Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 10
' . *■ ?)% K 'i>i • m ' ' í* -*» * ! ííMííííwm&mMmíMM •rVi ■ § § "■* sg§gg fj a ff IgM^SRR ftæfæn HVER í SÍNU SMÁSAGA EFTIR UNNI EIRÍKSDÓTTUR TEIKNú RAGNAR LÁR. O, JÁ. ÞAU ERU DÁLlTIÐ MISJÖFN, ÞYKKT VEGGJANNA, GLUGGASTÆRÐIN, OG SITTHVAÐ FLEIRA. OG ÞAÐ ER UNDIR ÝMSU KOMIÐ, HVAÐA BIJRI MAÐUR LENDIR í. Sólin hafði skinið á hann góða stund, þegar hann opnaði augun og reis seinlega upp úr röku grasinu. Hann virtist mjög umkomulaus, þar sem hann sat í grænu gras- inu, aleinn, umvafinn svona nýjum, ferskum vormorgni. Eldgömlu, brúnu fötin, þvæld og óhrein, skórnir rifnir og skældir. Derhúfa liggur við hlið hans, gömul og leiðinleg, með trygglyndissvip. Hann situr þarna, kyrr og tómlegur, líkt og dálítil ruslahrúga, sem bráðum hlýtur að verða fleygt, ef einhver nennir þvi. Maðurinn er að horfa á hendurnar á sér. Stórar, brúnar hendur, svart undir nöglum. Hver sem var gat átt þessar hendur. Honum finnst eins og hann hafi aldrei séð þær fyr, og horfir á þær for- vitnislega, lengi. Skrýtnar hendur þetta. Hvað skyldu þær hafa aðhafzt. Og hann. Hver var hann? Páll Jónsson. Hann hefur alltaf heitið þessu nafni. Þó er nafnið líka framandi eins og hendurnar, fötin og húfan. Þetta er mjög þægileg tilfinn- ing, að vera framandi sjálfum sér. Því hann veit vel hver hann er. Páll, fæddur á Austurlandi, rak beljur þegar hann var strák- ur, óx, fór í vegavinnu, fór á sjóinn. Var einu sinni ungur og hraustur, hræddur við engan. Ekki einu sinni lífið. Dansaði, drakk og skemmti sér í fríum, og var stundum næstum því trú- loíaður stúlkum. Það er orðið langt síðan allt var. Maður er búinn að, vera margir. Margir menn á mörgum stöðum. Vera haldinn margvís- legum tilfinningum. Mynda sér margar skoðanir, kasta þeim og mynda sér nýjar. Loksins laus við allar skoðanir og það er bezt. Og alltaf heldur tíminn áfram að l;ða, litlaus og þögull, skiptir sér af engu. Hvað allt er gott og rétt. Manninum hlýnar í sólskininu, veðrið er dásamlegt og flaskan ekki tóm. Allt er svo gott, nota-, legt og þægilegt. Að eiga hvergi heima. Eiga lögg á flösku. Eng- inn sem kallar. Enginn sem spyr neins. Og maður horfir vorkunn- samur og lítillátur á hina. Hina, sem koma syfjaðir, pressaðir, stroknir og nýrakaðir út úr hverju húsi, og labba sjálfvilj- ugir af stað í búrin sín. Til þess að vinna fyrir brauði og mjólk eða einhverju álíka nytsamlegu. Þá er munur að vakna svolítið rakur í röku grasi, umvafinn sól- skini. Og flaskan, ekki tóm. Hann hallar sér upp að þúfu, sýpur á flöskunni, lygnir aftur augunum. Svo sæll. — Lífið -— þetta líf — dásamlegt. Stutt, hverfult, þó maður hafi lifað svona lengi, finni kannski aðeins til þreytu, rétt aðeins, aldrei lengi í einu. Að vera til — það er líkast kvæði um kraftaverk, það er allt — og ekkert. Hann langar að yrkja um þetta. Skrifa með blóði og brennisteini. Já, einmitt, með blóði og brenni- steini. — Þetta var góð setning, hvaðan kom hún eiginlega. Leið- inglegt að geta ekki notað hana. En því