Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 49
SE HREINSUNIN ERFIÐ, PÁ VANTAR VMM X-V 547/IC-644J-50 var Hazel Ruth Wade. Hún var skil- in við eiginmann sinn úr söfnuðin- um, en var nú gift aftur og var hamingjusöm í hjónabandinu. Samt vildi hún vinna það til, að fórna mannorði sínu og vekja athygli á sér, fyrir að geta vitnað gegn mann- inum, sem eyðilagt hafði beztu ár ævi hennar. Gömlu safnaðarmeðlimirnir, sem höfðu haft mikið dálæti á Salvation Nell meðan hún starfaði við trú- boðið, sáu nú gjörbreytta mann- eskju taka sæti í vitnastúkunni. Langir, brúnir slöngulokkarnir, sem höfðu gert hana líkasta brúðu á prédikunardögum hennar, voru nú horfnir. Hún var stuttklippt, en rödd hennar var enn hlýleg og svolítið hás og eins og sorgmædd. Hún var enn mjög falleg kona. Frásögn Esther Johnson hafði verið hvöss og bitur, en rödd Hazel Ruth var mild og bar ekki vott um neina geðshræringu, og hafði það ekki síður áhrif á dómarann. Sak- sóknarinn tók eins sjaldan fram í fyrir henni og hann gat, en lét hana sjálfa segja hina sorglegu sögu sína. Söguna um öll árin, sem hún dvaldi í Húsi Davíðs — hvernig fjölskyldu hennar var sundrað, hvernig hún var beitt valdi til þess að gerast meðlimur Innsta Hringsins, hvernig hún var til skiptis trúboði og starf- andi kvennabúrsstúlka. Hún sagði frá dauða móður sinnar og því, hvernig hún hafði verið neydd til að giftast Irving Smith, hvernig Ben hafði útskúfað henni vegna þess, að hún hafði kysst löglegan eiginmann sinn á vangann og frá því, þegar hún hafði farið að sjá allt í réttu ljósi eftir að hafa dvalið meðal annars fólks og fór og sótti systur sína, og loks frá árangurs- lausri för sinni til Washington á fund Wilsons forseta. Þó að það tæki hana heilan dag að segja þessa sögu, var dauðaþögn í salnum allan tímann. Enginn ef- aðist um að hvert orð væri satt. Þetta hlaut að vera satt, því að ekk- ert mannlegt ímyndunarafl nægði til þess að búa til slíka sögu. Það tók verjandann einnig heilan dag að spyrja hana, og þó að hún virtist feimin og hlédræg, gat hann með engu móti flækt hana eða feng- ið hana til að breyta framburði sínum. „Munið þér eftir manni að nafni Marston?“ spurði William Barnard. „Þér sneruð honum til ísraelstrúar og ókuð með hann í lokaða vagnin- um yðar til Húss Davíðs.“ Hazel Ruth hristi höfuðið. „Ég sneri mörgum í trúnni.“ „Hverju munduð þér svara, ef ég segði yður, að ég hef í fórum mín- um skjal undirskrifað af Marston sjálfum, þar sem hann sver það, að hafa haft holdleg mök við yður á þessari ferð?“ „Ég mundi segja, að það væri líkt aðferð Bens konungs við að verja sig. Þetta er nákvæmlega það sama og hann notaði við að sverta Fortney stúlkurnar árið nítján hundruð og fjórtán. Flestar okkar stúlknanna bárum ljúgvitni fyrir hann öðru hverju. Okkur var sagt, að það væri Guðs vilji, að við gerðum það.“ „Þér haldið því fram, að Hús Davíðs sé ósiðsamlegur staður og viljið láta leggja það niður. En ef við sleppum því að tala um Benja- mín í bili, langar mig til þess að spyrja yður, hvort þér hafið séð nokkurn annan þar haga sér ósæmi- lega?“ „Já,“ svaraði hún. „Þau Mary Purnell og Francis Thorpe.“ „Ætlizt þér til að við trúum því?“ „Coru Mooney líka, sem barði Elizu litlu Murphy með ól, þar til hún var nær dauða en lífi — og það fyrir að segja móður sinni, hvernig Benjamín hefði komið fram við hana! Eliza var gerð útlæg til Higheyju skömmu seinna og þar framdi hún sjálfsmorð með því að drekka eitur. Önnur stúlka á eyj- unni reyndi það líka, en hún drakk ekki nóg. Hún var lengi veik á eft- ir, en lifði.“ Þó að þessi saga væri sögð af stillingu, gat enginn efazt um sann- leiksgildi hennar. Bill Barnard reyndi að koma henni í vandræði með því að sýna henni innanhúss- teikningar af Shiloh og' láta hana segja til um, hvar kvennabúrið hefði verið. Svo hrópaði hann hástöfum, að það væri útilokað, að svo margar stúlkur hefðu komizt fyrir þar. Hún lýsti fyrir honum rúmunum hverju upp af öðru, og hann gafst upp. Hazel Ruth gekk út úr vitnastúk- unni og hratt út úr salnum -— til eiginmanns síns og hins nýja lífs, sem þau áttu saman. Dagblöðin birtu framburð hennar stórum stöfum daginn eftir, eins og þau höfðu gert árið nítján hundruð tuttugu og þrjú. En það var líka í síðasta sinn, því að þeirri atburðarás, sem byrjað hafði þegar móðir hennar dvaldi of lengi á heimssýningunni í St. Louis, var nú loks lokið. Framliald i næsta blaði. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. samara að vera með margar gerðir en fáar. Og það er einnig rétt að líta á það, hvaða tegundir aðrar bílaútgerðir hafa keypt til þess að endurnýja gömlu Fordana sína og Reoana. Ekki eru allir tengdir og vandabundnir Geir Hallgrímssyni og Gunnari Ásgeirssyni. En hvað kemur í ljós? Flestir sérleyfishafa hafa endurnýjað með þessum sömu gerðum, Volvo og Mercedes Benz. Meira að segja Norðurleið, sem átt hefur þá bíla, sem eru einna dýr- VIKAN 11. tbl. — 4Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.