Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 39
Fyrir brotnum spegli. Framhald af bls. 24. og það er ekki von, þú ert svo ungur. En það er vandi að velja sér vini, velja sér réttan félags- skap. Sjáðu til, þið eruð að vísu bara krakkar enn þá, en árin líða og það skiptir meira máli en þú skilur núna, hverja maður umgengst. Það er svo ótal margt sem kemur til greina, staða, menntun, góð sambönd þegar út í atvinnulífið kemyr. Þú ert að leggja grundvöll að framtíð þinni. Ég ætlast ekki til að þú skiljir þetta, en ég vona að þú hlýðir ráðum mínum, það verður þér hollast, það munntu síðar finna. Valur horfir fast á móður sína. Það er undrun og sársauki í augnaráðinu. — Mamma, er þá lífið ekkert annað en framtíð og atvinna. Og fínt fólk að vera með. Þér finnst Óli og Bjössi góðir bara af því að pabbi Bjössa er forstjóri og pabbi Óla prófessor í einhverjum fjandanum. Mér finnst Gummi skemmtilegri þess vegna er ég með honum. Konan finnur að hún er komin í ógöngur, hún hefur ekki farið rétt að drengnum. Hún hefði kannski átt að láta pabba hans um þetta. Þó veit hún að honum hefði ekki tekizt betur. Of vel er henni ljóst að það er hún sem heldur þessu heimili á því menn- ingarstigi sem það er. Hún al- ein.Maðurinn hennar er góður, traustur og duglegur. En þessa hárfínu tilfinningu fyrir t.d. list- um, kunningjavali, lífsvenjum og síðast en ekki sízt uppeldi barn- anna, skortir hann. Enda alinn upp í sveit og fékk litla menntun. Valur stendur upp frá borðinu og móður hans sýnist hann ekki alveg eins glaðlegur og áhyggju- laus og áðan, þegar hann kom inn. Þá verður hún sjálf hrygg og leið og langar til að hugga hann. — Svona vinur, drífðu þig nú út að leika þér, þér veitir ekki af að hreifa þig svolítið áður en þú byrjar að læra, segir hún brosandi. — Mamma, segir Valur hik- andi. — Þú skilur mig ekki. En það er samt satt, að krökkum finnst bara það sem þeim sjálf- um finnst, fullorðna fólkinu finnst oftast það sem það veit að öðrum finnst að því eigi að finnast. Og nú er ég farinn að hitta Gumma. Drengurinn talar hratt, er rjóður og vandræða- legur, eins og hann sé ekki viss um að móðir hans skilji þessa einföldu staðreynd. Hann snar- ast út úr eldhúsinu. Konan geng- ur út að glugganum og horfir á eftir syni sínum. Tólf ára, það er ekki hár aldur, en hann virðist talsvert sjálfstæður í skoðunum. Það verður betra að fara að öllu með gát um uppeldi hans. Leiði og þreytutilfinning ná tökum á konunni þegar hún er aftur orðin ein. Þetta kemur oft yfir hana í seinni tíð, það er næstum eins og hún sé uppgefin stundum. Ekki af líkamlegri þreytu. Það er eitthvað annað, sem hún ræður ekki við. Stund- um reynir hún að sökkva sér nið- ur í lestur, les aðeins bækur sem hafa menningargildi eða eru list- rænar á einhvern hátt. Hún á líka gott hljómplötusafn, klass- iskar plötur, viðurkennd snilldar- verk. En þetta hjálpar ekki sér- lega mikið. Hún minnist stundum varfærn- islega á þetta við vinkonur sínar, og þær segja allar einum rómi að hún lifi því mesta fyrirmynd- arlífi, sem hugsazt geti. Ef allar konur skyldu hlutverk sitt svona vel, færi margt betur í þessum bæ. Þetta segja þær og meina það áreiðanlega. Líklega vantar hana tilbreytingu. Öll tilbreyting hefur góð áhrif á hana. En konan á engrar tilbreyt- ingar von í dag, og man ekki eft- ir neinu sérstöku til að taka sér fyrir hendur. Svo hún