Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 29
stóð eins og negldur við vegginn — ágætt skotmark í þessari skellibirtu. „Komi'ð' þér hingað, Korff — meS uppréttar hendur!“ Hann rak upp óp, hrökklaðist inn í húsið og lokaði. Svo heyrð- ist skothvellur, en hann vissi, að honum var óhætt, unz Hurlbut og menn hans brytu upp hurðina. Það var ekki fyrr en hann rakst á fyrsta gerjunarkerið, og hafði næstum misst fiöskuna, sem hann hélt enn á í fanginu, að hann jafnaði sig svo, að hann gat farið að hugsa. Hann var einmitt að segja við sjálfan sig, að fyrst yrði hann að losa sig við bannsettann blýsívalninginn, -þegar hann heyrði að barið var ákaft á dyrn- ar. Ný væluhljóð tilkynntu, að þriðju lögreglubifreiðinni hefði verið ekið að byggingunni. Hann varð að losa sig við vít- isvélina — tafarlaust. í nokkur andartök hafði hann ekki hugboð um, hvað hann ætti að gera við blýflöskuna, en svo heyrði hann allt í einu lágt gerj- unarhljóðið frá kerjunum. Hann seildist upp að brúninni á kerinu, sem næst var, til að ganga úr skugga um, hvort lok væri ekki á því. Þarna var fylgsni, sem hann taldi gott að nota. Hann beitti öllu afli til að lyfta flösk- unni upp að brúninni, yfir hana og svo heyrðist dálítið skvamp, þegar hún lenti í innihaldi kers- ins. Tony hafði jafnskjótt tekið til fótanna, en hann var ekki kom- inn langt þegar mikil sprenging kvað við og felldi hann um koll. Hann hafði verið kominn í skjól við næsta ker, og það bjargaði lífi hans, en ofsalegur eldur hafði kviknað við sprenginguna. Þegar blýflaskan hafði skollið á botni kersins, hafði innsiglið brotnað af henni og sprengingin sundrað vegg kersins, þótt úr kopar væri. Um leið og Tony brölti á fæt- ur, heyrði hann hróp mikil utan dyra, en rétt á eftir kvað við önn- ur. sprenging. Á því andartaki fann hann fyrir tilfinningu, sem líktist iðrun, en jafnframt var hann gripinn svo óskaplegri bræði, að hann gleymdi skelf- ingu sinni. f örvæntingu sinni lagði hann handleggina að veggj- um næsta kers, eins og hann gæti með því móti komið í veg fyrir, að sprenging yrði líka í því, en svo náðu lögarnif til hans og gleyptu hann ... Andy var niðursokkinn í að- gerðina, þegar rúðurnar í skurð- stofunni nötruðu af völdum fyrstu sprengingarinnar. Hann var svo niðursokkinn í vinnu sína, að hann leit ekki einu sinni upp, en hann fann, að byggingin nötraði, og að aðstoðarmenn hans urðu hræddir. „Róleg, öll!“ sagði hann. „Klemmu, ungfrú Talbot." Hún hafði þegar fengið honum klemmuna — og hann hélt áfram starfinu, eins og ekkert hefði í skorizt. Allt hafði gengið samkvæmt áætlun fram að þessu, og engin hætta virtist á, að um neina sérstaka örðugleika mundi verða að ræða. Komið var að mikilvægasta þætti aðgerðarinn- ar, þegar tengja átti æðar til að skapa betra samband milli lungna og hjarta, og er sá þrösk- uldur yrði að baki mundi í raun- inni öllu lokið. Andy talaði í hljóðnemann og skýrði frá því, sem hann mundi nú taka sér fyrir hendur, en ekki þorði hann að líta upp. Nú skipti engu máli lengur, hvort áhorf- endur væru enn á sínum stað eða allir horfnir til starfa sinna á ýmsum stöðum í sjúkrahúsinu, því að hið eina, sem einhvers var virði, var