Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 49
una sina á bekkinn og benti henni að setjast. „Mig langar til að tala nánar við yður um hann Dmitri,“ sagði hún. „Sjálfsagt. Hvenær sem þér viljið. Kannski strax?“ „Nei,“ flýtti hún sér að svara. „Við megum ekki láta á því bera, að við þekkjumst náið — það er ekki til þess ætlazt. Og það gæti komið okkur í nokkurn vanda, ef það sæist að við rædd- umst of mikið við.“ „Sovétríkin — athvarf allra frelsisunnandi manna," sagði hann lágt. Hann sá að hún beit á vörina, og þó skuggsýnt væri þarna í kajllaranum, fór reiðiglampinn, sem kviknaði í augum hennar, ekki framhjá honum. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Allt í lagi. Ég biðst afsökunar. Ég geri ráð fyrir að ég sé orðinn of syfjaður til þess að leita lags með því að beita leikbrögðum.“ Hann þagði andartak. „Hvenær hentar bezt fyrir yður að við tölum saman?“ spurði hann. „Gæti það orðið á morgun? í herbergi mínu í gistihúsinu, um þrjúleytið?" „Áreiðanlega.“ Framhald í næsta blaði. HN APPURINN. Framhald af bls. 16. sál, kannski. Hún hefur ekki enn- þá farið yfir brúna sem aðskilur barn og konu.“ Hann fékk sér slurk úr glasinu. „Blackwell, það hét hún. Aumingja Annie, þetta fékk víst töluvert á hana.“ „Hvar er listmunabúðin henn- ar, herra Reynolds?“ „Rétt við miðtorgið. Þér getið ekki villzt.“ Ég fór eftir leiðbeiningum veitingamannsins, og kom að skilti, sem á stóð ÞJÓÐLEGIR LISTMUNIR. Það voru hlerar fyrir gluggunum, en ljós skein út á milli þeirra, 'íg innifyrir heyrðust einhverjii taktfastir dynkir. Dynkirnri hættu um leið og ég bankaði á hurðina milli hler- anna. Hælar smullu við stein, og það ískraði í hjörum, þegar dyrnar voru opnaðar. Smávaxin kona, með geysistóra eyrnalokka, gægðist út um rifuna. „Hvað vilj- ið þér, um hánótt.“ „Ég veit að ég kem seint ung- frú Castle, en ég var að vonast til að geta flogið héðan í fyrra- málið. Nafn mitt er Archer ■—“ „Ég veit hver þér eruð,“ sagði hún ásakandi. „Fréttirnar berast hratt hér í Ajijic.“ „Já, finnst yður það ekki? Claude Stacy á hótelinu er mjög góður vinur minn.“ „Ég hef heyrt, að Burke Damis hafi verið það líka.“ „Ef þér dveljið hér nógu lengi, þá getið þér víst fengið að heyra flest, bæði satt og logið.“ Hún mælti þetta rólega, en undir niðri vottaði fyrir óhyggj- um, og hún var á varðbergi. „Samt,“ sagði ég, „var Burke Damis vinur yðar, er ekki svo?“ „Meira eða minna.“ „Meira til að byrja með, en minna síðast, þegar Harriet Blackwell birtist á sjónarsvið- inu?“ Hún þagði drykklanga stund. Síðan sagði hún, og það var ó- þægilegur broddur i röddinni: „Hún stal honum ekki frá mér á heiðarlegan hátt, herra Archer. Hún keypti hann. Mín stærstu mistök voru, að gera mér ekki grein fyrir, að hann var til sölu.“ „Nú ætlar hún að giftast hon- um í blóra við mótmæli föður síns. Vissuð þér það?“ „Ég vissi, að það var það, sem hún hafði alltaf í huga. Ég er hissa á Burke, að —“ Hún hætti við hálflokna setningu. „En það er ekkert, sem ég get gert, jafnvel þótt ég vildi það.“ „Jafnvel þótt Harriet sé í hættu stödd?“ „Hættu frá Burke? Það er al- gjörlega ómögulegt.“ En sann- færingarkraftinn vantaði í rödd- ina. „Hjónaleysin hafa horfið af sjónarsviðinu. Ég held að við ættum að tala svolítið saman, ungfrú Castle." „Já, kannski ættum við að gera það.“ Ég gekk á eftir henni inn í herbergi handan við búðina. Vef- stóll stóð þar á miðju gólfi, og í honum var mjög fallegur og litskrúðugur vefnaður. Allir veggir og húsgögn voru þakin samskonar vefnaði, haglega gerð- um. Málaratrönur stóðu einnig í herberginu. Hún benti mér að setjast. Hún stillti sér upp við vefstólinn, eins og til þess að vernda vefn- aðinn, sem hún var að vinna. „Þér gáfuð í skyn, að Harriet Blackwell væri í hættu stödd, herra Archer.“ „Það eru margir um þá skoð- un.“ „Hættan getur stafað innan frá. Harriet er sálarlega óörugg, eyðilögð af of miklum peningum og of lítilli ástúð. Hún féll fyrir Burke eins og dauðskotinn fugl, bara vegna þess, að hann var vingjarnlegur við hana.“ „Hvernig félluð þér fyrir hon- um?“ Hún brosti, einkennilegu, döpru brosi. „Á sama hátt.“ „Hvemig hittuð þér hann fyrst?“ „Hann leigði hjá mér vinnu- stofu, sem ég var ekki að nota þá í svipinn. Hann vildi fá, að mála í friði. Þetta var um það bil í miðjum maí. Það gæti eins hafa verið fyrir mörgum árum.“ Hún leit niður á vefnaðinn. „Að minnsta kosti hefi ég komið í verk margra ára vinnu við að reyna að gleyma honum.“ „Talaði hann mikið um sjálfan sig?“ „Við töluðum um allt milli himns og jarðar. Þetta var dá- samlegasti mánuðurinn í lífi mínu, og ég held hans líka. Hann sagði svo, margoft.“ „Hvers vegna snéri hann þá bakinu við yður, svona allt í einu?“ „Þetta er mjög sársaukafull spurning, herra Archer.“ „Ég veit það, og ég bið afsök- unar. Ég er að reyna að komast að því, hvernig Harriet komst í ;spilið.“ „Ég get ekki útskýrt það,“ sagði hún, og andvarpaði lítil- lega. „Hún var bara hér allt í einu, og svo leiddi eitt af öðru.“ „Talaði hann nokkurn tíma um hana áður en hún kom?“ „Nei, þau hittust fyrst hér í ■Ajijic." „Eruð þér alveg viss um það?“ MERKIÐ ER Hún varð dimm á svipinn. „Ég er viss. Tveimur tímum eftir að hún kynntist honum, sveik hann fyrsta stefnumót sitt við mig. Ég hringdi í hann út af því, og hann sagði mér — sagði að hann væri ástfanginn í henni, og hún í hon- um. Einhvern veginn fannst mér nú ástin vera meiri af hennar hálfu.“ „Hvers vegna?“ „Hvernig hann horfði á hana, og hvernig hann horfði ekki á hana. Hann virkaði á mig eins og maður, sem er að vinna nauð- synlegt en ógeðfellt starf. Og þau möluðu ekki saman, eins og ást- fangið fólk gerir — eins og við Burke gerðum.“ „Hvernig vitið þér það?“ Hún skipti litum af skömm, en VIKAN 30. tbl. — 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.