Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 41
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. ÓTRÚLEGT /IéNi ÞÓ AUÐVELgÍ\ Mjór pappírsrenningur, lætur ekki mikið yfir sér, en með aðstoð hans geturðu lagt þá þraut fyrir kunn- ingja þína, sem i fljótu bragði virðist óleysanleg. Klipptu pappírsrenning, sem er um 30 cm breiður og um 30 cm langur. Gerðu svo einn snúning á annan enda hans og límdu endana saman. Geturðu nú lengt þennan samanlimda renning um helming, án þess að rífa hann í sundur? Jú, ef þú klippir renninginn eftir endilöngu, eftir slitróttu línunni (sjá mynd 1). Á mynd 2 sérðu árangurinn. Límdu nú annan- renn- ing, eins og áður segir, en klipptu hann eins og synt er á 3. mynd og byrjar öðru megin við miðju (sjá slitróttu línuna), þá kemur fram óvænt lausn. Og ef þú gerir tvo snúninga á annan enda rennings og límir hann saman, — en klippir hann eins og á 1. mynd, verður útkoman allt önnur. Náðu nú í pappír, skæri og lím -« og reyndu sjálfur. SKOTINN ER ÍHALDSAMUR Um Skota er það sagt, að þeir séu manna sparsam- astir og vilji ógjarnan láta pening frá sér fara. Við kennum þér eina þraut í dag, sem ,,sannar“ þetta. Á teikningunni sérðu að fingurgómum beggja handa er þrýst saman, — nema löngutöng. Þeir fingur eru beygðir niður, svo fremstu fingurkögglar liggi þétt saman. Um leið lætur þú pening milli fingranna. Það fylgir þraut- inni, að þumalfingurnir tákni Dani, vísifingur Norð- menn, langatöng Svía, baugfingur Skota og litli fingur tákni Islendinga. Daninn byrjar og sleppir peningnum fljótt. Norðmað- urinn er heldur ekki fastheldinn á sinn pening og Sví- inn sleppir honum, en hikandi. íslendingurinn er ekki lengi að sleppa sínum, en það verður ekki sagt um Skotann, hann vill alls ekki missa sinn pening. — Og ef þú trúir þessu ekki, þá reyndu sjálfur. GÁTUR 1. Hvað er upphaf og endir á — öllu? 2. Hvað gengur inn í húsið, en er þó kyrrt á sínum stað? 3. Ilver kann öll tunguniál? 4. Hvað er það, sem þú getur falið í lófa þínum, en nær þó utan um meðalhús? 5. Hvenær stendur Kínverjinn á öðrum fæti? •uinuiiæj umuin jijjAi uubij uBgaui 'g — ’UBdsaij -ujbS ‘f — '£ — •uigjngBJÁppn -g — -n So o t •UinjBS B JBSuiUgBH i ii»mniTfTVTf^ SPUTNIK 1 OG 2 Á FRÍMERKJUM w i»niwniim 111 H 1 >— IflÉln Á miðju sumri 1957, vakti það enga sérstaka athygli, þó biöð og útvarp flyttu fréttir af flugi og flugferðum. Þessi eða hin flugvélin hafði að vísu flogið á mettíma milli landa, cða heimsálfa. Já, flugvélin var orðin hversdagslegt farartæki í hugum manna, á borð við skip og bifreiðar. En svo skeður sá atburður 3. okt. 1957, er setur allan heim- inn hókstaílega á annan endcnn. Rússar, fyrslir allra, senda gervihnött út í himingeiminn, — Sputnik I. Hinn ofsalegi hraði hans umhverfis jörðina, var sönnun þess að nýtt elds- neyti var komið til sögunnar, orkumeira, en dæmi voru til áður. Þótt engar lifandi verur væru í Sputnik I., hafði hann þó innanborðs fjölda mælitækja er sendu til jarðar, viku eftir viku, veigamiklar upplýsingar um hita, raka, geislun og fleira, út í himingeimnum. — Um mánuði síðar, 3. nóv. ‘57, kemur næsta stórfréttin;: Sputnik II. er skotið á loft og nú með lif- andi farþega innanborðs, tíkina Laiku. í heila viku, beið allur heimurinn í ofvæni, eftir fréttum af Laiku, en þá var tilkynnt að hún hefði verið tekin af lífi — í geimfarinu. Laiku var fórnað á altari vísindanna. Rússar gáfu út nokkur frimerki, til að minnast atburðanna í okt. og nóv. 1957. Hér eru tvö þeirra. Á þeim 5 árum, sem liðin eru, hafa margir gervihnettir svifið um himingeiminn og nokkrir með mann innanborð". Geimferðafrímerkjum fjölgar stöðugt — og þau verða hvers- dagsleg í huga okkar, eins og annað sem oft er endurtekið, en þeim mun verðmætari, sem lengra líður frá, það er gamla sagan. Einu sinni vom pappírsskutlur mjög vinsælar. En við lifum á öld fiug- vélanna og þess