Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 22
Kryddið er mikill ævintýraheimur. Með hjálp þess má ferðast um víða veröld meðan setið er við matborðið heima hjá sér. Fyrr á öldum var krydd sjaldgæf munaðarvara og jafnvel talið dýrmætara en gull. Nú hefur heimurinn færzt nær okkur hér á íslandi og það svo um munar. Það má marka af því, að nú getur hún góða frú Sigríður svarað vin- konu sinni því, að maturinn sé svo ljúffengur hjá henni, vegna þess að hún noti Lillu- monoatriumglutamat! Líklega mundi hún nefna það þriðja kryddið, því að undir því'nafni gengur það í vestrænum löndum, en hún mundi þurfa að telja lengi, ef allt ætti að teljast upp, sem fæst undir Lillumerkinu í dag. Það var nú venjulega lyftiduftið í gömlu aug- lýsingunum, sem gerði kökurnar hennar svo Ijúffengar, en í þá daga var ekki mikil fjöl- breytni í kryddi hér á landi. Salt, pipar, kanill og í hæsta lagi n.egull var til á venjulegu heimili í þá daga, og eru þær kryddtegundir auðvitað enn í fullu gildi og ómissandi. Fjöl- breytnin hefur ailkizt stórkostlega og því ævintýraheimur kryddsins íslendingum ekki lengur lokaður heimur — það er að segja, ef þeir kunna að notfæra sér það. Um nokkurt skeið hefur fengizt töluvert úrval af kryddvörum í erlendum umbúðum á mismunandi hagstæðu verði og núna nýverið hafa innlendar efnagerðir byrjað að ganga frá og pakka fjölbreyttu úrvali af kryddvörum. Matarþáttur Vikunnar fékk sýnishorn af kryddi frá Efnagerð Reykjavíkur og var það krydd fyllilega sambærilegt við þær erlendu kryddteg- undir, sem hafa verið hér á boðstólum. Hér fara á eftir leiðbeiningar um notkun krydds. OREGANUM er bragðsterkt krydd, sem er mjög gott með hrísgrjónaréttum, spaghetti, sveppum, eggjaréttum og alveg ómissandi í marga ítalska rétti, sérstaklega þó pizza. BASILIKUM hefur sérlega fínlegt bragð og er gott í alla samansoðna rétti, svo sem kjöt- rétti soðna í ofni, gullash, allan mat úr tómötum, osti, hrísgrjónum og spaghetti. Með kálfa- kjöti er það sérlega ljúffengt og sömuleiðis alls konar fuglakjöti. TIMIAN er gott bæði með kjöti og fiski og í farsrétti. Sunnudagssteikin fær nýtt og framandi bragð, ef timian er notað við matreiðsluna og í alla tómatarétti er það ágætt. Það er vinsælt krydd í grænar baunir, og er þá laukur soðinn í smjöri með timian áður en baununum er bætt í. Það eykur líka tilbreytni í súpum og gott er að hafa það með í legi, sem settur er á síld og lauk. ROSMARIN er dálítið bragðlíkt timian, en aðeins mildara. Það er mjög gott með fugla- kjöti og í kjötfars. Gott er að blanda því í raspinn, þegar fiski eða kjöti er velt upp úr honum við steikingu. MÚSKAT hefur verið notað lengi á íslenzkum heimilum ,og þá aðallega þegar jafn- ingur er gerður á kartöflur. Það er líka ágætt með spínati, hvítkáli og í samansoðna rétti. Einnig er gott að strá því út á heita drykki, svo sem eggjasnaps og súkkulaðidrykki. ENGIFER er notað í margs konar kökur, chutney, ávaxtasalat og ýmsa soðna þurrkaða ávexti, eplasósu, súkkulaðibúðinga og súrmjólk. f austurlenzka rétti er það líka mikið notað með kjöti. Framhald á bls. 45. 22 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.