Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 36
Orvita þrenning. Framhald af bls. 23. ekki fyrir nokkra lifandi manneskju að þola hana, eins og hún lét...“ Síðustu þrjár næturnar hafði Droste ekki getað fest svefn lyfja- laust fyrir áhyggjum út af þessu máli. Þetta var orðin honum mar- tröð. Hann fann það á sér, að hann mundi ekki heldur sofna í nótt fyrir þessari ásókn. „Þeir óska þess að þú setjist með þeim að bridsborðinu,“ sagði Marí- anna fyrir aftan hann. „Eða kannski þú ætlir að gera mér þann heiður að dansa við mig.“ „Þú veizt hvernig ég dansa,“ sagði hann. En þegar hún stóð þarna við hlið honum og rauður kjóllinn flaks- aðist við kné honum, lét hann undan freistingunni, tók utan um ha:ia og gekk í dansinn, en gat þó ekki bund- ið hugann við það nema í bili. „Sem landsyfirréttardómari dans- arðu sæmilega,“ sagði Maríanna glettnislega. „Dómari getur framið tvenns kon- ar dauðasynd," sagði hann allt í einu. „Að láta sekan sleppa og að dæma saklausan. Ég veit ekki hvor syndin er alvarlegri fyrir mann, sem svarið hefur réttinum þjónustu sína.“ Síðan dönsuðu þau þegjandi, og hann hugsaði án afláts. Hvar er örkin hans Nóa? Ungfrú Yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfckt frá N Ó A . Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: GUÐBJÖRG KRISTJÁNSD., Nönnustíg 8, Hafnarfirði. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími „Og það uggir mig að hvort tveggja eigi sér stað í þessu máli áður en lýkur,“ mælti hann eftir nokkra hríð. Maríanna hætti að dansa. „Hver hefur framið morðið, ef hún hefur ekki gert það?“ spurði hún, móð eftir dansinn. „Eiginmaðurinn, auðvitað,“ svar- aði landsyfirdómarinn stundarhátt. „Hvað segirðu — eiginmaðurinn? Eru nokkrar sannanir gegn honum?“ spurði hún undrandi. „Nei, ekki hinar minnstu. Það er einmitt það, sem er að gera mig brjálaðan," sagði hann. „Hvar er Evelyn eiginlega. Ég vil fara að halda heim ...“ „Láttu nú Evelyn einhvern tíma í friði,“ sagði Maríanna. Þú hagar þér eins og þú værir barnfóstra hennar og gerir hana ósjálfstæða. Segðu mér heldur meira um þetta mál.“ „Reyndu að gera þér í hugarlund þessar sjö manneskjur, sem búa Allir á hættu, suður gefur. K-G-9 ekkert A-K-G-8-7-6 D-7-6-3 saman í einu kjallaraherbergi — Suður Vestur Norður Austur eiginmaður, eiginkona, fjögur börn 1 lauf pass. 2 tíglar pass. og tengdamóðirin. Hann er glæsi- 3 tíglar pass. 4 lauf pass legasti náunginn þarna í hverfinu 5 lauf pass. 6 lauf dobl og kona hans tilbiður hann. Hún er pass. pass. pass. honum óumræðilega þakklát fyrir að hann skuli hafa látið svo lítið að geta með henni börn, meira að segja kvænzt henni, og hún verður vanfær í hvert skipti, sem hann nálgast hana. íbúðin er full af raka, stöðugur óþefur og öskur í krökk- um. Kaup eiginmannsins hrekkur ekki fyrir brýnustu nauðsynjum, og svo missir hann vinnu sína, án þess að hann eigi minnstu sök á því -— hann hefur ekki stolið, drekkur sig ekki fullan nema á helgidögum, mis- þyrmir ekki konunni sinni. Hún ber honum hið bezta orð, en engu að síður er hann ógeðfelld persóna. At- vinnulaus maður er til vandræða á hverju heimili, hann heldur undan brekkunni, glatar sjálfsvirðingu sinni, og hjá þessum náunga brýzt það út á þann hátt, að hann pínir og kvelur fjölskyldu sína. Þó verður heimilið ekki sannkallað helvíti fyrr en tengdamóðir konunnar kemur á heimilið. Hún er amma Kölska holdi klædd; stolt og heimtufrek, vegna þess að hún átti einhvern tíma verzl- unarholu, óg hún fyrirlítur þessa sí- vinnandi ambátt, sem hinn glæsi- legi sonur hennar hefur kvænzt og ryður henni hvarvetna frá. Þvotta- konan þrælar eins og henni er fram- ast unnt, ofreynir sig hvað eftir annað, verður ellileg og óhrjáleg fyrir aldur fram. Hún leggur allt í sölurnar fyrir eiginmann sinn — og tengdamóðirin hefur auk þess tromp á hendinni, erfðaskrána. Hún er líftryggð fyrir eitt þúsund mörk, og það eru auðæfi fyrir fjölskylduna í kjallaranum. Þvottakonan þolir henni því allt. Lætur henni eftir rekkju sína, en sefur sjálf á hörðum trébekk i eldhúsinu og hlakkar til þeirrar stundar, er sú gamla