Vikan


Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 16

Vikan - 11.07.1963, Qupperneq 16
Ný framhaldssaga hefst hér UTLAGARNIR EFTIR ROBERT F. MIRVISH TEIKNING: BALTASAR Dmitri er aðalpersónan í þessari sögu. Hann er lítill, rússneskur drengur, sem missir alla sína í byrjun stríðsins og verður eftir það að bjarga sér sem bezt gengur. Hann safnar um sig flokk drengja, og þeir lifa á því að hirða ýmislegt dót og verzla með það. Yfirvöldin reyna að hafa hendur í hári þeirra, og í þeim tilgangi kemur kennslukona frá Moskvu, en þá verða mikil þáttaskil í lífi hennar. Sagan er spennandi frá upphafi til enda og lýsir vel ástandinu í Rússlandi á þessum tíma. DMITRI var tólf vetra, væri í árum talið, Augnatillitið, andlitið og svipurinn, myndugleikinn og greindarleg íhyglin í framkom- unni, átti sér hins vegar engan aldur í árum. Hvílík reynsla má það vera, sem veldur því að drengur, sem ekki virð- ist meira en tíu ára að líkamsþroska ger- ist hverjum fullorðnum manni jafnoki að vitsþroska, einungis tólf vetra gamall. Fyrstu alvarlegu atburðirnir í lífi Dmitri urðu í sambandi við það, er Þjóðverjar fóru inn yfir rússnesku landamærin, þann 22. júní, 1941, og heimsstyrjöld hófst þar með í fyllsta skilningi. Hann var tíu vetra. Fað- ir hans hafði umsjón með vegalagningu og var löngum að heiman. „Þú stundar námið af kappi?“ var alltaf með því fyrsta, sem hann spurði drenginn, þegar hann var aftur samvistum við hann. „Já, pabbi“. „Gott. Menntunin er eina leiðin til að kom- ast áfram í lífinu". Faðir Dmitri þekkti sig vel í skógum úti og var slyngur veiðimaður. Hann tók dreng- inn iðulega með sér í veiðiferðir. Á þessu reiki þeirra um skógana tókust með þeim náin kynni. Faðirinn varð drengnum sá klettur, sem hann byggði á alla sína tilveru. Og þótt hann væri maður orðfár, tókst hon- um að vekja og glæða hjá drengnum sjálfs- traust og ábyrgðartilfinningu. Daginn sem hann hvarf á brott, stóð hann stundarkorn upp við arininn í stofunni og ræddi við Dmitri. „Þú veizt hvert ég er að halda?“ sagði hann. „Þú ætlar að gerast skæruliði", sagði drengurinn. „Já. Ég er manna kunnugastur í þessu héraði. Ég þekki mig í skógunurn Nú eru alvarlegir tímar framundan, Dmitri. Þú færð smjörþefinn af styrjöldinni áður en langt um líður, því að Murmansk er hern- aðarlega mikilvæg borg, einkum fyrir höfn- ina. Vertu móður þinni stoð og reyndu að hræðast hvergi“. „Já, pabbi minn“. Þrátt fyrir samheldnina og innileikann, var þessi fámenna fjölskylda lítt fyrir það gefin að flíka tilfinningum sínum. Faðir inn vafði Dmitri örmum og þrýsti honum að sér, þegar hann kvaddi hann. Hann kyssti líka móður hans, en það hafði hann aldrei áður gert að drengnum ásjáandi. Fimm mánuðum seinna fréttu þau mæðg- inin, að faðir Dmitri hafði verið tekinn höndum af nazistum einhvers staðar við Leningrad, og hengdur þar. Eftir að hann var dauður, hafði lík hans verið hengt upp á hásinunum og skilið þannig eftir. Nokkrum dögum síðar missti Dmitri einnig móður sína í loftárás. Hann var sjálfur mjög skelfd- ur og miður sín eftir þennan atburð, en óslasaður. Daginn eftir reikaði Dmitri um göturnar, dasaður og viðutan. Hann gat hvergi orðið sér úti um mat. Um nóttina lét hann fyrir- berast í hálfhrundu húsi, sem stóð autt og mannlaust og óupphitað Daginn eftir tókst