Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 15
GÁFNALJÓSIÐ UPPGÖTVAÐ. Hinn 8. marz 1961 var laglegur, dökkhærður, franskur bónda- drengur að nafni Jean Fréne meðal 90 annarra ungra manna, sem var skipað að fara til her- þjónustu í Lyon. Borgarastyrj- öldin í Alsír stóð sem hæst og andrúmsloftið meðal drengjanna var ekkert sérlega fullt af ákafa, jafnvel þótt þeir væru fúsir til að gera skyldu sína. Að venju var lagt fyrir þá fjögurra tíma próf, sem átti að sýna gáfur þeirra og hæfileika. Jean var þá 20 ára. Hann fór úr skóla, þegar hann var 14 ára og byrjaði strax að vinna allan daginn á hinum litla bóndabæ fjölskyldunnar, sem er í grennd við Longes þorpið. Hann plægði, mjólkaði kýr, setti niður og tók upp kartöflur, jafnframt því sem hann gætti vínþrúgnanna. Faðir hans, sem var fjórði ætt- liðurinn af bóndaætt, sem þarna hafði búið, gat ekki brauðfætt fjölskylduna með vinnunni á bóndabænum einni sainan. Börn- in voru ellefu. Þess vegna varð hann með þungum hug að fá sér vinnu við málmsteypu í grennd- inni. „Ég hafði áhyggjur út af, hvernig fjölskyldan myndi kom- ast af án mín,“ sagði Jean seinna. „Þegar prófin voru lögð fyrir okkur hjá hernum greip ég blý- antinn og ákvað að gera mitt allra bezta, þannig að ég gæti náð hárri einkunn og fengið bet- ur borgað.“ Rafmagnsvélar tóku til við að vinna úr úrlausnunum og þrem dögum síðar lágu hin útgötuðu vélarkort á borði ofurstans frá Rivére, sem var yfir sálfræði- legu deildinni í Lyon. Ofurstinn tók upp eina úr- lausnina og kastaði augunum fljótlega yfir blaðið. Yfir sig hissa sat hann og starði. Eitt blaðanna sýndi tölu, sem ofurstinn hafði aldrei séð áður! Hún þýddi gáfnavísitölu sem raunverulega fór yfir hið yfirvitsmunalega. Þegar hann hafði náð sér eftir undrunina gaf hann skjóta fyrir- skipan. Einn af sálfræðingunum flýtti sér af stað og náði í úrlausn Jean Frénes og athugaði hana. Yfir sig undrandi sagði hann, að hann vissi einungis um einn svip- aðan árangur og honum hafði verið náð af frægum prófessor, doktor í heimspeki. Ofurstinn lét sækja úrlausnir Jeans og athugaði þær. „Strákurinn hefur bara farið á barnaskólann!" hrópaði hann. „Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa, eða þá að honum hefur tekizt að svindla." Sálfræðingurinn var neyddur til að vera sammála. Hann sagði, að Longes-héraðið væri fátækt og afskekkt, án nokkurra menn- ingarlegra eða háskólalegra sam- banda. Jean fékk skipun um að mæta til nýs prófs. Félagar hans úr hópnum gerðu grín að honum: „Þú hefur lík- legast fengið svo lága stigatölu, að þú hafir eyðilagt rafmagns- vélina þeirra!“ Jean settist ótruflaður niður við prófið aftur og plægði í gegnum það. Útkoman varð alveg framúr- skarandi alveg eins og í fyrra skiptið. Næsta dag fór Jean í próf, sem venjulega var lagt fyrir frönsk herforingjaefni. Það var með tuttugu tilvitnunum frá frægum vísindamönnum og heimspeking- um og var gert til að mæla hæfi- leikann til að skilja og túlka orð; til að nota málið og binda saman skyldar hugsanir. Þetta var ekkert stórkostlegt próf, það tók bara 20 mínútur. Meðalútkoma Jean Frénes var 20 stig. Venjulegur herforingi náði ekki nema 11—12 stigum. HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA VIÐ HANN? Fréne var prófaður nákvæm- lega. — Við skildum, að þetta var mjög sjaldgæft fyrirbrigði, sagði ofurstinn frá Riviére. — Ég fann að það var skylda mín, að drengurinn léti verða sem mest úr þessum hæfileikum sín- um í þjónustu föðurlandsins. En hvernig? Maður tekur ekki til- vonandi Einstein og setur hann í fótgönguliðið! Ofurstinn sendi skýrslu til varnarmálaráðuneytisins. Síðan var hópur af læknum, sálfræðing- um og háskólaprófessorum spurð- ir ráða. Þeir ráðlögðu einum rómi að það yrði að taka Jean Fréne úr hernum; losa hann við herþjónustuna, og ætti að senda hann í skóla á kostnað stjórnar- innar. „Ég var alveg til í það að fara á skóla,“ segir Jean. „En ég hafði enga hugmynd um, hvers menn væntu af mér. Átti ég að verða hernaðarlegur stjórnandi? Ein- hvers konar forráðamaður eða vísindamaður? Þegar allt kom til alls var ég bara fátækur bónda- drengur ...