Vikan


Vikan - 11.07.1963, Síða 43

Vikan - 11.07.1963, Síða 43
flöskurnar kipptust, sólin glitr- aði á glerinu, hnetum, poppkorni og Marz-súkkulaðikeppum var troðið í andlitið inn á milli þess að maður gargaði og æpti eins og lungun og raddböndin þoldu. Maður lamdi næsta mann af ein- skærri hrifningu yfir snillingun- um á grasinu, þegar þeir gátu snert boltann. Allt i kring heyrði maður á víxl hrópað: Helvíti, goddammm, djöfull og fokkinn- sonofabits! — Ó — það var yndislegt! Það var mikið skúffelsi meðal samferðamannanna yfir því að snillingurinn Pele frá Brasiliu skyldi ekki leika með, en hann hafði brotið sig f bílslysi dag- inn áður og átti ekki gott með að leika. Mér var persónulega alveg sama. Það var nóg af pel- um þarna ó vellinum til þess að ég skemmti mér konunglega. Brotnir pelar eru líka alltaf leið- inlegir. Douglas, liægri útlierji Bretanna var mitt uppáhald, og ég galaði á hann og uppörfaði eftir beztu getu, hrópaði: „Áfram, Glasi, áfram Glasi!“ og mér er ekki grunlaust um að ég hafi þannig hjálpað honum til að skora hjá Brösunum, allavega fann ég fagnaðarstraum renna niður eftir hrygglengjunni, þegar hann fór að minum ráðum og skaut, — einmitt þegar ég sagði honum að skjóta. „Skot!“ hróp- aði ég af öllum mætti, og hann skaut tuðrunni beint í þorska- netið. Ég roðnaði af feimni, þegar 80 þúsund manns rifnuðu, sprungu og trylltust yfir þessu saiilldarbragði. Hafið þið nokkurn tíma lieyrt 80 þúsund manns æpa samtimis af öllum lífs og sálar- kröftum? Hugsið ykkur bara að allir íbúar Reykjavíkur, karlar og ikonur, börn og gamalmenni, heil- ir og hálfir, litlir og stórir, létt- ir og óléttir, fullir. og ófullir, hlypu samtímis út á götu og æptu og görguðu eins og þeir hefðu allir fengið stóra vinninginn í DAS... ! DAS ist schön! En ég vissi alltaf fyrirfram að það mundi verða jafntefli. Ég sagði það strax við sessunaut minn. Mannstu það ekki, vinur? Ef ég liefði lagt undir hundrað pund, þá væri ég annað hvort hundrað pundum rikari i dag, — eða tvö hundruð pundum fátæk- ari, því að það er enginn vandi að eyða tvöhundruð pundum i Lund- únum á mettíma. Þið skuluð bara prófa sjálf einhvern tíma. Það fór líka svo að Brasarn- ir renndu boltanum í netið hjá Bretunum áður en lauk, og allir klöppuðu voða kurteisislega. Bretar eru þekktir fyrir kurteisi, eins og við vitum bezt hérna heima. Svo er leikurinn úti, pelarnir tómir, hjórinn búinn og við fór- um að hypja okkur af stað aftur. En það fór eins og mig grunti, að bilstjórinn var allur á bak og burt, og enginn vissi hvar bíllinn beið. En það var í sjálfu sér aukaatriði. Hann mundi bara bíða smástund þangað til við vær- um búin að finna bílinn, og við gengum vonglaðir út i sólskinið fyrir utan. „Hann er einhvers staðar þarna,“ sagði einhver, og benti til hægri á nokkur þúsund bíla, sem þar biðu. „Nei, hann er þarna megin/, sagði annar og benti til vinstri á nokkur þúsund bila, sem biðu þar. Ég fór milliveginn, beint fram- undan, og fór að leita meðal nokkurra þúsunda bila, sem þar voru. Ég leitaði i hálftima. Þá hitti ég þrjá fslendinga í troðningnum, sem spurðu: „Hefurðu séð bíl- inn?