Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 5
lialdið fram, að þú gætir ekki gert þetta. Einmitt þetta undir- strikar það, sem við vildum leiða í Ijós. JAFNVEL ÞÚ gætir skrifað svona bók! Mér er alveg sama hvað þið segið, þessir strákar, sem settu Þokur saman eru gjaldgengir á skáldaþekk og þeir eiga að fá sitt sæti á Mokka þó ekki væri nema fyrir hugmyndaflugið í þessum ljóðum. Hverjum hefur dottið annað eins í hug og þessi ósköp, sem aumingja prestlærði maðurinn vildi fá skýringar á: „Er deiglumergðin snapir ferskjugríð". Var það furða. P.S.J. Mánudagsblaðið var að skora á ykkur að birta nöfn „menning- arvitanna". Ætlið þið ekki að gera það? Annars þekkti ég þá alla. Ég er samþykkur því, sem Agnar Bogason sagði í Mánu- dagsblaðinu, að atómkveðskap hefur verið greitt rothögg. Jón K. -------Nei, Jón. Við látum eng- ar áskoranir á okkur fá og lát- um við svo búið standa. ... Þetta var ljótt. Það er fantaskapur að fara svona með blásaklausa menn. Svei ykkur bara! . .. Annars var þetta hreinasta snilld. Til lukku! MMM. . . . Hvort sem þið viljið trúa því eða ekki, þá er þessi ljóða- bók bara asskoti góð. Ég meina það. Þessir ungu menn eiga það skilið að fá skáldastyrk ... Það eru sko margir talsvert verri en þeir, og vel það . . . Boli. ... Geta þessi fórnardýr ekki farið í mál við Vikuna? Kári (ekki Jón). — — — Ætli þá langi nokkuð til þess? .. . Nú, já. Helgi Sæmundsson á ferðinni. Ætli maður hafi ekki þekkt aðferðirnar. Verst að það skyldi alveg mislukkast hjá hon- um að klekkja á Sámi frænda á Mogganum. Eða var það ekki meiningin, ha? Einn eldri en tvævetur. — — — Það þarf sannarlega hugmyndaflug til þess að koma Helga Sæmundssyni í samband við þetta. Svona hæfileika þarf að virkja. Viltu koma og tala við okkur. Sturta ... Kæra Vika. Við hjónin búum í mjög lítilli íbúð, og í henni er ekkert bað- ker. Við erum langt frá því að vera vel efnuð, enda eigum við 5 börn á framfæri og tekjurnar heldur litlar. En það skiptir raunar ekki máli. Við reynura að ganga eins þriflega um og hægt er og börn- unum reynum við alltaf að halda nokkurn veginn hreinum. En þetta baðkersleysi er alveg voðalegt. Við höfum að vísu sturtubað, sem kemur okkur flestum að góðu gagni, en yngsti strákurinn sem er tveggja ára, er svo sjúklega hræddur við sturtu, að hann bókstaflega brjálast, þegar ég sting honum undir bununa. Maðurinn minn segir, að hann geti beðið sálar- tjón af þessum „pyndingum", en ég held því fram, að það hljóti að vera hægt að venja hann við bununa og þetta sé óþarfa til- finningasemi í manninum mín- um, en hann heldur fast við sinn keip. í gær rifumst við svo út af þessu, að ég ákvað að leita álits þíns, Vika mín, því að þú hefur reynzt mörgum vel. Ég sagði, að strákurinn myndi fljótt venj- ast sturtunni, og ef maðurinn minn væri á annarri skoðun, gæti hann bara farið og keypt baðkcr handa stráknum. Hvað segir þú um þetta deilu- mál, Vika mín? Kona. -----— Maðurinn þinn hefur á réttu að standa. Litli strákurinn getur beðið ævarandi sálartjón af þessu. Ef hann er sjúklega hræddur við sturtuna, eins og þú segir, þá tjóir hreint ekki að troða honum undir bununa. Nei, það verður að velja aðrar og flóknari krókaleiðir til þess að venja hann við sturtuna og um- fram allt að forðast að fara il’a að litla anganum. Ekki getur hann gert að því þótt hann sé hræddur. Hvað baðkerskaup snertir, verður budda mannsins þíns víst að segja til um þá fjár- festingu. VIKAN 30. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.