“ Jean fékk tilkynningu um að innrita sig í háskólann í Lyon, mjög góðan skóla ekki langt frá heimabyggðum hans. Þar settist hann á bekk með 33 öðrum stúd- entum, sem allir höfðu margra ára nám í háskóla að baki sér. En virðing Jeans sem akadem- ísk borgara var stutt. Nokkrum vikum síðar breiddist út orð- rómurinn, að franskur bóndason- ur hefði verið losaður við her- þjónustu, af því að hann væri „of gáfaður til að vera hermað- ur“, og þessu var slegið upp með stóru letri í erlendum blöðum. Jean varð fyrir miklum árásum af æsifréttaskrifurum frá öllum heimshornum. Fréttamennirnir voru um allt á bóndabænum, svo að það end- aði með að faðir Jeans hótaði þeim að reka þá burtu með hey- gafflinum. Og sjónvarpsvélar og blaðaljósmyndarar höfðu brátt kynnt hvern einasta meðlim Fréne-fjölskyldunnar fyrir um- heiminum. Hinn ruglaði og hlé- drægni Jean fékk hundruð af að- dáunarbréfum og þó nokkur hj ónabandstilboð. En þrátt fyrir öll blaðaskrifin og lætin hafði enginn það af að finna lausn á hinum undrunar- verða árangri Jean Frénes á próf- inu. Þessi gáfnavísitala, sem er fundin upp í Frakklandi, er byggð á sambandi á prófi af árangri margra manna á sama aldri. Það hefur sýnt sig, að óhætt er að styðja sig við það. Meðaleinkunn 100 manns sýnir hið hlutfallslega meðal allra íbúanna. HVAÐ VERÐUR ÚR JEAN FRÉNE? Sem stendur er Jean Fréne áhyggjufullur, ungur maður. Hann er fyrst og fremst hissa yfir uppfinningu þessara miklu gáfna sinna. Það er sjálfsagt vegna þess, að líf hans hefur ver- ið svo snautt af andlegum iðk- unum, að honum hefur verið svo gersamlega ókunnugt um hæfi- leika sína. „Ég held, að ég hafi ekki skor- ið mig úr meðal fólksins heima,“ segir Jean. „Ég var fullkomlega ánægður þar sem ég var. Þegar ég væri búinn með herþjónust- una ætlaði ég að fara á náms- skeið sem myndi hafa sérhæft mig í vélfræði. Nú verð ég e. t. v. eðlisfræðingur ...“ Jean hefur nú lokið við náms- tímabil í háskólanum, sem tekur venjulega duglegan stúdent fjög- ur til fimm ár að ljúka við. „Þeir báðu mig að fara í þetta og ég lauk við það,“ sagði hann einfaldlega. Einkunnir hans í öllum fögum, að meðtalinni eðlisfræði, voru frá „Mjög gott“ til „Sérstaklega gott“. í viðbót við hina venjulegu fyrirlestra, sem áttu að færa hon- um akademíska gráðu stúderaði hann sex tíma á dag með fimm prófessorum frá Lyon-umhverf- inu og kynnti sér kjarneðlis- fræðilega rannsókn. Einn af þeim sagði: — „Jean hefur svo framúrskarandi skiln- ing á öllum hlutum, að ég hefi aldrei komizt í kynni við annað eins. Hugsun hans hleypur frá einum fjallatindinum yfir á ann- an, meðan við hinir hugsum okk- ur lafmóða neðst í fjallbrekk- unni, yfir dalina og gilin og upp skriðurnar aftur hinum megin til að komast að hinni endanlegu niðurstöðu. Þegar við að lokum náum þangað, komumst við að raun um að Jean hefur beðið þar góða stund eftir okkur.“ Jean segir sjálfur: — „Alveg síðan útkomurnar úr prófunum mínum voru gerðar heyrum kunnugar, hefur fólk tekið það svo sárt, að ég skuli ekki vera fæddur í bæ, þar sem ég hefði strax getað umgengizt mennta- fólk og vanizt á hugsunarhátt gáfumannsins. En ég er þeim ekki sammála. Það er betra að alast upp úti í sveit. Nútíma stórborg, með öllu sínu masi og þrasi og hinni eilífu samkeppni getur jafnvel tekið vitsmunina úr englum. Úti í sveit leiðist manni e. t. v. og menntunin getur farið svona og svona, en maður hefur tækifæri til að þroska sálu sína ...“ AÐ GETA MUNAÐ ER EKKI GÁFUR. Sem strákur var Jean vinsæll í skólanum og var til skiptis dekrað við hann og honum strítt af systrum hans og bræðrum. „Lífið hefur ekkert gildi fyrir mann, ef maður á ekki fjöl- skyldu", segir hann. „Mamma hefur unnið eins og þræll allt Framhald á bls. 35. VIKAN 26. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.