Vikan


Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 14.03.1963, Blaðsíða 34
félaga. Til foringja yfir öðrum helm- ingi liðsins hafði Gibson valið Henry Maudslay. Hann var snjall íþrótta- maður, háttvís og gagnmenntaður. Ungur og ljóshærður risi, með rauð- ar barnskinnar og blá augu, bar þar höfuð og herðar yfir alla aðra. Hann hét Joe McCarthy og var frá Brook- lyn. Hafði hann áður verið sund- kennari og björgunarmaður á Coney Island, en gengið í brezka flugher- inn áður en Bandaríkin fóru í stríðið. Þegar viðstaddir höfðu spjallað saman svolitla stund, voru þeir all- ir orðnir sannfærðir um, að eitthvað sérstætt væri í undirbúningi. Loks- ins spurði einn þeirra Gibson, hvort þeir gætu ekki fengið að vita, hvað stæði eiginlega til. „Á morgun skal ég segja ykkur svo mikið sem ég annars veit,“ svar- aði hann. Morguninn eftir kallaði Gibson áhafnirnar allar saman I upplýs- ingasalnum. „Þið eruð fluttir hingað í þeim tilgangi að mynda úrvalssveit og leysa af hendi sérstakt verkefni, sem að því er mér skilst mun stytta styrjöldina," mælti hann. „Ég get ekki látið neitt uppskátt um árásar- staðinn. Ég get aðeins tilkynnt ykk- ur, að þið verðið að þrautæfa lág- Hvar er örkin hans Nóa? llngíru Yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: BJÖRN JÓHANNSSON, Herjólfsgötu 28, Hafnarfirði. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími - VIKAN 11. tbl. flug daginn út og daginn inn, þang- að til þið getið flogið skammt yfir jörð með lokuð augu, ef á þarf að halda.“ Einhver sagði hátt og skýrt: það er „Tirpitz!“ „Dragið nú ekki of fljótfærnis- legar áætlanir," mælti Gibson. „Það getur verið Tirpitz, en það er ekki víst. Þið verðið að vera reiðubúnir að ganga til atlögu við hvað sem er. Ef ég skipa ykkur að fljúga að ein- hverju ákveðnu tré eða öðrum viss- um stað á Englandi, eigið þið að vera færir um að gera það. Ef ég segi ykkur að fljúga gegnum flug- skýli sem þó er mjórra en væng- hafið á vélum ykkar, eigið þið að minnsta kosti að reyna það. Þið eigið að vera tilbúnir að gera hvað sem þið fáið fyrirmæli um, án þess að bera fram spurningar.“ Gibson hélt áfram: „Við verðum að halda uppi ströngum aga. Ekki eitt orð um það sem hér fer fram. Kviksögur munu komast á loft. Fólk er þegar farið að stinga sam- an nefjum. En“ — og hér lyfti hann hnýttum hnefa til að gefa orðum sínum áherzlu. — „Þið verðið að læra að steinþegja. Ef við getum komið að þeim óvörum, mun allt ganga vel. En ef þeir fengju minnsta grun ...“ Honum var nóg að líta á andlitin sem störðu á hann í ofvæni, til að sannfærast um, að hann þurfti ekki að ljúka setningunni. Framhald í næsta blaði. Þegar ástin grípur ... Framhald af bls. 20. ekki við að hafa Dani í konungs- höllinni. Það hefur meira að segja þótt gefast vel, og Frederika Grikkjadrottning hefur lengi vonazt til þess, að koma einhverju barna sinna í hjónaband með norrænu kóngafólki. Lengi stóðu vonir til þess, að ástir gætu tekizt með Har- aldi krónprinsi í Noregi og Soffíu Grikkj aprinsessu, eða allt þar til hún opinberaði trúlofun sína og hins ríkislausa spánska krónprins. Enn er Frederika þó ekki vonlaus um að næla í Harald sér fyrir tengda- son, því ekki er talið aldeilis úti- lokað, að hann beini nú ástartöfr- um sínum að yngri systur Soffíu, Irene. Um bernsku Önnu Maríu er ekki mikið að segja, og um æskuna er varla hægt að tala enn. En hún hef- ur verið alin upp eins og tíðkast um kóngabörn, þó kannski heldur frjálslegar en áður fyrr tíðkaðist. Hins vegar er margt frásagnarvert í sambandi við hinn hamingjusama unnusta hennar, Konstantín. Hann er fæddur 2. júní 1940, með- an ógnir síðari heimsstyrjaldarinn- ar geysuðu. Fyrstu ár ævi hans var landið, sem hann á síðar að verða konungur yfir, hersetið af Þjóðverj- um og ítölum, og síðar af Rússum. Að heimsstyr j öldinni lokinni tók við blóðug borgarastyrjöld í Grikk- landi, þegar kommúnistar reyndu með aðstoð Rússa að ná völdum í landinu, en urðu frá að hverfa. En þá stóð varla steinn yfir steini í Grikklandi og það var snautt að fjármunum. Þá kom sér vel, að drottningin var þýzk að uppruna. Hún gekkst fyrir því, að endurreisn- in yrði skipulögð með þýzkri ná- kvæmni og framkvæmd á sama hátt, og gekk sjálf hart fram í þeirri vinnu. Við þetta allt