Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 37
 MAGIC LINEN FACIAL BLOTTERS HÉR ERU STÓRKOSTLEGAR FRÉTTIR FYRIR ÞÁ, SEM IIAFA FEITA HÚÐ. FRESH-UPS FJARLÆGIR ALLA FITU OG SVITA, SEM ALLTAF MYNDAST KRINGUM AUGUN OG NEFIÐ OG EYÐILEGGUR MAKE-UP OG AUGNSNYRTINGU. LEGGIÐ FRESH-UPS Á HÚÐINA (EKKI NUDDA) OG ALLUR GLJÁI HVERFUR SAMSTUNDIS, ÁN ÞESS AÐ IIREYFA MAKE, EÐA AÐRA SNYRTINGU. I»ÉR FÁIÐ ÓKEYPIS SÝNISHORN í NÆSTU SNYRTI- VÖRUVERZLUN. SterSing hff. Sími 13649. 100 varadekk og . . . Fx-amhald af bls. 15. fugl, hraðskreiðari og öruggari en hinn fyrri. Á því tryllitæki ætlar Donald að ná meira en 700 km liraða og þá fýkur metiS ef allt gengur að óskum. N'ýi Blá- fuglinn er geysistór, 9 m langur og 2.5 m á breidd. Hann dregur til sín eldsneyti á 300 metra fresti, er 4.5 tonn á þyngd, út- búinn með túrbínumótor, sem orkar 4.250 hestöflum. Donald Champbell ætlar að gert tilraun með nýja Bláfuglinn á saltsléttu í Ástralíu. Þar fær hánn 33 kin langa braut. Til þess að forðast fyrri mistök, hafa 2000 tonn af salti verið færð burtu og þá á víst að heita svo að brautin sé rennislétt eins og gólf. Allt verður vandlega und- irbúið. Bláfuglinn var sendur til Ástralíu snemma á þessu ári. Með honum fór að sjálfsögðu Champbell og 20 aðrir sérfræð- ingar og vehkfræðingar. Þeir liöfðu með sér 200 kistur af varahlutum, þar á meðal vara- mótor og livorki meira né minna en 100 varadekk. Hins vegar er Iiætt við því, að Champbell kom- ist aldrei svo langt að skipta um dekk, ef á annað borð springur hjá honum eftir að Bláfuglinn cr kominn á 6—700 km hraða. Það mun vera eitthvað svipaður hraði og Viseount-flugvélar ná. Það verður án efa fylgzt með hraðametstilraun Champbells um allan heim og vonandi geta Bretar andað léttar á eftir. Þau hittust í Róm. Framhald af bls. 25. AU komu ekki heim á hótelið fyrr en fyrstu sólargeislarnir vörpuðu gullnum bjarma á ána. í leigubílnum sagði Lisa. — Ég hef aldrei skemmt mér svona vel, John! Þetta hef- ur verið yndislegt kvöld og mér finnst ég svífa heim á rósrauðu skýi. — Hvernig ferðu að því, að líta svona vel út klukkan fimm að morgni? Hann sneri henni blíðlega að sér og kyssti hana. Það var langur og innilegur koss. — Langar þig til að fara eitthvað og borða hádegisverð? Hún hristi höfuðið. Nei, nú ætla ég að sofa — sofa í marga klukkutíma. - En í kvöld? spurði hann. John, það er dálítið, sem ég . .. — Segðu bara já eða nei, sagði hann ákveðinn. Á þessu augnabliki vildi hann ekki heyra neitt um vin hennar heima. — Já, sagði .hún. Hann tók fastar um hönd hennar, en hún horfði ekki fram- an í hann. Þegar bíllinn kom að gistihúsinu, beið hún ekki með- an hann borgaði bílinn og var farin upp með lyftunni, þegar hann kom inn. Þegar hann kom upp á her- bergið sitt fór hann í kalt steypi- bað og hafði fataskipti. Hann vai’ð að Ijúka við vinnu sína í dag, en svo fengi hann tíma til að eyða nokkrum yndislegum dög- um með Lisu. John hafði leigt bíl og um kvöldið óku þau út um borgar- hliðin og út í sveit. Þau óku um skemmtileg lítil þorp með vin- gjarnlegum krám og drukku svalandi sveitavínið. Þegarkvöld- svalinn kom, óku þau aftur til Rómar og borðuðu á veitinga- húsi og dönsuðu fram á morgun. Það kom af sjálfu sér, að þau leiddust heim og það var jafn eðlilegt, að bjóða hvort öðru góða nótt með löngum kossi. John fann að hann var alvar- lega ástfanginn. Honum fannst að hann verða að segja Lisu það, þótt það yrði ef til vill til þess, að hann gæti ekki verið með henni það sem eftir væri af frí- inu. Þennan dag ákváðu þau að aka enn lengra út í sveitina en þau voru vön. í byrjun gat hann sýnzt rólegur og ekki látið á neinu bera, eða svo fannst hon- um. Það var ekki fyrr en Lisa sneri sér að honum, að hann vissi, að leikur hans hafði ekki verið sannfærandi. Hún sagði: — Þú ert svo þögull, John. Yfir hverju ertu áhyggjufullur? — Það er ekkert. Ég var bara að hugsa um Tom. Um Tom! kallaði hún og rödd hennar var svo hvöss að hann leit upp. Já, eftir að ég kom hingað sendi ég honum kort með heim- ilisfanginu mínu, og hefði ég ekki gert það, mundi ég aldrei hafa hitt þig! Hann stanzaði bílinn og þegar hún ætlaði að segja eitthvað, dró hann hana til sín. — Ekki að segja neitt núna, Lisa. Ég verð að segja þér dálítið. — En við ættum ekki . . . Hún þagnaði og augu hennar voru full af tárum. — Bíddu svolítið, elskan mín, ég veit að við verðum að tala saman, en má það ekki bíða svo- litla stund. Hvernig sem allt fer, þá vil ég að þetta kvöld verði þannig, að við getum bæði minnzt þess með gleði. Tveimur tímum seinna, þegar þau sátu á svölunum fram með veitingahúsinu, sagði hann: — Ég elska þig, Lisa. Ég vil kvæn- ast þér. Ég ... ég get ekki hugs- að þá hugsun til enda, að þú ... — Elsku John, veiztu það ekki? Stór augu hennar litu beint í hans. — Ég elska þig líka. Já, þau mundu lengi þetta Framhald á bls. 40. AÐEINS MEÐ ÞVI AÐ NOTA EYE-QS AUGNPUÐA, ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA AUGNMÁLNINGU ÁN ÞESS AB STREICKJA Á IIÚÐINNI UMIIVERFIS AUGUN. EN EINS OG ALLIR VITA (EÐA ÆTTU AÐ VITA) MYNDAST IIRUKKUR KRIINGUM AUGUN VIÐ ÞAÐ AÐ HÚÐIN ER TEYGÐ OF MIKIÐ. LEGGIÐ PÚÐANN YFIR AUGAÐ OG BÍÐIÐ NOKKR- AR SEKÚNDUR, OG IIINIR ÓVIÐ JAFNANLEGU EYE-QS LEYSA UPP ALLAN MASKARA, EYE- LINER OG AUGNSKUGGA. STRJÚIUD OFUR VARLEGA ÚT FRÁ NEFINU OG ÖLL AUGNMÁLNING SITUR EFTIR í PÚÐANUM. EINN PÚÐI ER NÓG FYRIR BÆÐI AUGUN. Sferling hf. Sími 13649. VIKAN 30. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.