Vikan


Vikan - 11.07.1963, Síða 51

Vikan - 11.07.1963, Síða 51
hnýttum að og tókum hann 1 drátt. Báturinn var knúinn utanborðs- hreyfli, og varla var hann fyrr kominn í gang en aborrinn tók að brjótast um svo ákaft, að bát- urinn lét ekki að stjórn. Þegar á þessu hafði gengið í nokkrar mínútur, ákváðum við að aflífa aborrann og hafa hann síðan dauðan í togi. til þess not- uðum við skeiðahníf stóran, og þegar við veittum fiskinum bana- sárið, litaðist sjórinn blóði. Við stefndum nú til strandar með hinn mikla fisk steindauðan og hreyfingarlausan í togi. Ekki höfðum við þó langan spöl farið, þegar ég kom auga á hákarls- ugga, sem klauf yfirborð sjávar- ins um hundrað metra frá bátnum og andartaki síðar sá ég aðra tvo, álíka langt aftur undan. Við fylgdumst með þeim, þar sem þeir veittu bátnum eftirför um hríð. Annað slagið syntu þeir spölkorn til vinstri, tóku síðan slag til hægri, og þannig sitt á hvað, og þó varð hvert slag nokkuð skemmri hinum fyrri, svo að helzt minnti á þrjár flugvélar, sem leituðu lendingar að leiðsögn radíóvita. Þegar þrenningin kom nær, sá- um við að forystuhákarlinn var að minnsta kosti fimmtán feta langur, og fylgifiskar hans um ellefu til tólf fet hvor. Það leyndi sér ekki, að þeir höfðu mikinn áhuga á fiskinum, sem við höfð- um í togi. Það var annar af þeim minni, sem hóf atlöguna. Hann réðist á sjóborrann miðjan, og svo harka- lega, að það var eins og bátnum væri kippt aftur á bak. Þegar svo að sá stærsti réðist á aborrann, skók hann bátinn svo til í átökunum, að sjór gekk yfir borðstokkana. Andrá síðar voru þeir farnir að rífa fiskinn í sig, allir þrjr, og sá ég þá ekki annað vænna en að skera á drátt- arlínuna svo að bátinn fyllti ekki í hamförunum. Ég knúði utanborðshreyfilinn til hins ýtrasta og báturinn tók þegar flugskrið, þegar hann hafði ekki neitt í togi framar. Mér varð litið um öxl. Sjórinn var spegil- sléttur og sást ekkert til hákarl- anna. Engu að síður vissi ég að þeir voru ekki langt undan. Þeir höfðu dregið bráð sína í kaf og gæddu sér nú á henni, skammt undir yfirborðinu. Heyrn hákarlsins hefur enn ekki verið rannsökuð til neinnar hlítar, en margt bendir til þess, að hún sé næm fyrir hljóðbylgj- um af lágri tíðni, og því heyri hann til manns og fiska á sundi. Aftur á móti er ekki vitað hve heyrn hans er langdræg. Sé sprengja sprengd neðansjáv- ar, þyrpist hákarlinn að til að athuga hvað gerzt hefur, og er því vitað að annað hvort nemur hann hljóðbylgjurnar, sem breið- ast út í vatninu ellegar þá titring- inn. Það er talið, að fiskur á öngli eða særður á annan hátt, gefi frá sér hljóð, sem mannseyrað nemur ekki, en verður aftur á móti til að kalla hákarlinn á vett- vang. Það er vitað að kvak særðra f ugla kallar tófur og merði að, svo að ekki er ólíklegt að sama máli gegni um fiskana og hákarlinn. Það er að minnsta kosti áreið- anlegt, að einhvernveginn berst hákarlinum vitneskjan um þegar fiskur er á öngli, því að þeir eru óðara komnir að úr öllum átt- um þegar vænn fiskur er dreg- inn um borð, þó að enginn hafi sézt í námunda við bátinn, áður en fiskurinn beit á. Ef þeir ásæktu þá einungis þær fiskitegundir, sem hafast við grunnt í sjó, væri það ekki ó- sennileg ágizkun, að það væri lágtíðnishljóð af busli og skvampi þeirra, sem kallaði hákarlinn á vettvang. En sjómenn, sem stunda djúpfiskveiðar, hafa þá sögu að segja, að hákarlinn láti ekki frekar á sér standa, þegar bítur á hjá þeim á miklu dýpi. Á stundum er ásókn þeirra jafn- vel slík, að sjómennirnir verða að flýja djúpmiðin. Ekki er útilokað, að það sé fyrir hendingu eina, að hókarl- inn drífur að, og ekkert hljóð komi þar til greina. Það er almennt