Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 37
5 SUTTON ROLL-ON nokkrar bækur sjálf ...“ Móðir Jeans áhyggjufull. Frú Fréne á gott með að segja það, sem hún meinar og hefur mjög ákveðnar skoðanir. „Ég hefi ekki neina sérstaka trú á þessum látum með Jean,“ segir hún. „Þegar Jean var lítill strákur, aðeins fjögurra ára gam- all, tók hann klukkuna okkar í sundur. Þetta var einasta klukk- an sem við áttum. Þegar ég upp- götvaði, að hann hafði dreift öll- um hlutunum yfir gólfið leið næstum því yfir mig. Það var stríð þá, og ég vissi, að það myndi vera ómögulegt að fá gert við klukkuna. En Jean sagði: „Vertu ekki hnuggin, mamma mín, ég skal setja hana saman aftur.“ Ég sagði, að hann yrði rassskelltur, ef hann gæti það ekki. Honum tókst að setja klukk- una saman; hún gengur enn þann dag í dag.“ Hún snýr sér burtu frá elda- vélinni, sezt í stól og tekur upp prjónana. „Eftir því sem ég man bezt, var Jean seinni til en hin systkinin,“ segir hún. „f skólan- um stóð hann sig ekkert sérstak- lega vel. Ég hugsa, að hann hefði getað fengið betri einkunnir, ef hann hefði haft meiri áhuga.“ Jean hefur alltaf verið skot- spónn fjölskyldunnar, þegar hún hefur verið að gera grín af sinni eigin leti. „Hann ætlaði aldrei að komast LOTION DEODORANT STERLING H.F. Sími 13649. á fætur á morgnana," heldur móðirin áfram. „Hann lá í rúm- inu fram á síðasta augnablik. Ég varð að ýta honum út með sóp- skaftinu og svo tölti hann niður veginn í áttina til skólans með skyrtuna upp úr og brauðið í hendinni." „Mér datt aldrei í hug að vona, að ég myndi komast lengra en í barnaskólann," skýtur Jean inn í. „Flestir hér í nágrenninu kom- ast jafnvel ekki burt af bónda- bæjunum." Og það er víst áreiðanlega ein- kennandi fyrir franskt bændalíf. Foreldrar barna í sveitum Frakk- lands vernda þau og lifa algjör- lega fyrir þau. Jafnvel þótt börnunum sé boðin meiri mennt- un vilja konur frönsku sveita- þorpanna, svo sem eins og frú Fréne, alls ekki sleppa hendinni af og segja skilið við syni sína. Það, að Jean hefur nú komizt svona hátt veldur fjölskyldunni alvarlegum kvíða. „Við lifum góðu lífi hérna,“ segir mamma Jeans festulega. „Hvað svo sem annars kann að koma fyrir höfum við alltaf bóndabæinn. Við getum lifað af honum ef við þurfum þess með. Við vitum, hver við erum og þekkjum þá sem búa í nágrenni við okkur. Við vitum einnig, hvað er okkur fyrir beztu og hvað er okkur fyrir verstu. Blaðamennirnir og sjónvarps- fólkið er alltaf að spyrja mig, hvort ég sé franska hernum ekki þakklát fyrir að uppgötva snilli- gáfur Jeans og hvort ég sjálf sé ekki hamingjusöm vegna þess. Jæja, ef satt skal segja er ég stolt af því, en ekki hamingju- söm út af því. Ég er kvíðafull. Stundum óska ég þess, að hann væri fæddur heimskur. Ég veit, að heimurinn á eftir að taka hann frá okkur. Hann kemur til með að ryðja sér braut í ókunnum löndum. Og að lokum, þegar hann finnur þá stöðu sem hæfir hon- um mun hann að fullu og öllu snúa bakinu við Longes og fjöl- skyldu sinni. Ég vinn prófessor, en ég glata syni mínum.“ Og hin dökku, tilfinningaríku augu hennar verða full af tárum. Jean er einnig áhyggjufullur. „Fólk býst við svo stórkostlegu af mér. Og ef ég nú reynist ó- fær? Mér finnst ég ekki vera neinn snillingur. Ef til vill er þetta allt misskilningur, kannski er ég bara svona vitsmunavera, sem get romsað upp úr mér kennisetningum.“ Það er mögulegt. Á hinn bóg- inn getur hann einnig þroskazt til að verða einn af fjölhæfustu gáfusnillingum heims — nýr Einstein. Prófessorar Jeans undirbúa hann nú fyrir upptökuprófið við hina þjóðlegu stofnun í Lyon í háþróuðum vísindum. Hann á að byrja þar í haust. Uppeldisfræðingarnir, sem hafa prófað hann segja, að hann eigi að verða eðlisfræðingur. En Jean sjálfur veit ekkert hvaða ákvörð- un hann á að taka, jafnvel þótt honum líki alls ekki illa við hugs- unina um að verða eðlisfræðing- ur. Á meðan borgar franska stjórnin útgjöldin við nám hans og gefur honum ofurlítil laun fyrir að kenna stúdentum. Af þessum launum sendir hann pen- inga heim til fjölskyldunnar. Hvernig augum lítur Jean svo sjálfur á framtíðina —■ og á frægð sína? „Ég veit að foreldrar mínir og aðrir — að nokkru leyti ég sjálf- ur — eru hræddir um, að ég hálf ruglist af þessu öllu,“ segir hann. „En ég veit, að það er einungis guð, sem er fullkominn, og því er allt lof og heiður hans. Margir franskir heimspekingar hafa sagt þetta sama, en ég held ekki, að það sé nokkurn tíma of oft sagt. Manneskjan, hversu langt sem hún annars kemst, er alltaf ófull- komin og þarfnast hjálpar. Manneskja, eins og hún er, hefur svo margar þarfir, við höfum ekki efni á að eyða tíma okkar í vitleysu og innantómt líferni. Við verðum alltaf að leita fyrir okkur fram á við, aldrei stöðvast á þróunarbrautinni. Frægð og smjaður er manneskjunni ekki gott, hún tapar sér. Ég kæri mig ekki um, að ég vekji neina eftir- tekt. Ég óska bara að fá að vinna í friði.“ ★ VIKAN 26. tbl. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.