ákveður að leggja sig svolitla stund og líta í bók. Njóta þess að lesa í næði. Hún tekur fram nýútkomna ljóðabók, eftir ungt skáld, sem hefur fengið ágæta dóma í blöð- unum. Eftir dálitla stund sefur hún vært. -— Það líður ekki löng stund þar til svefnfriðurinn er rofinn. Síminn hringir. Konan vaknar og flýtir sér að svara. — Já, það er hún, sæl og bless- uð. — Hvað segirðu? — Þetta er hræðilegt. — Ég fæ áreiðanlega tauga- áfall -—• það kemur á eftir, ég veit, þegar ég er búin að átta mig á þessu. — Já, ég er óskaplega viðkvæm — finn svo mikið til með þeim sem eiga bágt. — Ég veit það er tilgangslaust — er bara svona gerð. — Guð, og ég þarf að fara í leikhúsið, og bjóða heim fólki. — Ég veit ekki hvernig ég á að ganga í gegnum þetta allt saman. — Já, ég verð að gera það, ég skrepp til hennar núna á eftir. — Aumingja Kristín, hugsa sér að verða ekkja svana ung. — Já, stendur alein uppi með tvö börn. — Jú, jú, ég er að jafna mig, ég er ákveðin að fara til hennar núna strax. — En elskan, ef ég verð mjög slæm á eftir, má ég þá líta inn til þín um leið og ég fer heim. — Bara augnablik, rétt að tala við þig og fá útrás, býst við að ég þurfi á því að halda. — Þakka þér fyrir. Blessuð. Konan leggur frá sér símann og situr hugsi um stund. Svona er þetta líf. Á einu andartaki gerast þau atvik, sem gerbreyta lífi fólks. Eins og þetta. Maður- inn hennar Kristínar var á leið til vinnu í morgun. Hálka á göt- unni. Tveir bílar lenda í hörðum árekstri. Sá, sem stýrir öðrum bílnum deyr samstundis. Öllu lokið. Kristín ein eftir með börn- in, á ekki einu sinni íbúðina. Hennar bíður erfitt hlutskipti. Konan hugsar um þetta fram og aftur, og finnur að þetta hefur mikil áhrif á hana. Það er ekki þægilegt að vera svona tilfinn- inganæmur. Hún verður að flýta sér til Kristínar, það er það minnsta sem hún getur gert fyr- ir frænku sína. Þreytan og þessi ömurlega lífs- leiðatilfinning eru sem betur fer liðin frá. Hún tekur símann og hringir í blómabúðina, pantar blóm, sem hæfa tilefninu. Biður um að blómin verði send eftir hálftíma í síðasta lagi. Að samtalinu loknu fer hún inn í svefnherbergið og tekur út úr skáp stafla af gömlum föt- um af börnunum, sem þau eru löngu vaxin upp úr. Þetta eru falleg og vönduð föt, lítið slitin. Hæpið að börnin hennar Krist- ínar hafi nokkurn tíma átt svona vönduð föt. Hún býr snyrtilega um fötin í öskju og lætur fylgja með dálítið af sælgæti. Þá er bara að skipta um kjól. Hún finnur látlausan, dökkan kjól, gengur að speglinum. Æ, þessi brotni spegill. Þetta er sá rétti búningur. Allt sem þessi kona gerir er fullkomið, rétt og fallegt. Blómin koma á réttri stund, konan hringir á leigubíl, og gengur svo léttfætt niður tröppurnar. Hún mætir konunni í kjallar- anum á stéttinni, dragandi á eftir sér tvo yngstu strákana, óhreina frá hvirfli til ilja og hálfvolandi. Þeir vilja víst ekki koma inn alveg strax. Móðirin er þreytuleg, úfin og önug á svipinn þegar hún lítur snöggt á konuna á mið- hæðinni, öfundar- og illkvittnis- glampi í augunum. Konan á mið- hæðinni sér þennan svip, þetta augnaráð og verður gagntekin mildi og kærleika til þessarar snauðu og þreyttu sambýliskonu. Hún brosir og kinkar kolli til hennar og gengur áfram eftir stéttinni, ennþá beinni, ennþá léttstígari en áður, út að bílnum, sem bíður við garðshliðið. VIKAN 26. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.