimm mínútum fyrir átta kemur hann niður, fer inn í skrifstofu sína, hripar „Afsakið“ á blað, og skýtur sig!“ Riddle sagði seinlega: „Ég skil, hvað þér eigið við. Það er ekki gott samræmi í þessu.“ „Furðulegar skapbreytingar hjá hr. Gervase Chevenix-Gore! Hann er annars hugar — honum er mjög þungt í skapi — hann er eðlilegur - það liggur vel á honum! Það er eitthvað mjög einkennilegt við þetta! Og svo setningin, sem hann sagði, „of seint.“ Að ég mundi koma hingað „of seint.“ Jú, jú, satt er það. Ég kom of seint hingað — til þess að sjá hann lifandi." „Ég skil. Þér haldið í raun og veru ■—? „Ég fæ aldrei að vita, hvers vegna hr. Gervase bað mig að koma. Það er öruggt!" Poirot hélt áfram að reika um stofuna.Hann lagfærði einn eða tvo hluti á arinhillunni; hann athugaði spilaborð, sem stóð út við vegginn, hann dró út skúffu á því og tók upp briddsreikninginn. Því næst gekk hann yfir að skrifborðinu og gægðist ofan í pappírskörfuna. f henni var ekkert nema einn bréf- poki. Poirot tók hann upp, þefaði af honum, muldraði „Appelsínur," sléttaði úr honum og las nafnið á honum, „Carpenter og synir, ávaxta- salar, Hambourgh St. Mary.“ Hann var einmitt að brjóta hann snyrti- lega saman, þegar Bury ofursti gekk inn í herbergið. ÁTTUNDI KAFLI. Ofurstinn lét fallast í stól, hristi höfuðið, varpaði öndinni og sagði: „Þetta er ljóta sagan, Riddle. Frú Chevenix-Gore er dásamleg — dá- samleg. Stórbrotin kona! Full af hugrekki!“ Poirot fékk sér nú aftur sæti og sagði: „Þér hafið þekkt hana mjög lengi, býst ég við?“ „Já, vissulega, ég var á fyrsta dansleiknum hennar. Ég man, að hún bar rauða rósahnappa í hárinu. Og hvítan, dúnléttan kjól. Það var enginn í salnum þess verður að snerta hana!“ Rödd hans var full af eldmóði. Poirot rétti fram blýantinn. „Eigið þér hann ekki þennan, eða hvað?“ „Ha? Hvað? Ó, þakka yður fyrir, ég var með hann í kvöld, þegar við vorum að spila bridds. Það var furðulegt, ég fékk 5 hónóra í spaða þrisvar í röð. Það hefur aldrei kom- ið fyrir mig áður.“ „Þið voruð að spila bridds fyrir tedrykkju, er mér sagt?“ sagði Poirot. „Hvernig lá á hr. Gervase, þegar hann kom til tedrykkjunn- ar?“ „Alveg eins og venjulega. Mig dreymdi ekki um, að hann væri að hugsa um að fyrirfara sér. Þó kann að vera, að hann hafi verið örlítið viðkvæmari en venjulega, þegar ég hugsa um það núna.“ „Hvenær sáuð þér hann síðast?“ „Nú, þá! Við tedrykkjuna. Sá hann aldrei lifandi eftir það, bless- aðan karlinn.“ „Þér hafið alls ekki farið inn í skrifstofuna eftir það?“ „Nei, sá hann aldrei aftur.“ „Hvað var klukkan þegar þér komuð niður til miðdegisverðar?“ „Eftir fyrri hringinguna?" „Þér og frú Chevenix-Gore kom- uð saman niður?“ „Nei, við —- e-e — mættumst í forsalnum. Ég held að hún hafi verið inni í borðstofunni að líta eftir blómunum — eða eitthvað því um líkt.“ „Ég vona,“ sagði Riddle majór, „að þér takið ekki til þess, þó að ég spyrji yður dálítið nærgöngullar spurningar. Var nokkur misklíð á milli ykkar hr. Gervase út af Synthetic Paragon Rubber-félag- inu?“ Andlit Burys ofursta varð skyndi- lega eldrautt. Það kom dálítið fát á hann. „Alls ekki. Alls ekki. Gervase gamli var ósanngjarn náungi. Þér skuluð minnast þess. Hann ætlaðist til, að allt, sem hann snerti við gæfi stórhagnað! Virtist ekki gera sér grein fyrir að það gengu kreppu- tímar yfir allan heiminn. ^.ð það hlaut að hafa áhrif á alla fjarmála- starfsemi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.