Vikan


Vikan - 11.07.1963, Síða 53

Vikan - 11.07.1963, Síða 53
Jagúar Mark 2. inn í hann, og auðvelt að raða farangri í farangursrúmið, sem þó er í minna lagi. Fjöðrunin er eins og bezt verð- ur á 'kosið. Hún er ekki svo lin, að billinn hallist og rambi eins og bátur á bárum, en hins vegar nógu mjúk til þess, að hún stend- ur fyllilega á sporði þvi bezta, sem við höfum vanizt, og fer jafn- vel fram úr þvi. Jagúarinn liggur þvi með afbrigðum vel, en hefur að vissu leyti tilhneigingu til ])ess að sletta til skottinu í beygjum, ef geyst er farið. Hins vegar er stýringin nákvœm og léttvirk, svo auðvelt er að vinna upp á móti þessum galla. Jagúar fæst bæði með fjögurra gíra kassa eða sjálfskiptingu með þrem girum. Sé um beina skipt- ingu að ræða, er gírstöngin i gólfi og kassinn samstilltur i alla nema fyrsta. Þrenns konar mótora er um að velja, 2,4 I (120 ha) 3,4 1 (210 lia) og 3,8 1 (220 ha). Með minnsta mótornum er hægt að ná 110 km hraða á þriðja gir en 165 km á fjórða, með 3,4 1 mótornum er hámarkshraðinn 193 km eða 200 á þeim kraftmesta. Vinnsla og gírskiptingin er þó það „el- astisk“, að það er liægt að fara niður í 20 km á fjórða gir, þótt að sjálfsögðu sé það ekki rétt meðferð. — Bremsurnar eru diskabremsur og vinna mjög vel. Sé um sjálfskiptingu að ræða, heldur billinn sjálfkrafa hemlun- um þar til stigið er á benzín- gjöfina; þetta kemur í veg fyrir það, að bíllinn sigi áfram þegar hann á að standa kyrr, eins og inörgum sjálfskiptum bílum liætt- ir til að gera. Þegar þetta er skrifað eru að- eins tveir Jagúar Mark 2 á skrá hér á íslandi. Orka h. f., sem um- boð hefur fyrir þessa bila, tel- ur ástæðuna fyrir því, að þeir eru ekki fleiri vera þá, að menn haldi yfirleitt, að Jagúar liljóti að vera miklu dýrari en raun ber vitni um og spyrja þess vegna ekki um hann. Að iokum þetta: Ken Purdy er maður nefndur og skrifar sá um bila í bandarískt timarit. Hann segir: „Ef hægt er að taka einn bíl út úr þeim fjölda ágætra bila, sem framleiddir eru i heiminum um þessar mundir og segja: Þessi er beztur, — þá mundi ég fyrir mitt leyti veita Jagúar þann heiður“. Takið eftir sætumim: Að framan að- skildir stólar, að aftan sófi með góðum stuðningi við lærin. Mælaborðið er lireint afbragð. Hér er hægt að fylgjast með öllu með því einu að líta á mælana. inu eftir vild. Stýrið liggur vel við, og öll stjórntæki vel stað- sett, þar sem greitt gengur að komast að þeim. Útsýni úr bíln- um er mjög gott, það horn er varla til, sem ekki sést greiðlega. Strax þegar ekið er af stað, kemur í ljós, að þetta er til muna kraftmeiri bíll en margir aðrir í sama verðflokki. Hann er mjög snöggur í viðbragði og verður aldrei vinnsluvant. En hann er með mjög hraðgengan mótor og er því nauðsynlegt að aka hon- um vel út í gírunum, en hætt er við því, að erfitt sé að fá ís- lendinga til þess. Þeir álíta alltaf, að þeir séu farnir að pína vél- arnar, ef þeir láta þær snúast hratt. Fyrir bragðið pína þeir þær með því að láta þær snúast of hægt og eyðileggja þær þann- ig fyrir aldur fram, auk þess sem þeir fá aldrei út úr þeim þá orku, sem þær í raun og veru búa yfir. Gírskiftingin er í stýrinu, en er óvenju auðveld og góð af stýrisskiftingu að vera. Fíat 1500 liggur mjög vel á vegi, með fáeinum smávægileg- um undantekningum þó. Hann Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.