miður, þetta eru bara orð, sem hafa góðan hljóm, þegar þeim er raðað saman. Að öðru leyti markleysa, nema hvað þau eru hluti af þessum manni, þess- um morgni. Grasbalinn, sem Páll Jónsson hefur gist á í nótt, er í einu út- hverfi bæjarins. Á aðra hönd eru ný hús, falleg og snyrtileg, og garðuríkring um þau. En hinum megin er braggahverfi, óhirðu- legt, ryðgaðir braggar og sóða- legt umhverfis þá. Seinna verð- ur braggahverfið rifið og ný hús byggð, þá hverfur þessi grasbali og verður hluti af skipulagi. Nú koma fyrstu krakkarnir út í sólskinið. Lítill, ljóshærður hnokki kemur hlaupandi niður tröppurnar á hvítu húsi, beint á móti. Páll Jónsson horfir á hann hlaupa. Krakkar eru svo fallegir. Hann kallar til drengsins: •— Komdu snöggvast, litli vinur. Drengurinn staldrar við, og gengur svo hikandi í áttina til mannsins, út á grasbalann. Hann horfir á Pál rannsakandi, svo- lítið óttasleginn. Svo hnykkir hann til ljósum kollinum og seg- ir: — Fyllibytta. — Páli finnst, að það hefði verið betra að hann hefði ekki sagt þetta, einmitt þegar hann var að hugsa um, hvað lítil börn væru falleg og saklaus. — Ég ætla að gefa þér túkall svo þú getir keypt þér ís. Páll leitar í öllum vösum, en finnur engan túkall, ekki einu sinni krónu. — Leitaðu heldur í veskinu þínu, segir drengurinn skýrlega. — Rétt segirðu, auðvitað í veskinu, þó það væri nú. Samt hættir hann að leita, virðist hafa gleymt því. ■— Kanntu þetta: Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn, en drottn- anna hásal í rafurloga? spyr hann drenginn. — Duffison, var hann Rússi eða Ameríkani? Drengurinn er fullur af áhuga og hefur líka gleymt því að hann átti að fá túkall og kaupa sér ís. Páll Jóns- son hlær dátt. Börn cru nú miklu skemmtilegri en fullorðið fólk. Ja, nú man ég ekki meira af vísunni, en hann komst til tunglsins. Svo mikið er víst. — Og hvað sá hann þar? — Það var nú ekkert merki- legt. En hún mamma hans sat þar og var að spinna á rokk. Það var hávetur og hlýtt í baðstof- unni. Drengurinn hlustar af athygli, og er kominn alveg til manns- ins því hann talar ekki reglulega skýrt, dálítið þvöglumæltur. — Stendur þetta í blöðunum og myndir með? — Það hlýtur að vera, ef þeir eru þá búnir að frétta af því, svarar Páll. En nú eru þeir truflaðir í miðju ævintýri, því móðir drengsins kemur út og segir hon- um að koma strax inn að borða morgunmat. Drengurinn hlýðir. Páll Jónsson heldur áfram að sitja þarna í sólskininu og gera ekkert. Hann hrekkur við, þegar einhver segir góðan dag og klappar á öxlina á honum. Hjá honum stendur ljóshærður mað- ur, stækkuð mynd af drengnum, sem var þarna rétt áðan. Stækk- uð mynd, með ýstru og stíf brot í buxunum. Þetta er mjög vin- gjarnlegur maður. — Heyrðu, vinur, væri ekki betra fyrir þig að fara heim og leggja þig, heldur en sitja hér? — Nei, það held ég ekki, svar- ar Páll Jónsson. — Þetta er ljóm- andi staður, og blessað sólskinið, það yljar manni. Og svo þetta. — Framhald á bls. 40. jq — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.