vegna birtum við hér dvergflugu — í fullri stærð þó. Þegar þú teiknar hana á teiknipappír, í gegnum kalkipappír, þá notaðu reglustiku, svo allar línur verði beinar og nákvæmar. Siðan ristir þú, með hníf, eftir stuttu strikunum fjórum fremst á skrokknum. Þá gerir þú skarpa línu, með blýanti, eða greiðu, eftir slitróttu linunni og beygir skrökkinn. svo hann verði V-laga. En litla fletinum, milli þverstrikanna, fremst, lyftir þú upp og stingur þar eldspýtu í gegn. Eftir nokkur reynsluflug kemstu að raun um hve framarlega hún þarf að vera, svo dvergflugan fljúgi vél og lengi. Málaðu einkennisstafi og merki á vængina, og ef þú verður ánægður með fluguna, — og það verður þá áreiðaniega — þá fjölgar þú þéim fljótlega, því einfaldari svifflugu geturðu tæpast gert. 4() VTKAN Dura-Gloss varaliturinn heldur sínum upprunalega litblæ - Fullkomnið snyrtingu yðar með Dura-Gloss varalit - og hinu sterka djúpgljáandi Dura-Gloss naglalakki. - Hvorutveggja fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ó- takmarkaða möguleika til fjölbreytni. HALLDOR J0NSS0N HEILDVERZL. Hafnarstrtó 1S - Símar 12586 og 23995 Konungnr kvennabúrsins. Framhald af bls. 19. ari spratt nú upp af bekknum. „Ef þessi játning er til skrifleg, þá skora ég á verjandann að koma með hana og leggja hana hér fram sem sönnunargagn. Þetta er eitt- livert það svivirðilegasta bragð, sem ég hef orðið vitni að í réttar- sal. Eftir allt, sem stúlkan hefur orðið að þola í höndum þessa . . . „Yðar náð,“ greip Atkinson fram í fyrir honum, „fleiri nöfn en nafn vitnisins er að finna í þessari játningu. Og aðrar syndir, má bæta við. Ekkert af því kemur þessu máli við. Ég hef upplýst einn hluta hennar með því að spyrja vitnið um þann eina hluta, sem viðkemur þessu máli.“ Kinne dómari vísaði þeim báð- um í sæti sin, þar sem þeir héldu áfram deilunum, án þess að dóm- arar og, áheyrendur fylgdust með. Ben Purnell sat eins og fjötraður eftir þessar upplýsingar. Honum var kunnugt um, að skrifaðar játningar þurfti við inngöngu. Hann hafði meira að segja gert eina slika sjálfur, þar sem hann hafði skrifað eitthvað ómerkilegt og yfirborðslegt. En það sem At- kinson vildi halda fram, að staðið hefði í játningu stúlkunnar, var alveg útilokað. Blóðið í sængur- fötunum í Guðshúsinu þennan morgun hafði verið almennt um- talsefni meðal þeirra, sem þar áttu heima. Ben hafði aldrei gert sér fyrr Ijóst, að sakleysi stúlkunnar, eða skortur á sakleysi, væri svona mikilvægt atriði i þeim lögum, sem dæma átti Mike Mills eftir. En núna fór hann að skilja, hvers vegna saksóknarinn hafði lagt svona mikla áherzlu á það, hann gerði sér nú ljóst, að þetta var ákaflega mikilværgt. Kinne dómari hafði nú loks kveðið upp úrskurð. Verjandinn var ekki skyldur til að leggja játn- inguna fram. Saksóknarinn gat fengið upplýsingar með því að spyrja vitnið. Bernice grét enn og Oscar Springer reyndi að róa hana þegar hann lagði í þetta erfiða verk. „Hvers vegna skrifaðirðu þessa svokölluðu játningu, sem verjand- inn er svona hræddur við að leggja fram, Bernice? Skrifaðirðu hana af frjálsum vilja?“ „Nei,“ sagði telpan milli ekka- soganna. „Systir Eliza lét inig gera það.“ „Einmitt. Hvað er langt síðan að þú gerðir þetta „ljóta“, sem þú talar um i játningunni?“ „Ég man það ekki.“ Stúlkan var um það bil að fá móðursýkiskast. „Eru ekki mörg ár siðan, Bern- ice?“ „Ég held það.“ „Geturðu munað hve mörg ár, Bernice?“ „Nei,“ stundi hún upp. „Þú hlýtur að hafa verið lítil telpa þá. Þú ert varla fullorðin ennþá. Þessir — karlmenn, sem verjandinn var að tala urn — voru það ekki bara smádrengir?" Bernice kinkaði kolli, en kom ekki upp einu orði. Hún var alveg að þrotum komin og grét nú með miklum ekka og skalf öll og titr- aði. „Segðu okkur nú, hvað þú gerð- ir með litlu drengjunum, Bernice?