líf Jackies litla — og möguleikar hans á að ná heilsu fóru vaxandi með hverri sekúndu. Andy tók að sauma saman tvær æðar, sem áttu í sameiningu að tryggja meira blóðrennsli til lungnanna, en því mundi aftur fylgja, að meira súr- efni bærist frá lungunum út um líkamann. Þriðja sprengingin orsakaði, að flöskur tóku að dansa á hillum í lyf jaskápum, og jafnframt varp- aði hún skærgulum bjarma inn um stóra gluggana. Andy heyrði gler brotna á hæðinni fyrir neð- an, og síðan heyrðust hávær skip- unarhróp. Hann vék aðeins frá skurðborðinu, leit rólega og sef- andi á aðstoðarmenn sína og sneri sér að ungfrú Ryan: „Vilj- ið þér gjöra svo vel og athuga, hvað að er, ungfrú Ryan.“ Enginn bærði á sér, meðan Vicki gekk í skyndi fram að glugganum. Andy leit þá á Júlíu, en á henni sáust engin óttamerki. Eins og alltaf stóð hún róleg og beið eftir fyrirmælum, þótt hann væri viss um, að hún væri — eins og allir aðrir — dálítið skelkuð, þótt ekki léti hún á því bera. Vicki gekk aftur til hans og óttinn skein út augum hennar. „Ölgerðin brennur," sagði hún. „Lögregla og slökkvilið eru í sundinu hér fyrir neðan — og vafni er dælt á veggi sjúkrahúss- ins .. Dale Easton bærði ekki á sér, en rödd hans bar vott um tauga- óstyrk. „Þá er ekki að furða, þótt allt hafi leikið á reiðiskjálfi. Það er ekki svo langt yfir götuna!“ „Kallarðu þetta götu!“ sagði Andy gremjulega. „Hún er varla svo breið, að bifreið komist um hana.“ Aftur tókst honum að sefa viðstadda með ákveðnu augna- ráði sínu. „En gleymið ekki leigukumbaldanum, sem er enn nær ölgerðinni. Guð varðveiti vesalingana þar, ef þeir verða ekki aðvaraðir í tæka tíð ...“ „Flestar byggingar sjúkra- hússins eru í eins mikilli hættu — líka þessi ...“ „Það er alveg rétt, en við getum ekki hætt við aðgerðina núna — við skulum halda áfram, í stað þess að standa hér og masa. Nú er hver mínúta dýrmæt.“ Dale Easton kinkaði kolli og beit á jaxlinn. „Þakka þér fyrir að taka svona á þessu, Andy.“ „Tilbúinn, Evans?“ „Meira en nokkru sinni,“ svar- aði svæfingarlæknirinn. „Klemmu, ungfrú Talbot." Andy laut aftur yfir skurðar- borðið og hélt áfram verkinu, sem hann hafði hafið skömmu áður, að mynda tengilið milli lungna og viðbeinsslagæðar — og hann vonaði aðeins, að hann fengi tóm til að ljúka þessu. Júlía stóð þeg- ar tilbúin með næsta verkfæri. Brjóst hans svall af gleði og stolti, þegar allir aðrir sam- starfsmenn hans tóku til við störf sín án nokkurs hiks. Þau vissu öll, að ljúka varð við hin mikilvægu æðatengsl og loka brjóstkassa Jackies litla, áður en menn gátu hugsað um að flytja hann af skurðborðinu. Og þau vissu öll, að þau mundu verða að hætta lífi sínu við þetta verk- efni — en enginn hikaði eða hugs- aði sig um andartak. Martin Ash hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt gæti hann ekki gert neitt meira í sjúkrahúsinu þetta kvöld — og að Catherine hlyti að þarfn- ast hans miklu frekar. Þótt eitt- hvað kæmi fyrir. sem ólíklegt var, mundi starfsomi sjúkrahúss- ins haldið áfra.n með venjuleg- um hætti undir röggsamlegri stjórn Andys Grays. Martin var á leið til bifreiðar sinnar, þegar fyrsta ógurlega sprengingin varð. Loftþrýstingurinn var svo