Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 8
 Borðstofusett kostar að meðaltali 22 þúsund krónur. .... UFSKJARA- MARK ÍSLENDINGA potta, pönnur, djúpa diska og grunna — sex hversdags og tólf spari, og sama skammt af bollapörum og hnífapörum (hnífum, göfflum, skeiðum og teskeiðum), og sitt- hvað fleira í þeim dúr, sem ég man ekki eftir í svipinn, þótt ég sé flinkur að þurrka upp. Já, svo þarf slatta af diskaþurrkum (sem almennt eru kallaðar vizkustykki, þótt ég fyrir mitt leyti álíti þær nautheimskar), handklæðum, borðdúkum og mundþurrkum eða munnþurrkum, ég hef aldrei heyrt fyrir víst, hvort menn segja. Rúmfatnað þarf líka og gluggatjöld, og sjálfsagt hef ég einnig hér gleymt ein- hverju í upptalningunni, en heimildarkonur minar segja, að þetta kosti aldrei undir 30 þúsund krónum, ef það ætti að kaupa það allt í einu og núna. Reikningurinn hljóðar nú upp á 890 þúsund krónur. Svo er eftir að minnast á sportið. Tvímælalaust vinsælasta sportið hjá ungum mönnum er veiðiskapur. Flestir láta sér þó nægja silunginn, og ég ætla þessum hjónum mínum ekki hærra, enda er laxveiði óþarflega' dýrt sport og fyrirhafnar- mikið. þótt óneitanlega sé það skemmtilegt. Miðlungsgóður útbúnaður til silungs- veiði, stöng, hjól, flugur, spænir, línur, sökkur, flotholt, önglar og þess háttar kostar aldrei minna en 5000 krónur, og svo er eftir að kaupa veiðileyfi og borga ferðirnar á veiðistaðina, en að þessu sinni skulum við aðeins halda okkur við verð- mæti útbúnaðarins: 5000 krónur. Enn er eftir einh liður fastakostnaðarins. Það er stofnkostnaður við barnið, ef svo mætti segja. Það er sá kostnaður, sem á fellur yf ir meðgöngutímann og f æðinguna. Það kemur að vísu til álita, hvort hann ætti ekki frekar að falla undir reksturskostn- að þess, en ég held, að svo sé ekki, vegna þess, að margt af því, sem þá þarf að kaupa, getur komið til góða fyrir enn meiri fjölgun í fjölskyldunni. Þar ber þá fyrst að telja hæfilega víð föt fyrir húsmóðurina, og mér er sagt, að ekki sé hægt að kom- ast af með minna en tvo slíka kjóla, sem kosta 1200 krónur hvor eða þar um bil. Þar til koma svo sængurföt fyrir barnið, sem, ásamt tilheyrandi verum, kosta um 1000 krónur. Þá þarf vöggu, hún kostar að meðaltali aðrar 1000 krónur, og þá er einnig rétt að gera ráð fyrir rúmi handa barninu, en það kostar á að gizka 1300 krónur. Barnavagn kostar nú um það bil 5000 krónur, kerrupoki og kerra samtals um 1000. Handtaska fyrir barnið, svokölluð bera, kostar 300 krónur, og föt (auk þeirra, sem gefin eru í sængurgjöf), bleyjur, snuð, pelar og túttur og þess háttar leggur sig á einn þúsundkallinn enn. Svo er sjálf fæðingin eftir; hún er að vísu styrkt af almannafé, en foreldrarnir verða siálfir að greiða 500 krónur að auki. Barnskostnaðurinn er sem sagt 13.500,00 krónur. Það gerir alls 908.500,00 krónur. Þar við er svo óhætt að bæta föstum kostnaði svo sem félagsgjöldum mannsins til 8 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.