Vikan


Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 6

Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 6
Ágúst bóndi fylgist með því, hvernig syni hans gengur að plægja Brúnastaðaflatirnar. Það af fjölskyldunni, sem var heima við. Tveir synir voru afbæis, einn var austur á Flötum að plægja, og sá yngsti svaf inni í bæ, V: X. vX ' •: ' ' : . :: H s : Wméimi ÍA¥Í>Í>Í ÞAÐ hafa allir ekið veginn austur Flóann. Munið þið eftir kröppu brúnni yfir Flóaáveituskurðinn hjá Skeggjastöðum? Og þar rétt fyrir austan eru Kjartansstaðir. Þið hljótið að hafa tekið eftir þeim, þar er stór, sérkennilegur olíugeymir standandi á súlum rétt við veginn. En vissuð þið, að ef þið beygið út á afleggjarann gegnt Kjartansstöðum og akið hann á enda, þá komið þið að blómlegu býli, rétt frammi við Hvítá? Þið vissuð það ekki, nei? Það grunaði mig. Það vissum við Kristján Ijósmyndari ekki heldur En við vissum, að Brúnastaðir voru einhvers staðar á þessum slóðum, og ókum ótrauðir gegn um sól og ryk austur á Selfoss. Þar spurðum við til vegar að Brúnastöðum og fengum þá vegarlýsingu, sem að framan greinir. Það stóð gulur hundur við hliðina á barnavagni heima á dyraþrepinu, þegar ég opnaði hliðið. Hann stökk á móti okkur niður tröðina, og þegar við gengum síðasta spottann, var 6 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.