álitið, að sér- hver lifandi skepna þurfi að njóta einhvers konar svefns. Venjulegur maður kemst ekki að staðaldri af með minna en átta klukkustunda svefn á sólar- hring. Fuglar setjast að í limi, þegar rökkva tekur og blunda unz birtir. Kettir og önnur þeim áþekk dýr, vaka og sofa á víxl eftir ástæðum. Fiskurinn hefur sundmaga, sem gerir honum fært að liggja algerlega hreyfingarlaus í lengri eða skemmri tíma, og á því dýpi, sem hann kýs, því að hann getur dregið sundmagann þannig sam- an, að hann myndi eins konar jafnvægi, þannig að fiskurinn hvorki flýtur upp né sekkur, þó að hann hætti að hreyfa ugga eða sporð um hríð. Hákarlinn hefur aftur á móti ekki neinn slíkan öryggisútbún- að. Skrokkþyngd hans er með þeim hætti, að hann tæki að sökkva um leið og hann stöðv- aði sundið. Á grunnu vatni mundi þetta ekki gera honum neitt til, því að hann sykki þá einungis að sandinum eða í leðjuna og lægi þar. Öllu ónota- legra yrði það, ef hann ,,legði“ sig á þeim slóðum, sem • hann heldur sig yfirleitt, úti á haf- djúpunum; hann mundi sökkva um þrjá kílómetra á tæpri klukkustund. Það er því hald manna, að hákarlinn þurfi ekki að sofa í venjulegum skilningi. Kannski mókir hann andartak við og við, en í rauninni verður hann að synda án afláts frá því er hann fæðist og þangað til hann deyr. Skrápur hákarlsins er og ger- ólíkur húð allra annarra dýra. Yzta lag hans er algróið örlitl- um gaddkörtum, sem skipta tug- um þúsunda, og svipar að efni og hörku mest til tannanna. Örðugt er að kveða á um það, hvar í húðinni rætur gaddanna liggja. Sundmenn hafa orðið fyr- ir því að hörundið hefur tætzt af þeim þegar hákarl hefur strokizt utan í þá.Oft hefur það komið fyrir þegar hákarl hefur verið dreginn, að skrápur hans hefur skafið alla málningu af súð skipsins á kafla og jafnvel tætt og táið viðinn. Hákarlsskrápurinn er ótrúlega sterkur. Húsgagnasmiðirnir í gamla daga notuðu hann til að fága með við, áður en sandpapp- írinn kom til sögunnar. Enn eru það sverð þau er riddarar notuðu á miðöldum, og er meðalkafli þeirra vafinn há- karlsskróp. í orrustu varð ridd- arinn að hafa fast og öruggt tak á sverði sínu, jafnvel þótt það væri löðrandi í blóði, og víst er um það að skrápurinn rann ekki til í greipinni. Það má furðu gegna að sjó- mönnum skuli aldrei hafa til hugar komið að sóla skó eða stígvél hákarlsskráp. Hann mundi veita þeim örugga fót- festu á þilfarinu, hvað blautt og sleipt sem það væri. Svo harður er skrápurinn, að hann slævir óðara hvað bitra egg sem er. Ég á skeiðarhnif, hinn bezta grip, sem ég hef miklar mætur á. Hann er hand- smíðaður og blaðið gert úr harðasta stáli. Oft og tíðum hef ég notað hann svo dögum skipti, án þess nokkuð drægi úr biti hans — kubbað með honum brenni, skorið með honum tjald- hæla, gert að fiski, opnað með honum dósir og sniðið þyrni- kjarr. En hafi ég ætlað að skera með honum hákarlsskráp, hef- ur blaðið óðara orðið gersam- lega bitlaust. Hákarlsskrápurinn hefur ver ið markaðsvara öldum saman, og margur veiðimaðurinn hefur fengið sig fullreyndan við að flá hann af skrokknum, eftir að hákarlinn var dreginn og drep- inn, eftir harða viðureign. En svo gerðist það fyrir nokkrum árum, að hugkvæmur sjómaður gerbreytti fláningar- tækninni. Hann hélt með hákarl- inn til hafnar, og dró hann upp að vélsmiðju einni, sem hafði yfir að ráða loftþjöppu með fimmtíu kílógramma þrýstingi. Því næst gerði hann örlítið gat á skráp hákarlsins aftur við sporð, smeygði slöngustútnum þar inn og opnaði fyrir loft- strauminn. Og það var eins og við manninn mælt, loftþrýsting- Framliald á bls. 50. VIKAN 28. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.