komst hún í náin kynni við alþýðu landsins og fór að þykja vænt um hana. Það varð til þess, að hún ákvað að börn henn- ar skyldu einnig kynnast henni og deila kjörum hennar, í stað þess að vera soðin niður í konunglegu bílífi. Fyrst ætlaði hún að látá barn sitt — Konstantín — í venjulegan barnaskóla fyrir alþýðufólk í Aþenu, en hvarf frá því ráði, þar sem svo stutt var liðið frá borgarastyrjöld- inni, að það gat haft hættu í för með sér. f staðinn létu þau konungs- hjónin stofna nýjan skóla í Physc- hico, lítinn skóla, með aðeins 30 nemendur í þremur bekkjardeild- um. Bekkjarfélagar Kostja litla voru börn matreiðslukvenna, pró- fessors, múrara og rafvirkja. Honum gekk vel að læra og meðan hann gegndi herskyldu var ekki tekið mildari höndum á honum en hverj- um öðrum almúgamanni. Hann tók einnig að stunda íþrótt- ir. Hann var all vel liðtækur hand- og fótboltamaður, örugg skytta og léttur til hlaups, en þó var hann hvergi betri en á hestsbaki. Siglingar eru meira einkahobby og konungleg lúxusíþrótt hjá hon- um, en hann keppti í siglingum fyr- ir Grikkland á Olympíuleikunum í Róm og fékk gullverðlaun fyrir. Vitaskuld hefur Konstantín líka áhuga fyrir tónlist, kvikmyndum og leiklist. Hið síðast nefnda dró dilk á eftir sér. Leikkonur eru oft fagr- ar, og það verður ekki betur séð, en leikhúsáhugi prinsins unga hafi að einhverju leyti stafað af fegurð leikkvennanna. Uppáhald hans var Elizabeth Taylor. Hann veitti henni mikla athygli, þegar hún var í Grikklandi síðast, og var herra hennar við nokkur opinber tækifæri. Þetta var náttúrlega mjög hættulaust og sak- laust. Það var verra með áhuga hans fyrir grísku leikkonunni og kvik- myndadísinni Aliki Vouyouklaki. Það var ekki annað að sjá, en hún hefði að fullu og öllu unnið hjarta hans. Fyrst eftir að þau kynntust, beið hann eftir henni kvöld eftir kvöld við leiksviðsdyrn- ar. Svo borðuðu þau á Braxus, dýr- asta veitingahúsi Aþenu, og oft sá- ust þau á einhverjum næturklúbbn- um. Það var ekkert platonskt við samband þeirra, eftir því sem bezt varð séð. Fyrst í stað var Frederika drottn- ing róleg, þrátt fyrir fréttirnar. — Fyrst ég hef kennt honum að lifa eins og annað fólk, get ég ekki skip- að honum að hætta því nú, sagði hún. Fyrir Aliki var þetta mjög heppilegt. Þar til Kostja fékk áhuga á henni, var hún óþekkt í leik- listarheiminum, en með kynnum sínum af Kostja fékk hún það vöru- merki sem með þurfti, og hafði nú skjóta för upp á skærasta stjörnu- himininn. Þetta endaði með því, að Frederika drottning sneri sér beint að þessari „Bardot Grikk- lands“ og bað hana að hætta að vera með Konstantín, ef elska hennar til hans væri ekki svo sterk, að hún vildi leggja allt í sölurnar fyrir hann. Aliki lofaði að hitta Konstantín aldrei framar, enda var húún þá farin að vera með hinum auðuga blaðamanni og blaðaútgef- anda Kristoforos Botis. Eftir að Konstantín hafði setið nokkra mánuði í ástarsorg, fór hann í heimsókn til frændfólks síns í Kaupmannahöfn. Eftir stuttan tíma þar, tóku menn eftir því, að á- hugi hans beindist mjög að frænk- unni Önnu Maríu, og í október síð- astliðnum, þegar hún endurgalt heimsókn hans, gelck varla hnífur- inn á milli þeirra. f heila viku dvaldi hún í Aþenu. Konstantín tók á móti frænku sinni og kunnkonu með konunglegum kossi á aðra kinnina, og síðan reikuðu þau um hallar- garðinn, fóru í búðir, í bíó, hlust- uðu á Yehudi Menuhin spila á fiðlu, og þegar krónprinsinn vann í kapp- reiðum klappaði danska prensessan og hrópaði af fögnuði, og þegar hann vann kappsiglingu nokkrum dögum síðar, var Anna María far- þegi í bátnum hans. Og þegar hún fór, kvaddi Kostja hana með kossi á hina kinnina, og segja margir, að sá koss hafi ekki verið eins konung- lega tilgerðarlegur — og reyndar ekki eins utarlega á kinnina og hinn. Og nú eru þau trúlofuð. Hann hefur gleymt Aliku, og hún hefur engu að gleyma, svo vitað sé. Á samband þeirra hefur lítið reynt ennþá, og það er vitað mál, að það á eftir að kastast eitthvað í kekki. Ef það veldur slitum samvista, verður það talið hneyksli, þar s6m kóngafólk á í hlut. En takizt Önnu Maríu — hennar hlutur verður þyngri — að halda í horfinu þrátt fyrir æsku sína, þarf Grikkland engu að kvíða. -Ar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.