mikill, að hann missti næstum jafnvæg- ið — hann varð að grípa um götuljósker til að detta ekki. Þeg- ar sprengkigin hafði hljóðnað, heyrði hann snark frá eldi og hann sá, að eldur var kominn upp við enda öngstrætisins. Þeirri hugsun laust niður í huga hans, að eldur væri kominn upp í leigukumbaldanum, þar sem foreldrar hans bjuggu, svo að hann varð skelfingu lostinn og tók á rás eftir þröngri götunni í átt til eldsins, — unz tveir lög- regluþjónar gengu í veg fyrir hann. „Það er víst bezt, að þér farið ekki lengra, Ash læknir. Það er ölgerðarhúsið, sem kviknað hef- ur í.“ „Hvernig vildi það til?“ „Okkur skilst að sprenging hafi orðið í einhverju gerjunar- kerinu. En Hurlbut er bak við lökreglubílinn þarna — hann get- ur gefið yður betri skýringu á því, sem fyrir hefur komið.“ Ash hnipraði sig saman og hljóp til bifreiðarinnar, sem bar eins og svarta þúst við gulan bjarmann frá brennandi bygging- unni. Hurlbut stóð í skjóli við bifreiðina ásamt hjálmi búnum slökkviliðsforingja. Um leið og hann veifaði til Ash, varð ný sprenging í ölgerðarhúsinu — og hún var svo mikil, að jörðin nötraði undir fótum þeirra. „Allir púlcar vítis virðast leika lausum hala í grennd við sjúkra húsið yðar í kvöld, Ash læknir. Mér þykir fyrir því, að við gát- um ekki stöðvað hann í tæka tíð . ..“ Rödd lögregluforingjans var róleg. Hann kippti Ash snögg- lega í skjól við hliðina á sér, þegar brennandi brandur flaug yfir höfuð þeirra. „En við höfð- um ekki annað á að treysta en furðulegar hugmyndir blaða- mannsins, vinar okkar. Þess vegna vorum við neyddir til að bíða, unz dóninn sýndi lit.“ „Hver er þetta?“ „Einn af læknunum yðar. Hann heitir Korff og hefur bersýnilega verið flæktur í smyglið á efninu, sem við höfum verið að leita að. Ég vænti frekari upplýsinga utan af ánni...“ Hurlbut þagnaði í miðri setningu, eins og hann hefði talað af sér. „Því miður vissum við ekki, hvað hann tók sér fyr- ir hendur í ölgerðinni. Eða við vissum það ekki fyrr en of seint var að stöðva hann . ..“ „Ég trúi því ekki, Korff...“ En Ash heyrði sjálfur, að and- mæli hans voru lítils virði, svo að hann þagnaði. „Hvar er hann núna?“ „Hann er einhvers staðar inni í húsinu,“ svaraði Hurlbut hryss- ingslega. „Það litla, sem eftir er af honum. Það er víst ekki sjón að sjá hann úr þessu. Ég er mjög hræddur um, að eldurinn gangi endanlega frá honum, áður en við náum til hans ...“ Tveim slökkviliðsbifreiðum var nú ekið inn í götuna á miklum hraða og slökkviliðsmennirnir, sem með þeim komu, tóku þegar til óspilltra málanna. Ash reyndi að róa sig með því, að þeir mundu brátt ráða niðurlögum eldsins. En meðan hann hélt enn dauðahaldi í þá fánýtu von, varð næsta sprenging, og þá nötraði í senn ölgerðin og umhverfi henn- ar. Múrsteinabrot og brennandi timbur þeyttust í allar áttir, þeg- ar nokkur hluti einnar hliðar byggingarinnar hrundi. „Ég verð að fara aftur til sjúkrahússins ...“ Rödd hans var hás af kvíða.“ Við verðum strax að hefja framkvæmd neyðar- áætlunarinnar." Slökkviliðsforinginn, sem var þarna hjá Hurlbut, hafði ekki augun af mönnum •pnum, um leið Franmald á bls. 47. VIKAN 26. tbl. - 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.