Vikan


Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 27.06.1963, Blaðsíða 45
þar til sökudólgurinn finnst. Það er ekki hægt að segja almenningi alla hluti. Að minnsta kosti ekki fyrr en ... Delany bað mig að þegja yfir því, sem hann sagði mér. Það loforð held ég auðvitað. Ég veit hvernig á að þegja yfir hlutunum. Það er staðreynd. Hef ég kannski ymprað á því við nokkum mann, að ég viti um bókina. Ég á við gömlu bókina í bókasafninu, bók- ina með uppskriftinni? Sagði ég uppskriftina? Það er bezt að ég segi ykkur leyndar- mál. Það er ekki bara ein upp- skrift í þessari bók, nei, þær eru margar. Fjöldi uppskrifta. Það er t. d. ein á síðu 137, fimmtánda kafla, ef ykkur leikur hugur á að vita það. Það er leiðbeining um, hvernig hægt sé að gera gull úr sorpi. Mjög einföld aðferð, sem tekur nokkra klukkutíma. Og á blaðsíðu 192 er uppskrift af ilmvatni, sem er mjög auðvelt að búa til. Setii maður dropa af því ilmvatni á sig á hverjum morgni, er ekki til sú kona í margra kílómetra fjarlægð, sem getur staðizt mann. Ég hef hugsað mér að búa til gullið og svo ilmvatnið. Ég hef hugsað mér að hafa það reglulega skemmtilegt. G. G. KRYDD. Framhald af bls. 22. NEGULL. Heill negull, eða negulnaglar eru notaðir þegar skinka er soðin, í alls konar sultu og pickles, með síld og í sætsúpur. Mulinn negull er mjög gott krydd í kökur, búð- inga, kartöflusúpu, borschsúpu og í austurlenzka rétti er hann líka notaður með kjöti. ALLRAHANDA. Ómulið er það soðið með kjöti eða fiski og haft með kryddsíld, en mulið er það ágætt í bakstur, rúllupylsur og við suðu á ávöxtum. Bragðið minnir á blöndu af kanil, múskati og negul. KARDIMOMMUR eru notaðar í kökur, stráð á appelsínusneið- ar, í gelé og fleira. KANILL er algengastur mul- inn og hefur verið notaður mest hér saman við sykur út á grauta. Hann er sérstaklega góður með öllu úr eplum og í fjölda af kök- um. Kanilstengur eru notaðar til þess að sjóða með mat, svo sem sætum súpum og sultu. BRÚNKÖKUKRYDD er eins og nafnið bendir til, ætlað í dökkar kryddkökur. PIPAR er til bæði svartur og hvítur, og hvort tveggja notað jöfnum höndum. Það eru til heil piparkorn og langur heill pipar, en heill er hann notaður við suðu á kjöti og fiski, og líka þykir pipar mesta sælgæti nýmalaður út á mat. f sýnishornunum frá Efnagerð Reykjavíkur fylgdi piparkvörn til að mala heilan pipar. CAYENNEPIPAR er mjög vin- sæll í ýmsa kjötrétti og með fiski, eggjum og ostaréttum. CHILIPIPAR er notaður heill í alls konar pickles, en mulinn í kjöt- og fiskrétti. Hann þykir ómissandi í alla mexikanska og ýmsa suður-ameríska rétti. PAPRIKA er sérlega auðug af C-bætiefni og er notuð í mjög marga rétti, t. d. er hún góð með fiski, í salatsósu og fjöldamargt annað. MONOATRIUMGLUTAMAT eða ÞRIÐJA KRYDDIÐ er ekki mjög sterkt krydd, en það hefur þann sérstæða eiginleika að draga fram bezta bragðið úr matnum og gefa honum ljúffengan keim. Það er mjög mikið notað í aust- urlenzkan mat og er ágætt í margs konar jafninga, kjötrétti, sósur og súpur. HVÍTLAUKSMJÖL má nota í stað hvítlauks. Það hefur mjög sterkt og yfirgnæfandi bragð, eins og reyndar hvítlaukurinn sjálfur, og er notað í alla þá rétti, sem hvítlaukur er notaður í, svo sem kjötrétti, aðallega lambakjöt og nautakjöt, súpur, sósur og í salöt. HVÍTLAUKSSALT er salt með sterku hvítlauksbragði. Það gef- ur ótrúlega góðan keim að nota örlítið af slíku salti, þar sem það á við, en auðvitað með gát. LAUKMJÖL