Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 19
Hún átti sér enga ósk heit- ari en þá, að hann tæki hana með valdi, neyddi hana og hrifi hana með sér á bál fýsnanna. skalla og hólmgönguör, sló saman hætlunum og bar sig hermannlega. „Nei, er frúin stödd hér í París? Er eiginmaðurinn hér líka . .. ekki það, í Berlín, ó-já, ég veit það. Okk- ar ferðalagi er líka í þann veginn að ljúka — hinum dýrlegu dögum í Aranjuez, eins og skáldið komst að orði. Við höfum verið í Alzír; konan mín er orðin hálfgerð Araba- kona að sjá ...“ Og þannig hélt hann áfram, ó- stöðvandi og óumflýjanlegur eins og örlögin. „Dr. Eckhardt — má ég kynna yður herra Davis,“ hvíslaði Evelyn náköldum vörum. Frank kinkaði kolli alltillega á bandaríska vísu, dr. Eckhardt hneygði sig lítið eitt að liðsforingjahætti, og það leit út fyrir að hann vænti sér einhverrar skýringar. Evelyn þvingaði sig til að skrökva, þótt hún þættist vita að hann tryði sér ekki. „Við skruppum hingað til Parísar, vinkona mín og ég. Maríanna — þér munið eftir henni?“ mælti hún lágt og biðjandi. En dr. Eckhardt átti erfitt með að stöðva sig, þegar hann var einu sinni kominn af stað. „Nei, það var skemmtileg hend- ing,“ rausaði hann. „Þér eruð fyrsta manneskjan af þeim, sem við þekkj- um, sem við hittum hérna í París; sem við höfum hitt síðastliðnar þrjár vikur. Ég sat þarna og sagði við konu mína: Er þetta ekki frú Droste landsyfirréttardómara? sagði ég. Og hve lengi hefur frúin hugsað sér að dveljast hérna? Einungis tvo daga ... dásamleg borg, París ... þá sjáumst við aftur í Berlín. Það var skemmtilegt að hitta yður hérna. Skemmtileg hending ...“ Kona doktorsins, sem verið hafði inni í snyrtiherberginu kom þaðan aftur í þessum svifum, og dr. Eckhardt kynnti þær af mikilli mælsku, og loks drógu þau sig svo inn í hornið aftur; hælaskellir, handtak, hneyging — sjáumst aftur í Berlín. „Þá það,“ mælti Evelyn lágt, þeg- ar þau hjón voru loks farin. Þá var Framhald á bls. 50. VXKAN 11. tbl. - -JC)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.