Vikan


Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 7

Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 7
 EG HEF OFT HAFT MIKIÐ AÐ GERA VIKAN HEIMSÆKIR ÁGtJST ÞORVALDSSON húsbóndinn kominn út á tröppur. Stór maður og gjörvulegur. Ágúst Þorvaldsson, alþingismaður, bóndi, hreppsnefndaroddviti og fleira. Neðan við túnfótinn voru nokkrir hrútgemlingar á beit. í heimatúninu gekk ein svört kind. Lamblaus. Þetta var fyrir kosningar. Ágúst bauð okkur inn að ganga og til stofu. Inni var allt hreint og fágað, en ekki íburður og ekki mikið af húsgögnum. í stofu var borðstofuborð á miðju gólfi, dívan undir suðurglugga, borðstofuskápur við vesturvegg og annar við norðurvegg, stóll og hornborð í suð-austur- horni. Heimilisfólk utan Ágústs sást ekki. Við fengum okkur sæti og viðtalið hófst. — Ertu fæddur hér á Brúnastöðum, Ágúst? — Nei. Ég er fæddur á Eyrarbakka og var þar til ellefu ára aldurs. Þá fluttist ég hingað og hef verið hér síðan. Árið 1932, þegar ég var 24 ára, tók ég svo við búskap hér. VIKAN 28. tbl. 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.