og LAUKSALT á að nota eftir sömu reglum og hvítlauksmjöl og hvítlaukssalt, nema þar er um venjulegt lauk- bragð að ræða og því ekki eins sterkt. Það er notað þar sem laukur á að vera. KÍNVERSK SOYA. Hún á ekkert skylt við það, sem við venjulega köllum soyu, sem sagt sósulit. Kínversk soya er nauð- synleg í flesta kínverska rétti og ágæt með mörgum kjötréttum, t. d. hökkuðu steiktu kjöti og harðsteiktum kjúklingum. KETJAB-BENTANG er sér- stök mjög sterk soyutegund, með laukkenndu bragði. SAMBAL-OELEK er mjög bragðsterkt mauk, aðalleea búið til úr rauðri piparjurt. Ágætt í ýmsa kjöt- og fiskrétti og í sósur. SELLERÍSALT er gott og frískandi með fiski, soðnum eða steiktum eggjum, kartöflusalati, salatsósum, tómötum og í bouill- on. DILL er allþekkt krydd hér og ágætt í pickles, með kryddsíld, í salöt, fisk- og kjötsósur, krydd- að edik og eplapie o. fl. SALVIA er notað í ýmsa sam- ansoðna rétti úr kjöti og fiski. LÁRVIÐARLAUF eru notuð í fiskisúpur og í fisksoð, kryddað edik, ýmislegt úr tómötum og í steik. KÚMEN er gott í sauerkraut, rauðkál, brauð o. fl. KORIANDER er ágætt í pyls- ur, smábrauð, með nýju svína- kjöti og oft notað til að bragð- bæta gin. SAGE er notað í fyllingu í kjötrétti, t. d. fugla, þar sem uppistaðan er rasp og hrísgrjón. TURMERIC í pickles, egg og kjötrétti. Það er skylt engifer og oft notað með sinnepi. MAJORAM er vinsælt krydd með kinda- og fuglakjöti. FINKULL er gott í soðinn fisk, alls konar piedeig, t. d. eplapie, í sætt pickles og í sælgæti. Það er ekki ólíkt anís á bragðið. ANÍS er notaður í margt sætt, svo sem kökur, sælgæti, sætt pickles o. fl. PIPARMYNTULAUF og SPfR- MYNTULAUF eru sérstaklega Ijúffeng í sósur, drykki og gelé úr piparmyntu er mjög gott og frískandi. í Englandi er varla borin fram lambasteik öðru vísi en með piparmyntuhlaupi eða piparmyntusósu. SAFFRON er aðallega notað til þess að gera hrísgrjón gul. ESTRAGON og TARRAGON er gott í fiskisósur, salatsósur og til þess að krydda edik og ýms- ar niðursuðuvörur. KARRÝ er notað bæði með kjöti og fiski og í súpur. AUSTUR-INDVERSKT KARRÝ er ólíkt venjulegu karrý og er notað mikið á alla austur- lenzka rétti. Það er mjög sterkt og sérkennilega bragðgott. Enn er margt óupptalið, en ekki er rúm fyrir fleira í þetta sinn. Það er mjög áríðandi, að kryddílát sé aldrei látið standa opið og að það sé í sem loftþétt- ustum umbúðum. Hafi gleymzt að setja lok á dósina af einhverjum ástæðum, eða að hún hefur ekki reynzt eins loftþétt og búast mátti við, borgar sig að kaupa nýja dós, því að gamalt og upp- gufað krydd er lítils virði. f næsta matarþætti verða nokkrar uppskriftir af mikið krydduðum mat. ★ BARNSRÁN ... Framhald af bls. 7. það lýtti hana mikið þá. Þegar Svava var fimm ára gömul, fluttu þær sitt í hvora áttina, móðir hennar og gamla konan, sem hafði gætt hennar. En hún hafði fengið svo mikla ást á stúlkunni, að hún mátti vart af henni sjá, og einu sinni, þegar hún hafði gætt Svövu litlu um tíma þegar móðir hennar var fjarvistum í bænum vegna at- vinnu sinnar, hélt hún því fram að hún hefði fengið barnið gefins, og varð að taka stúlkuna af henni með valdi. Svo var það vorið 1911 að móð- ir Svövu fór á síld, eins og geng- ur og gerist. Með henni fór dóttir gömlu konunnar, Einarína að nafni, en Svövu var komið í fóst- ur hjá ekkju, sem bjó ofarlega Kc Þorvaldsson&Co Grettisgötu 6 Simi 24478-24730 VIKAN 26. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.