“ Nei, ekiki var það svo vel. Ég gekk fram fyrir hvern bíl og leit á númerið á hanum, en það var kannski ekki von að ég fyndi liann, þvi ég vissi ekki einu sinni hvaða númer var á honum. Ég leitaði í hálftíma i viðbót, og fór nú til hægri. Þar hitti ég fjóra íslendinga, sem voru að leita, og viti menn: Bílstjórinn kom gangandi til okkar þar sem við stóðum, og sagði að bíllinn væri „þarna“ og benti til vinstri. Hann sagðist ætla að bíða og leiðbeina mönnum að bilnum. Við fórum til vinstri, og týnd- um hvort öðru í fjöldanum. Eftir klukkutíma i viðbót gafst ég upp og lagði af stað gangandi að næstu neðanjarðarjárnbraut- arstöð. Hún var auðfundin, þvi breiðar gangstéttirnar beggja vegna vegarins voru troðfullar af fólki — kílómeters vegalengd — sem allt var á leið þangað. Og það stóð allt kyrrt, því lest- irnar taka aðeins takmarkað magn, og það varð að bíða þang- að til kæmi að því. Kannski bið- ur það þar enn. Þá datt mér snjallræði í hug. Ég ætlaði bara að labba að næstu bjórstofu og biða þar þangað til raðirnar þynntust. Jú, ég fann hana, en fyrir utan hana var önnur kílómeters löng biðröð. Nú fór ég að bölva í hljóði — ákaflega kurteisislega — en fast og ákveðið. Bezt að labba þá bara áfram þangað til ég finn bjórstofu, sem hægt er að troða sér inn í. Og ég lierti á mér. Akbraulin var auðvitað þétt- skipuð bílum í fjórum röðum, og þeir fóru sér svo hægt að ég gekk fram úr þeim hverjum á fætur öðrum. Ég minntist göngu- garpanna, sem tylltu sér stöku sinnum á gangbrettið hjá okkur á leiðinni úteftir. Ég var orðinn þreyttur á labbinu, og snaraði mér upp í opnar dyr á langferða- bil, sem ég gekk framá. Þar ætl- aði ég að hvíla mig smástund. Þá var lirópað margraddað inn- an úr bílnum: „Halló, Karlsson!“ og viti menn — þetta var þá minn eigin elskulegi bíll, og allir félagarnir þar samankomnir, að einum undanskildum, sem fannst gangandi á götunni eftir eina mínútu. Og e-kki nóg með það, heldur kom nú í ljós að hlaupagarpur- inn, sem minnzt var á í upphafi, liafði verið eini maðurinn með viti í ferðinni, því liann átti enn þá til dálítinn forða af þessum vinsælu vörum, sem ég hefi lítil- lega minnzt á áður. Deginum var bjargað vegna fyrirhyggju og framsýni eins vit- urs manns. Mér er að endingu skylt að taka það fram skýrt og greini- lega, að þrátt fyrir skrautlegar ástandslýsingar hér að framan, og jirátt fyrir jjann orðróm, sem íslendingar hafa getið sér á er- lendum vettvangi, að drukkinn mann sá ég alls ekki þennan dag, hvorki meðal íslendinga, né Breta. G. Ií. í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. í keðju. Þar að auki er and- styggilegt að aka í þannig ryk- röð. Um framúrakstur er það að segja, að víst er hann varhuga- verður, og ber þar að fara að öllu með gát. En sá sem ekið er fram úr, þarf ekki síður að vera gæt- inn. Hann hefur alltaf betri sýn fram á veginn en sá, sem á eftir er, og ég hef skilið umferðalög- in þannig, að hann eigi ekki að hleypa fram úr sér, nema öll skil- yrði léyfi. Þá á ökumaðurinn að gefa stefnumerki til vinstri og víkja nóg til þess, að hinum sé framúrakstur greiður, og einnig að draga úr hraðanum, ef nauð- syn krefur. Þetta tefur þann, sem ekið er fram úr, sáralítið, en í staðinn fær hann hlýhug þess sem fram úr fór í vegar- nesti, og það er ekki svo lítils virði. Annars ér aðeins ein örugg regla til í sambandi við akstur úti á vegum og reyndar í borg- um og bæjum líka: Að láta veg og vagn ráða hraða og ganga út frá því sem staðreynd, að allir aðrir ökumenn séu hálfvitar og þaðan af verra. Ég var þarna að hnýta í vega- gerðina. Það er ófært að gefa þeim ekkert gott orð. Rykbindi- efnið, sem þeir hafa sett í Mos- fellssveitarveginn er hreinasta ágæti. Það heldur veginum mjúkum, sléttum og ryklausum, og það er mun betra að aka á því heldur en t. d. kaflanum þarna á Miklubrautinni, sem gatnagerð Reykjavíkur notaði til þess að æfa sig á með gatna- steypuvélina. Sh. Nlvea lnnlhcldur Eucerlt — efnl skylt húSUtunni — trá þvl stafa hln góSu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? NúiS Nivea á andUtiS aB kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fuUkomna raksturinn. 9 ^ VIItAN 28. tbl. — gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.