Vikan


Vikan - 11.07.1963, Síða 36

Vikan - 11.07.1963, Síða 36
Koníer's Býður ySur sundbolatízku 1963. Einlita, tvílita, rósótta eða röndótta m/pilsi eða pilslausa. Ljósa liti Döltka liti Lausa hlýra eða fasta hlýra Litlar stærðir, stórar stærðir, yfirstærðir Flegið bak eða háa í bak Við kynnum nýja gúmí þráðlausa teygjuefnið „Spandex“ fislétt og fallegt — Ennfremur í Helanca efnum — Kanter's er kjörsundbolur allra kvenna. Veljið — og þér fáið það bezta. Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): il Eitthvað í umhverfi þínu hefur þvingandi áhrif á þig og hindrar framkvæmdir þínar. Samningslip- urð gæti komið þér að góðu gagni, aðallega á svið- um einkalífsins. Persónuleiki þinn mun fwra þér marga nýja kunningja í skemmtanalífinu. ©Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Kunningi þinn hefur gert þér greiða sem stendur í nánu sambandi við tómstundaiðkun þína, eitt- hvað í sambandi við þennan greiða hefur þú ekki staðið við, en sem þú skalt kippa núna 1 lag. í mál- efnum hjartans skaltu ekki ana að neinu, það væri rétt að hafa 1 hug. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þrátt fyrir nokkra erfiðleika miðar allt 1 rétta átt fyrir þér og máttu vel við una. Þú skalt hafa góð- ar gætur á verkefni sem þér berst en gæti reynzt nokkuð varasamt. Þó þú þurfir dálítið fyrir því að hafa, skaltu samt hafa samband við vin þinn, sem þú veizt að þarfnast þín. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þér berst hjálp frá vinveittu fólki sem þú skalt þiggja. Þú færð mótstöðu úr átt sem þú áttir sízt von á, vertu við öllu búinn. Vertu vingjarnlegur og ákveðinn þá berðu mest úr býtum. Gættu þín sérstaklega á manni sem reynir að breyta skoðunum þínum. Ljónsmerkið (24. júlí—23. júlí): Þú umgengst vini þína og gamla kunningja mikið í vikunni. Líklegt er að þú eigir skemmtilega ferð fyrir höndum. Umgengni við menn Vatnsberamerk- isins er happadrýgst. Hjartans málin eru fremur í lausu lofti, þú ert ekki viss hvernig þú átt að snúa þér. Meyjarmerkið 24. ágúst—23. sept.): Atburðarásin er mikið komin undir afstöðu þinni til málanna, hafðu í huga að þú kemst lengra með þolinmæði og lipurð en stærilæti, hrektu allar slík- ar tilhneigingar burtu. Þú færð tækifæri til að styikja samband þitt við menn sem hafa síðar meir mikið að segja fvrir þig. Vogarmerkið (24. september—23. október): Vertu vel vakandi og láttu ekkert tækifæri ónotað sem þér býðst til að fara út á meðal fólks. Kurteisi og tilhliðrunarsemi ættu að vera einkunnarorð vik- unnar. Ef þú ert um það bil að leggja út í einhverja fjárfestingu ættirðu að hinkra við þar til eftir helgi,, ef því verður við komið. Drekamcrkið (24. október—23. nóvember): Óvænt muntu verða í hóp gamalla kunningja inn- an tíðar og verður það til þess að þú munt taka upp sérstaka vináttu við fólk úr þeim hópi. Bezt er að umgangast fólk úr Hrútsmerkinu, Krabbamerkinu og Tvíburamerkinu. Taktu ekki neinar ákvarðanir sem varða fjölskyldu þína sérstaklega. Bogmannsmerkið (24. nóvember—21. desember): ©Það fer mikill tími til spillis fyrir þér sökum áhuga þíns á mönnum og málefnum. Ef þú villt bera eitt- hvað úr býtum verðurðu að taka þig fastari tökum, sem þú átt hægt með. Á vinnustað virðist allt standa í stað, en gættu þolinmæði þinnar. GcitarmerkiÖ (22. desember—20. janúar): Þú gerir mikla lukku í hópi félaga þinna, ekki mírJ hvað, sízt ef þú umgengst fólk úr Krabba- Bog- manns- og Steingeitarmerkinu- Allar aðstœður haga því svo til að þú færð góð tækifæri til að umgangast þá sem þér þykir vænzt um. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Þú færð vitneskju um eitthvað sem á eftir að hafa mikil áhrif á einkalíf þitt og gera þér mikið ;ott. Geta þín og starfsorka er meiri en þú heldur og skaltu því ekki slá hendinni á móti nýjum verkefnum sem verða til þess að færa þér aukna möguleika. ©Fiskamerkið (20. fcbrúar—20. marz): Framan af vikunni verða dagarnir mjög hvers- dagslegir. En skyndilega kemur ný persóna fram á sjónarsviðið sem feykir grámóðu hversdagsleik- ans burtu. Þessi persóna og þú munu eiga saman margar ógleymanlegar stundir. Heillatala er 4. m

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.