Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 51
Allt í einu heyrði hún léttilegt fótatak fyrir utan dyrnar, og hún hlustaði eftir því, þó að hún væri farin að heyra heldur illa. Þetta voru létt og dansandi spor, sem bárust æ nær og komu loks inn í herbergið til hennar. Hún rýndi inn í skuggann og sá andlit ungrar stúlku, lítið, fag- urmótað andlit með fíngerðar en festulegar varir, sem brostu til hennar, dökk augu með gullnum glömpum, dökkt, liðað hár, sem bylgjaðist fagurlega niður á herðar. Judith hallaði sér fram meö fögnuð í hjarta og starði á yndis- lega andlitið, sem brosti við henni. En það hvarf henni aftur, og hún sá ekki annað en flökt- andi skugga ... ímyndun, sagði hún sjálfri sér, ekkert annað en ímyndun, og hún andvarpaði svolítið. En hvort sem þetta var ímyndun eða ekki, gaf sýnin henni frið, sem hún hafði ekki fundið til lengi, og hún hallaði sér aftur með bros á vör og gaf sig á vald Ijúfum draumum. Hver var þessi unga stúlka? Hún virtist svo barnsleg og reynslulaus. Ef þetta var Judith framtíðarinnar, þá gat hún ekki hafa fæðzt með vitundina um allt, sem Judith nútíðarinnar hafði orðið að þola. Nei, slíkt var óhugsandi. En hún myndi læra á því og koma aftur styrk- ari og vitrari, betur búin undir erfiðleika lífsins. En kannski myndi þetta rifjast upp fyrir henni? Já, hún yrffi að muna það ... það gat ekki ver- ið, að ást hennar og þjáningar settu ekki merki sín á andann, sem lifði að eilífu. Hún fann til hræðslu, og hún tók að biðja fyrir hinni ungu Judith, barni framtíðarinnar ... að hún mætti læra af reynslunni og kjósa viturlega ... hún yrði að sjá skýrt og velja vel ... já, hún yrði að muna ... Þegar komið var að henni, lá hún örend í rúmi sínu. Hún var jarðsett við hlið eig- inmanns síns og Angusar, og enginn grét útför hennar nema mávarnir, sem kveinuðu í vind- inum ... ☆ Sólin skein glatt, þegar Judy vaknaði morguninn eftir afmælið sitt. Hún leit undrandi upp, því að tjöldin voru ekki dregin fyrir rekkjuna, eins og Judith hafði alltaf haft þau, heldur alveg frá, eins og Judy vildi hafa þau. Og hún leit furðu slegin á nátt- fötin, sem hún var í ... Hvaða hræðilegi búningur var þetta eiginlega! Síðan settist hún upp og hristi háirð frá andlitinu. Hún dró and- ann djúpt með titrandi fögnuði, undrun og létti ... Svona lá þá í öllu saman! Hún fékk ekki næði til frekari umhugsunar, því að nú komu móðir hennar og Jean, systir Ians, inn með morgunverð á bakka. „Hvernig líður þér, elskan?“ spurði Lady Cameron. „Ágætlega, þakka þér fyrir,“ svaraði Judy glaðlega. „Hvernig leið þér í nótt?“ spurði Jean vingjarnlega. í nótt! Judy brosti einkenni- lega og virtist anars hugar. „Mig dreymdi," svaraði hún loks. Lady Cameron beygði sig yfir dóttur sína og tók púlsinn. „Ja, þú virðist alveg heilbrigð. Hvern- ig í ósköpunum stóð á því, að þú skyldir falla í öngvit?" „Lífið er fullt af leyndardóm- um,“ svaraði Judy hátíðlega, en augu hennar geisluðu af hlátri. „Heldurðu, að þú getir ekki borðað svolítið, elskan?" spurði Jean umhyggjusamlega. „Við komum bara með te og ristað brauð ... Við héldum, að þú treystir þér ekki til að borða meira.“ Te og ristað brauð! Judy leit MÁNAÐAR- RITID í hverjum mánuði. á bakkann með fyrirlitningu. Hún var að deyja úr hungri og hefði vel getað borðað heilan uxa. „Takk!“ sagði hún stutt í spuna. Framhald f næsta blaSl. R AFMAfiNSEI .DAVfiLAR MARGAR GERÐIR 35 IBA 1(11 \SI.A Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 V steyptar hellur, auðveldar í hreins-^ un, með bökunarofni Q 1 Jl f • H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐII VIKAN 26. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.