gefi upp öndina. Gamla konan er nefni- lega helsjúk, gengur með innvortis mein, en hún hjarir í það endalausa. Og svo verður þvottakonan vanfær einu sinni enn — en það er ekki rúm fyrir enn eitt barn í íbúðinni á meðan sú gamla tórir. Engir pen- ingar til að greiða með kostnað í sambandi við fæðingu, og sú gamla tórir, eins og af þrákelkni og ill- kvittni. Þvottakonan er ekki á neinn hátt sálsjúk; hún er einungis að ör- væntingu og þrotum komin vegna þreytu. Hún kaupir rottueitur og Þú, lesandi góður, ert sagnhafi í sex laufum, dobluðum. Vestur spilar út tígli, þar eð hann álítur að dobl félaga síns hafi verið beiðni um útspil í þeim lit. Þú drepur á ásinn og andar léttar þegar austur fylgir lit. Til allrar hamingju, spilaði vest- ur ekki spaða út, því þá hefði aust- ur tekið tvo slagi strax, á drottn- ingu og ás. Vegna dobls austurs ertu viss um að hann eigi hjartaásinn líka. Eftir að hafa tekið trompin, þau verða að liggja þrjú-tvö, geturðu fengið fimm slagi á tígul í viðbót (sex alls) og tvo á tromp. Þetta eru 11 slagir. Nú er spurningin, hvernig geturðu fengið þann tólfta? í næstu viku birtum við allar hendur og ræðum helztu möguleika suðurs. laumar í graut þeirrar gömlu; sÚMaríönnu. „Hví í ósköpunum kvænt gamla deyr, og allt hefði verið í lukkunnar velstandi, ef líftrygging- arfélagið hefði ekki farið að fetta fingurna út í það formsatriði, að læknir hafði ekki verið til kvaddur. Og svo var krafizt líkkrufningar, eitrið fannst, þvottakonan meðgeng- ur og hefur nú setið í gæzluvarð- haldi í fjóra mánuði. Hún hefur nú gengið með barni á áttunda mán- uð . . .“ Hann þagnaði og horfði í gaupnir sér. Það var eins og hann sæti þarna á eyðiey með Maríönnu. í fjarska var stiginn dans ... „Ég veit ekki hvort þú getur gert þér þetta í hugarlund," sagði hann. Maríanna virti hann fyrir sér með aðdáun og virðingu. „Ég hef ekki til einskis athugað verkamannabústaði og verkamanna- hverfi í fimm ár,“ svaraði hún. „En fyrst hún hefur játað á sig morðið, hvað er það þá eiginlega, sem veldur þér áhyggjum? Meðaumkun?“ „Meðaumkunn ... nei, dómari má aldrei finna til meðaumkunar. Nei, vandamálið er það, að ég hygg að eiginmaðurinn sé að minnsta kosti meðsekur. Þvottakonan heldur því fram að hann hafi ekkert um þetta vitað, og hann heldur því vitanlega líka fram. Það efast ég hins vegar um. Það er áreiðanlegt, að eigin- maðurinn veit alltaf hvað kona hans hefst að ...“ „Það hlýtur að vera dálítið óþægi- legt að verja hagsmuni líftrygging- arfélagsins í svona máli,“ varð Marí- önnu að orði. „Jafnvel þótt það sé ekki nema óbeinlínis .. Droste var orðið léttara í skapi, eftir að hann hafði rætt málið við ist ég þér ekki eiginlega?" spurði hann glettnislega. „Þakkaðu þínum sæla. Ég er hrædd um að það taki á taugar hvers karlmanns að vera kvongað- ur mér.“ „Sérhvert hjónaband tekur á taug- arnar,“ varð honum að orði, en sá þegar eftir því. Þetta var ranglátt af hans hálfu gagnvart Evelyn, hugs- aði hann. Hann unni Evelyn hug- ástum, einmitt fyrir það hve við- kvæm hún var og verndarþurfi. Hann fann augnaráð Maríönnu hvíla á sér andartak spyrjandi og athug- andi. Hún þagði um hríð, reis síðan á fætur og leiddi hann inn í spila- herbergið. „Nú spilarðu dálitla stund, og þá gleymirðu þvottakon- unni,“ sagði hún. „Kannski það,“ sagði hann. Marí- anna var honum ómetanleg stoð og stytta. Hún sá það þegar í augum hans, ef hann flúði á náðir svefn- lyfjanna og kunni ráð til að halda honum frá þeim. Honum veittist örðugt að ein- beita sér við sagnirnar, og á stundum var ekki laust við að meðspilararnir gæfu óþolinmæði sína til kynna. Svo truflaði það nokkuð spila- mennskuna, að einn af bandarísku tennisleikurunum tók Maríönnu frá þeim og leiddi hana í vínstúkuna, en gamalt og geðillt leyndarráð kom í hennar stað. Nokkru síðar lagði Evelyn höndina á öxl honum — hún og Maríanna voru eitthvað að tala um að þær ætluðu að fylgja einhverjum Bandaríkjamanni á brautarstöðina. Það var ekki laust við að honum fyndist klúbburinn ganga helzt til langt í gestrisninni 36 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.