“ Springer reyndi að sýnast rólegur, meðan hann reyndi til hins ýtr- asta að fá Bernice til að svara, meðan hún væri fær um það. „Vertu ekki hrædd. Voru dreng- irnir ekki bara að fikta við þig?“ „Ég vcit það ekki,“ sagði hún með andköfum. „Ég veit ekki hvað þú átt við.“ „Komu . . . komu þeir mjög nærri þér, særðu þeir þig? spurði saksóknarinn i örvæntingu. Hún gat ekkert sagt, hristi liöf- uðið og kinkaði kolli á vixl og titr- aði öll. Það var ekki hægt að halda þessu lengur áfram. „Allt i lagi, Bernice" sagði hann róandi. „Allt í lagi. Þetta er allt búið.“ Hann sneri sér að dómar- anum. „Ég hef ekki fleiri spurning- ar, yðar náð. „Ég held að það sé komið nóg i dag“ sagði dómarinn og svipur hans var vandræðalegur um leið og hann sleit réttinum. Benjamín Franklin Purnell var mjög áhyggjufullur. Það varð ekki annað séð en að ráðagerð hans væri að fara út um þúfur. Ef sönn- unin um sakleysi stúlkunnar væri þetta mikilvæg, og ef Atkinson tækist að læða inn þótt ekki væri nema efa um það, þá væri alveg eins liklegt, að prins Mike gengi sem frjáls maður út úr réttarsaln- um fyrr en varði. Þvi meira sem hann liugsaði um Bernice Bickle og játningu hennar, því vissari varð hann um það, að verjandinn væri að rangfæra hana með ráðnum hug. Hvar skyldi játningin vera niður komin? Skyldi hún vera í vörzlu Atkinson? Að öllum líkindum elcki. Hann mundi ekki hætta á það, að hafa hana undir liöndum, hvorki liér eða á skrifstofu sinni, og geta þannig fengið á sig kæru fyrir að draga mikilvæg sönnunargögn undan. Skyldi prinsinn eða Eliza Court geyma hana? Það var lika óliklegt — það væri of mikil áhætta, ef svo færi að þau týndu henni. Nei, játningin var sjálfsagt falin á ein- hverjum afviknum stað i Guðshús- inu. Ben Purnell hét því, að þótt hann yrði að vaka alla nóttina, skyldi liann ekki liætta fyrr en hann fyndi hana. Framliald í næsta blaði AUGUN. Framhald af bls. 21. lituð, en langmest út við endana, svo að augnhárin sýnist sem lengst. Áhald til þess að bretta upp augn- hárunum fæst í snyrtivöruverzlun- um og ef augun eru litil er sjálf- sagt að gera það. Þá skyggja augn- hárin ekki á augun, en ef ljósið fær að skína óhindrað á augun, sýnast þau stærri og meira glansandi. Augnabrúnirnar mega ekki vera breiðar og áberandi við lítil augu. Plokkið þær ef með þarf, og þó sér- staklega við nefrótina. Færið þær sundur eins og þið sjáið ykkur fært, ekki sízt ef augun liggja nærri hvort öðru. Litið þær annað hvort mjög lítið eða ekkert, en berið vasilin á þær og burstið vel. Ef augun liggja djúpt, á að bera augnháralitinn á augnhárin á sama hátt og við lítil augu. Þá á að nota mjög litinn augnskugga og bera hann alveg yzt og aðeins út fyrir. Sama gildir um augu, sem liggja of þétt saman. Ef augun liggja langt inni í höfðinu, á augnblýanturinn, sem strikin eru gerð með, að vera liós, helzt í svipuðum lit og augn- skugginn. Ef augun eru útstandandi mega augnabrúnirnar vera breiðari og dekkri, til þess að draga athyglina aðeins frá augunum. Augnskugginn á þá helzt að vera dökkgrænn eða hlár og augnháralitinn á að bera á miðju augnháranna og þá á alls ekki að nota áhald til þess að bretta augnhárunum upp. í búðunum fást krem, sem ætluð eru til að örva vöxt augnháranna. Venjulega á að nota þau i hálfan mánuð í einu á hverju kvöldi, en svo ekkert í heilan mánuð og byrja svo aftur næsta hálfan mánuð og svo koll af kolli. Kremið á að bera á með litlum trépinna, sem bómull hefur verið vafið um, og það á að fara alveg upp við rót augnhár- anna. Kremið er nokkuð dýrt, en er mjög drjúgt. Það er nú ekki alveg vist, að það geri nokkurt krafta- verk, en það er vist, að kremið heldur augnhárunum mjúkum og kemur i veg fyrir að þau brotni af og þorni óþægilega af augnhára- litnum. Það er nefnilega mjög al- gengt, að augnhárin nái aldrei sinni eiginlegu lengd, því að áður brotni þau af. * SÍAUKIN SALA SANNAR GÆDIN BRIDGESTONE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.