Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 14
Við ána Jórdan, þar sem sagt er að Kristur hati verið skírður. Ferðafélagarn- ir taka vatn á flöskur úr ánni. í baksýn: Fjalllendi Trans-Jórdaníu. Áin Jórdan er 6—8 metra hreið þarna. I EYÐIMÖRK.... íslandi 1,3 milljonir krona. Hinsvegar byggja synir eyðimerkurinnar ógjarna hús, þeim er lífið í tjöldunum í blóð borið og miklu þekkilegra. Suður á Arabíuskag- anum hafa þeir stserri hjarðir og betri beitilönd. Það eru þeir sem eiga kádiljáka; þessir meðfram veginum, þeir eru útkjálkamenn. Nú verða brekkur og brattar hlíðar; allt í einu snarhallar undan fæti, en fjall lendi er allt í kring og verður berara og harðhnjóskulegra eftir því sem sunnar dregur. Vegurinn liggur niður af fjöllunum eftir djúpri klauf og þar stendur eitt einmana skilti í nekt grjótsins. Sjávarmál stendur á því. Nú er Jordandalurinn framundan, það furðuverk náttúrunnar. Þarna úr hlíðunum blasa Móhabsfjöll við með fjólublárri slikju en einna hæst skagar Nebúfjall eins og minnisvarði um byrjun á mikilli örlagasögu. Það var sem sagt af gnípu þessa fjalls, sem Móses gamli leit fyrirheitna landið og dýrð þess. Þá var hann kominn um langan veg yfir algjöra eyðimörk með sitt fólk, fsraelsmenn. Það er ekki fjarri sanni, að hann hafi'séð allt fyrirheitna landið ofan af Nebúfjalli; að minnsta kosti útlínur þess. Því Palestína er lítið land. Af hæstu fjöllum sést allt norður á Hermon og fram á eyðimörkina, sem afmarkar landið í suðri. Þegar Kristur fór um og kenndi, þá þurfti hann ekki um langan veg að fara. Við höfum ekki sagnir um að hann hafi komizt lengra út á heimsbyggðina í lifanda lífi en norður til Tyros og Sidon. Og þangað eru aðeins liðlega tvö hundruð km frá Jerúsalem. ★ Við erum komin ofan í Jórdandalinn, þann glóðarofn og nú blikar brennandi sólin á slétt- um fleti Dauðahafsins í suðri. Hér er landslag og litir sem eiga varla heima á þessum hnetti, framandi og ef til vill eilítið hrollvekjandi við fyrstu sýn. Saltstorkan mótar yfirbragð lands- ins í botni dalsins en fjöllin á báða vegu eru með fjólublárri brennisteinsslikju og hulin í móðu þegar sunnar dregur með vatninu. Þetta er lægsti staður á yfirborði jarðar, 1300 fet undir sjávarmáli. ★ Við fórum flest í vatnið. Það voru fremur frumstæð búningsherbergi og sturtur niðri við ströndina og hvít salthúð á steinunum við vatns- borðið. Þar var ekki gróður í neinni mynd. Vatnið var dálítið þykkt viðkomu, ekki ósvipað olíu; það varð að gæta þess að fá það ekki á varir eða í augu. En það var engu líkt að leggj- ast niður, þar sem fór að dýpka, og fljóta eins og korkur. Sumir reyndu bringusund, en það gekk ekki; fæturnir flutu alltaf uppúr og gripu í tómt. Og þegar við stóðum upp úr þessu volga, dauða vatni, þá varð hvít selta eftir á hörundinu. Dauðahafið er sumstaðar mjög djúpt. En það er ekki lifandi kvikindi til í því. Né heldur gróður í botninum. Stundum villast fiskar út í vatnið úr ánni Jórdan. Þeir fljóta upp, svo að segja strax, eins og saltstorkið sprek. ★ Úr því kemur suður í Jórdaníu, fara tjöld Bedúinanna að sjást meðfram veginum. Þeir hafa viðdvöi á sama stað, meðan beitilönd endast. Austurlenzkur milljónerl með tvö dýr Ieikföng: Facel Vega sportbíl og evrópíska blondínu. Það er sagt frá þeim í grein- inni. Lídó; lika þessi staður hefur verið nefndur eftir þeirri frægu ítölsku baðströnd. Cafétería, kaldir drykkir, minjagripir. Pálmatré fyrir utan og skrautleg girðing úr smíðajárni. Fyrir framan glampar á vatnið, slétt eins og svell. Því gekk svo vel að gufa upp í bakstri sólarinnar, að fjöllin suður hjá Sódómu og Gómorru, hurfu í ljósan bláma. Þar rigndi eldi og brennisteini yfir spillinguna eins og kunnugt er og nágrenn- ið hefur ekki enn náð sér eftir það. ★ Einn af sonum eyðimerkurinnar bar þarna að rétt í þessu og hafði á sér heldrimannasnið. Ef til vill var hann einn af þessum ríku Bedúínum með stóra hjörð og léleg tjöld; maður milli þrítugs og fertugs, myndarlegur og fráneygur með svart yfirskegg og vestrænan jakka utan yfir hvítri skykkju. Eða þá að hann var einn af þessum rómuðu olíusjeikum austan úr Arabíu eða Kuweit, sem vita ekki aura sinna tal. Alla- vega hafði hann tvö falleg og dýr leikföng meðferðis: Franskan sportbíl, sem skilar manni tvö hundruð km á einni klukkustund og evrópíska blondínu með boglínur á réttum stöðum. Hún hefði þurft að fara að lita á sér 14 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.