Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 31
Ekkja nokkur hafði misst eiginmann sinn og stuttu síðar son sinn, sero hún elskaði mjög. Nú vonaðist hún til þess að ná sambandi við þá með aðstoð miðils. Og dag einn kom einmitt til hennar miðill, sem bauðst til þess að koma henni í samband við hina framliðnu. Þetta var víðfrægur og dáður miðill um þessar mundir — en við kom- umst að því, að þetta var hinn versti svikahrappur. Ekki leið á löngu áður en ekkjan var. komin í glæsilegt hús við breiðgötu í London, og þar beið hún eftir „samband- inu“. Þetta var síður en svo ó- dýrt — hvsr fundur kostaði tíu guineas, yíir þúsund krónur. Til þess að kynna sér allar að- stæ'our hjá ekkjunni, hafði mið- illinn sent nokkra vini sína á gistihúsið, þar sem ekkjan bjó. Þeir umgengust ekkjuna tals- vert á gistihúsinu, og eins og gengur og gerist, tók ekkjan brátt að segja þeim þaetti úr ævisögu sinni. Þetta færði mið- illinn sér í nyt, og ekkjuna rak í rogastanz. Allt stóð þetta heima, sem miðillinn sagði, og ekkjan hafði það orðið á tilfinn- ingunni að maður hennar sæti beinlínis við hlið hennar. Þá var loks kominn tími til að miðillinn byrjaði að daðra við konuna. Að vísu var hann giftur bráðmyndarlegri konu, en hann kvaðst mundu sækja um skilnað. Ekkjunni leizt ekki sem bezt á þetta, því að hún hafði alls ekki í hyggju að giftast aftur, en loks féllst hún á að þýðast hann, ef hann skildi við konu sína. Þessi ást, sem nánast var and- leg, varð skammlíf. Ekkjan hélt fundunum áfram og grun- aði ekki hið minnsta. Miðillinn skýldi litlum hátalara í klasðum sínum og öðrum í ljósakrónunni, þannig að allur boðskapurinn frá heimi framliðinna virtist svífa í loftinu. Aldrei minntust andarnir á samband ekkjunnar og miðilsins. Holdgun anilans. Dag einn, er ekkjan hafði á- kveðið að ná sambandi við ást- vini sínn látnu, fékk miðillinn annann mann í lið með sér, til þess að . gabba nú ekkjuna hressilega. Ekkian átti að af- henda -miðlinum 15000 pund, til þess að ,,frelsa“ hinn látna eig- inmann hennar. Þetta var gert vegna ekkjunnar sjálfrar, átti hinn meðseki að tilkynna. Ef hún gerði það ekki, gæti illa farið fyrir henni. Þetta hreif. Ekkjan komst við, einkum þar sem hún þóttist viss um að miðill númer tvö vissi ekkert um miðil númer eitt. Auðvitað fór hún strax til vin- ar síns, miðils númer eitt og sagði honum frá þessu, og brátt voru þau bæði komin á veitinga- stað, til þess að halda þetta há- tíðlegt, Sama kvöld var hún svo kynnt fyrir manni, sem fékkst við andatrú — sem var reyndar „góðkunningi“ Scotland Yard, þar eð hann var tíður gestur í fangelsum landsins. Báðir voru þeir kumpánar glaðir yfir þvi, að ekkjan hafði náð sambandi við eiginmann sinn, og miðill númer eitt til- kynnti, að kona hans hefði beð- ið sig um að fá að fara utan og koma þar á fót verzlun, til þess að hann gæti verið frjáls ferða sinna. Þannig röbbuðu þau lengi kvölds, og loks varð það úr, að ekkjan fór í bankann og tók þar út 15000 pund. Sjálfir fylgdu þeir henni í bankann. En rétt áður en komið var að bankanum, afsakaði miðill eitt sig og kvaðst þurfa að sinna brýnu erindi, en vinur hans fylgdi henni áfram til bankans. Þrátt fyrir aðvaranir banka- stjórans, tók hún út peningana og fól þá í hendur miðlanna tveggja. Síðan fór hún og vinur hennar í nokkurs konar brúð- kaupsferð um landið. Ævintýr- inu iauk skyndilega, er tilkynnt var, að kona miðilsins hefði framið sjálfsmorð. Hún