Vikan


Vikan - 11.07.1963, Side 52

Vikan - 11.07.1963, Side 52
HANN ER EINS OG DYRIÐ I SKOGINUM MeS sívaxandi bílaöld og al- mennri velmegun í hinum frjálsa heimi, hafa bílar meS sportlaga eiginlcika orðið stöðugt vinsælli. Eitir því sem menn venjast því að umgangast bíla og kynnast þeim af eigin raun, verða þeir færri, sem vilja helzt eitthvað nógu stórt og krómslegið. Þess vegna er það, að Evrópubílarnir hafa staðið sig vel í samkeppni við þá amerísku. ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. XKE hæfir ekki íslenzkum vegum eins og þeir eru nú, en þess vegna er ekki hægt að mæla með lionum hér. En önnur gerð af Jagúar lientar okkur að minnsta kosti eins vel og hver önnur gerð. Það er Jagúar Mark 2, bíllinn, sem þið sjáið á forsíðunni og þess vegna finnst Vikunni til- hlýðilegt að kynna hann ofurlítið nánar fyrir lesendum sinum. er í heiminum i dag. Hann er það dýr, að tæplega er ástæða til að gera hann að umtalsefni hér, en víkjum aftur að Jagúar Mark 2. Hann einkenn- ist af mjúkum og ávölum línum, sem draga úr mótstöðu loftsins. Vélarhlífin er fremur löng eins og oftast á sér stað á bílum með sportlega eiginleika. Að innan er frágangurinn svo vandaður, að af ber: Leður í sætum og val- virðist þess albúinn að stökkva á bráð sína hraðar en auga á festi. Um Jagúar Mark 2 er það sagt, að Iiann sé fyrsta flokks öku- tæki með sportlega eiginleika og mikla hraðamöguleika, samfara öryggi í akstri. Það fer mjög vel um fjóra i honum og ekki illa um fimm, en þá er bíllinn orðinn nokkuð aftursíginn, þegar hann er fullhlaðinn farþegum og far- angri. Það er auðvelt að komast Hér til hliðar er mynd af sportbílnum E. Að ofan er Mark 2, og að neðan sézt x skottið, sem cr allsæmilega stórt og auðvelt að komast að því. Af öllum Evrópubílunum ólöst- uðum, mun Jagúar vera sá bíll, sem mestrar hylli nýtur af þeim, sem gott skyn bera á þessa hluti. Þessi rennilegi, brezki bíll stend- ur á gömlum merg og hefur farið varlega í sakirnar, hvað róttækar breytingar áhrærir. Til eru jirjár gerðir af Jagúar. Það er sportbillinn, Jagúar E, geysilega rennilegur, með langa trjónu og talinn af sérfræðingum einn girnilegasti sportbíll heims- ins. Hann er ca. 8 sekúndur að Jagúar Mark 2 er hvort tveggja í senn, sportbill og fjölskyldubíll og kostar aðeins kr. 360 þúsund. Það er að vísu dálaglegur skild- ingur, en einn þekktur, erlendur bíladómari hefur sagt: „Ef til vill er Jagúar atliyglisverðastur fyrir verðið. Hann kostar helm- ingi minna en aðrir bilar i svip- uðum gæðaflokki“. Þriðja gerðin af Jagúar heitir „Mark 10“ og kostar aftur á móti liðlega 900 þúsund. Það mun vera einn fínasti bíll, sem framleiddur hnota í borðinu. Hann tekur fimm í sæti. Mörgum er svo farið, að þeir falla í stafi, þegar þeir sjá Mark 2 í fyrsta sinn, vegna þess hve rennilegur og villidýrslegur hann er í útliti. Þetta villidýrslega út- lit undirstrika verksmiðjurnar mc-ð því, að auglýsa hann einna helzt með myndum, þar sem hann er að liálfu falinn í kjarri eða einhverju slíku, en þá minnir Iiann einmitt mikið á skepnuna, sem hann er heitinn eftir, og FIAT 1500 Vél: 80 ha, fjögra strokka, 1481 cc. Borvídd 77 mm, slaglengd 79,5 mm, vatnskæld, liggur — vikan 28. tbl. framan í. 4 gírar áfram, allir samstilltir. Lengd 4,03 m, breidd 1,55 m, hæð 1,37 m. Hæð undir lægsta punkt 14 cm. Beygjuradíus 5,10 m. Iljólastærð 560x13, þyngd 1040 kg. Viðbragð 0—80 km á 10,6 sek. Verð 1500: Ca 178 þúsund.. FÍAT 1300: Vél: 72 ha, 1295 cc, borvídd 72 cm. Viðbragð 0—80 km á-13,6 sek. — Verð 1300: Ca 170 þús. Umboð: Orka h.f. Þessi bíll kom mér eiginlega skemmtilega á óvart. Eg hélt ekki, að hann væri eins lipur og skemmtilegur og hann reyndist vera. Að útliti er þetta laglegur bíll og rennilegur, og frá- gangur hans lítur mjög vel út. Að innan er hann einnig mjög vel úr garði gerður, og verður varla fundið að hinu ytra útliti. Strax og setzt er undir stýri, vaknar hjá manni nota- kennd og manni finnst strax, að hér fari vel um mann. Enda eru framsætin, að- skildir stólar, mjög þægileg, og þar að auki hægt að stilla þau fram og aftur og hallann á bak-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.