Vikan


Vikan - 11.07.1963, Side 26

Vikan - 11.07.1963, Side 26
Gamla myndin Þessir þremenningar léku í Bíókaffi, Siglufirði, sumarið 1935. F. v.: Steindór Jónsson, trommur (starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Óskar Cortes, fiðla (Óskar er ennþá kunnur hljóðfæraleikari og sama má segja um næsta mann á myndinni, píanóleikarann Hafliða Jóns- son). Sendið Vikunni gamlar hljómsveitarmyndir, þær verða endur- sendar jafnskjótt og þær hafa verið birtar). NÝJAR HLJÓMPLÖTUR. Michael Cox: Stand up og In April. Hér er á ferðinni enskur söngvari, sem fáir eða engir hér á landi þekkja. Michael hefur þokkalega rödd og syngur allvel. Sérstaklega er söngur hans í fyrra laginu góður. Þetta er bráðskemmtilegt rokklag, þar sem orðin Stand up eru endur- tekin alloft í textanum. Þessi plata hlýtur að eiga eftir að verða vinsæl hér á landi. í síð- ara laginu er söngur Michaels hálf vellulegur, minnir stundum á Pat Boone þegar hann er upp á sitt versta. Lagið sjálft gefur reyndar ekki tilefni til stór- átaka. Andy Williams fær koss um leið og hann stígur á land í Englandi, en þar va.r hann fyrir skömmu á hljómleika- ferðalagi. Takið eftir myndinni sem fylgir með af Michael Cox, hann minnir ykkur á hann Bessa Bjarnason, er það ekki? HMV-hljómplata úr Fálkan- um, Laugavegi. Andy WiUiams: Can't get used to loosing you og Days of wine and roses. Fyrra lagið á þessari plötu hefur náð gífurlegum vinsæld- um erlendis, og má það heita sjaldgæft, því hér er ekki beint um rokklag að ræða og hér er Framhald á bls. 24. — Þetta heyrðist mér, að það væri verið að banka. I 1 J — Ég hlýt að hafa gleymt mér. húmor i midri viku — VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.