honum að fá mat í einu af almenningseld- húsunum. En almenningseldhúsið var eyði- lagt í loftárás um nóttina og þá vissi hann ekki hvar hann átti að leita sér matar. Hann var enn dasaður, reikaði um í hálfgerðri leiðslu og allir höfðu um nóg annað að hugsa, en sinna honum. Og Dmitri eigraði út fyrir borgina. Kipp- korn fyrir utan Murmansk fann hann hella og skúta, sem brimið hafði sorfið inn í klettana. Á nóttinni gat hann séð loftorr- usturnar, sem háðar voru yfir borginni, en úr hinni áttinni barst gnýrinn af bardögun- um á jörðu niðri að eyrum hans. Og nú, þegar hann var orðinn einn, tók hann að hugsa ráð sitt. Skógurinn var skammt undan, og þar var hann öllum háttum kunnugur. Hann kveikti eld í einum hellisskútanum, og fannst þá sem hann væri tiltölulega öruggur og þyrfti ekki að óttast styrjaldarhamfarirnar, og hann naut ylsins frá bálinu. Aðalvandamálið var að afla sér matar. í nokkra daga reyndi hann að veiða villibráð í snörur í skóginum. Þá varð hon- um það á að fara of langt, og fyrr en hann vissi orðið af, var hann kominn á jaðra vígvallarins. Hann slapp klakklaust til baka, en um leið hafði hann dottið ofan á ný úr- 'ræði. Hann gat tekið nesti og skotvopn af þeim föllnu. Og nú hafði hann byssu og skot- færi og gat gengið á veiðar. Dag nokkurn, þegar hann var á hnotskóg á útjöðrum vígvallarins, sá hann þar annan dreng á ferli, á að gizka sextán ára. Þeir nálguðust hvor annan með varúð. „Hver ert þú?“ spurði eldri drengurinn. „Og hvaðan ertu kominn?“ „Eg heiti Dmitri Posnanski,“ svaraði Dmitri eftir nokkurt hik. „Ég er frá Murmansk.“ „Þú ert kominn langt að heiman." „Ég á hvergi heima. Heimili mitt var eyði- lagt í loftárás. „Og hvað um fjölskyldu þína?“ „Móðir mín beið bana í loftárásinni. Og Þjóðverjar drápu föður minn. Hann var skæruliði í héruðunum kringum Ladoga.“ Eldri drengurinn kinkaði kolli. „Ég heiti Grischa,“ sagði hann. „Grischa Kyrillof. Foreldrar mínir eru líka dánir. Ég hefst við í húsarústum í borginni." „Ég bý í helliskúta fyrir utan borgina,“ sagði Dmitri. „Eigum við að fara til hellis þíns og borða þar saman og ræðast við?“ „Því ekki það,“ svaraði Dmitri. „Þá komum við.“ Grischa tók bakpoka sinn, sem legið hafði á fönninni, Dmitri gekk á undan og vísaði leiðina. Þegar inn í hellis- skútann kom, hvolfdi Grischa úr bakpoka sínum á gólfið. Þungri marghleypu, þýzkum og finnskum heiðurspeningum, hnöppum og merkjum af einkennisbúningum. „Til hvers ertu að hirða þetta drasl?“ „Ég verzla með það,“ sagði Grischa. „Verzlaðu með það?“ „Já. Sel farmönnunum það. Fyrir mat, sígarettur og annað þessháttar. Matnum held ég handa sjálfum mér, en sel Rússunum sígaretturnar fyrir mat.“ „Maður getur orðið sér úti um nóga bráð í skóginum, eða tekið nestið af þeim föllnu, án þess að eiga í slíku mangi.“ „Ég verð að halda mig í borginni vegna hans litla bróður míns. Það er ekki nokkur leið að fá hann til að yfirgefa rústirnar af húsinu okkar, svo að ég má ekki lengi tefja. Ég veit ekki hvað um hann yrði, ef eitthvað kæmi fyrir mig.“ „Ég skil.“ „En ef þú gætir komizt yfir svona hluti fyrir mig,“ sagði Grischa og sýndi honum þýzkan járnkross, „þá gæti ég selt þá, og þú fengir þinn hluta af því, sem ég fengi fyril’ þá.“ Framhald á næstu síðu. — VIKAN 28. thl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.