hafði opnað fyrir gasið í örvæntingu sinni yfir svikum manns síns. Það kom síðar í ljós, að hún hafði engum peningum yfir að ráða; svikararnir höfðu séð fyrir því. Ekkian sá sig nú skyndilega um hönd, húðskammaði svika- hrappana, stökk inn í leigubíl og sagði við bílstjórann: — Scot- land Yard. Þannig heyrði ég söguna. Og ekkjan þrætti lengi fyrir sam- band sitt og miðilsins. Hún var hrædd við að málið yrði opin- bert, svo að við gátum ekkért aðhafzt. Miðlarnir tveir voru farnir til Suður-Afríku, þar sem þeir reyndu svipuð brögð. En þar elti íánið þá ekki sem fyrr, svo að þeir sneru snauðir aftur til London — þar sem þeir ætluðu að beita aftur sömu klækjum við ekkjuna. En í þetta . sinn brást þeim bogalistin. Nú hafði blað andatrúar- — VIKAN 30. tbl. í HÁTALARA MIÐILSINS Hol röddin frá ríki framliðinna sagði: Borgaðu honum milljón krónur - til þess að maðurinn þinn öðlist frið... Flesfir eiga sínar veiku hliðar — og harðsvíraðir svikarar ern ó- trúlega slungnir í því að koma auga á þessar veiku hliðar og verða sér þannig úfi um auðfeng- inn gróða. En Percy Smith sýnir einnig fram á, að þessir ófyrir- leitnu svikarar eiga sér líka veik- ar hliðar — sem nær alltaf verða þeim að falli ..... manna komizt á snoðir um þetta mál, og það kom brátt í ljós, að þessir svikamiðlar áttu sér langt syndaregistur að baki. Og þeir beittu hinum ótrúlegustu klækj- um, meðal annars tæki einu, sem glapti saklausa og trúgjarna menn frá allri skynsemi. Her- .bergið, þar sem kuklið fór fram, var nálægt sjö fermetrum á stærð. Það var hátt undir loft. Dyr lágu að forstofunni. Tíu til tólf stólum var komið fyrir í röð andspænis fornfálegum og hátíðlegum stól í hinum enda herbergisins. Stórt borð stóð á miðju gólfi og á gólfinu var þykkt teppi með messingbrydd- ingum, og í einu horninu hékk lampi, sem sendi dauft, rautt ljós um herbergið. „Miðlarnir" fóru nú að sem hér segir: Þegar „viðskiptavin- irnir“ komu þangað, urðu allir að fara úr yfirhöfnunum í for- stofunni og leggja veski og því- líkt í skáp, sem síðar var læst. Hver hafði sinn lykil að eigin hólfi í skápnum. Síðan var farið með fólkið inn í „andastofuna11, og stuttu síðar kom miðillinn inn og settist í stólinn. Nú var tekið að leika annarlega tónlist á grammófón, og um leið virtist miðillinn falla í trans. Tónlistin þagnaði, og ómurinn frá lúðr- 'um, trommum og fjarlægum röddum fyllti herbergið. Radd- irnar kölluðu á nöfn eins og „Cheng Ling“ og „Brennandi vatn“ o. s. frv., og viðskiptavin- irnir hlustuðu dolfallnir. Þá heyrðu þeir sagt frá smávægi- legustu hlutum úr fortíð þeirra. Hér var ekki um að villast. Loks gramdist augsýnilega andanum, því hann kastaði lúðrunum og trommunum í gólfið. Miðillinn var allan tímann í trans, en í rauninni var hann í stöðugu sambandi við mann í næsta herbergi. Áður en miðill- inn fór inn í herbergið, fór hann í skó með koparhælum. Frá skónum lágu leiðslur upp sokk- ana og undirfötin að litlum há- talara, sem falin var í klæðum hans. Þegar hann lagði hælinn á messingbryddingarnar í tepp- inu, náði hann sambandi við fé- laga sinn í næsta herbergi, og sá sagði lionum frá öllu iþví, sem fannst í veskjum og eigum viðskiptavinanna. Þannig gat hann sagt fólkinu hina ótrúleg- ustu hluti um það sjálft. f gegn- um hátalarann í loftinu barst svo drungaleg rödd hans — og fólkið stóð á öndinni af undrurr og skelfingu. VIKAN 30. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.