Vikan


Vikan - 11.07.1963, Side 2

Vikan - 11.07.1963, Side 2
BUXUR FYRIR ALLA ÁRSTÍMA BUXURNAR ÞARF EKKI AÐ PRESSA GEFJUN - IÐUNN KIRKJUSTRÆTI MEÐ PERLU Þegar þér hafiö einu sinni þvegiö meö PERLU komizt |>ór aö raun um, hve þvotturinn getur orðiö Mur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skínandi blæ, sem hvergi á sinn lika. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yöur störfin. Kaupiö PERLU í dag og gleymiö ekki, aö meö PERLU fálö þér hvltari þvott, með minna erfiöi. 5 i ■ 1 ■ ri alvöru: Á þjóðvegunum Miðvikudagskvöldið 19. júní flutti Ólafur Ingþórsson, lög- regluþjónn í Reykjavík, varnað- arorð í útvarpið og beindi máli sínu til þeirra, sem leið ættu um þjóðvegina í sumar. Ólafur var gagnorður og talaði einkum um óhæfilegan hraðakstur og fram- úrakstur, og dró fram tildrög nokkurra slysa til þess að gefa máli síun meiri hljóm. Ég var honum sammála um sum atriðin og hef ekki ástæðu til þess að mótmæla neinu sem hann minnt- ist á, en það vildi svo til, að ein- mitt þetta kvöld var ég að koma vestan af Snæfellsnesi og mér var allt annað ofar í hug varð- andi umferð á vegum úti en það, sem hann talaði um. Það voru mætingarnar. Ég hef ekki eins greiðan að- gang að skýrslum og tölum og Ólafur, og get því ekki bent á hve mörg slys hafa orðið af óvar- legum mætingum. En ef þau eru ekki mörg, verður sú mildi ekki skýrð öðru vísi en með tilvísun til bóka bókanna. Margir eru þeir ökumenn, sem ekki eru fáanlegir til þess að víkja fyrir bílum, sem þeir mæta, eða draga úr hraðanum, meðan mætzt er. Ég veit ekki, hvað þeir eru að hugsa, en a. m. k. þrír bílstjórar, sem ég mætti á leið- inni frá Búðavegamótum til Borgarness mættu gjarnan hugsa með hlýhug til mín, því það var ekki þeim að þakka, að þeir lentu ekki í árekstri við Volks- Avagen með fjórum farþegum vegna hugsunarleysis síns. Og vegagerðin: Það var ekki henni að þakka, að þessi litli Volks- wagen stakkst ekki á nefið ofan í ómerkt ræsi, sem næstum skáru veginn sundur beggja megin frá, a. m. k. á einum þremur stöðum. Að þessu mætti Ólafur víkja, þegar hann talar um það sem varast ber í næsta sinn. Og svo er það framúrakstur- inn. Ég held, að hægur akstur í langri röð sé hættulegur. Dóm- greind bílstjóranna og skarp- skyggni sljóvgast á slíkum lest- argangi; þeir bókstaflega dotta við stýrið. Þá verður bilið milli bílanna gjarnan styttra en æski- legt væri, með þeim árangri að þeir rekast saman og ég veit um fleiri en eitt dæmi þess, að þrír og fjórir bílar hafi lent þannig Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.