Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 40
Þau hittust í Róm. Frh. kvöld. Þau gleymdu stund og stað og sáu ekkert nema hvort annað. Forvitin augu gestanna við næstu borð höfðu engin áhrif á þau. -— Ég er svo hamingjusöm, John. Er hægt að sjá það á mér? Hún tók upp púðurdósina sína og leit í spegilinn. — Jú, það er auðséð! Svo leit hún í kringum sig og bætti við: — Ætli að það sé ekki bezt að við förum héð- an, áður en gestirnir koma hing- að að borðinu til okkar og fara, að óska okkur til hamingju. Þau óku hægt til Rómar. Þeg- ar þau stönzuðu við hótelið, sagði John: — Við skulum klæða okkur í sparifötin og halda þetta hátíðlegt með kampavíni og dansa dálítið. Allt í einu stakk hann hönd- inni í vasann og kom upp með lítinn pakka. — Þegar ég keypti þetta, þá vissi ég ekki hvort það yrði minningargjöf til þín, til minningar um þessa hamingju- daga í Róm, eða hvort þú mundir bera hann á fingrinum, til þess að allir gætu séð, að þú tilheyrir mér. Hann opnaði öskjuna og tók upp fallegan gamlan hring með grænum jadesteini í víra- virkisumgerð. — Leyfðu mér að draga hann á fingur þér, elskan mín. — Hann er yndislegur. Hún strauk hann með vörunum, and- aði djúpt og sagði: — John, ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að verða þér góð kona. Þau leiddust inn að afgreiðslu- borðinu og sóttu póstinn. Það var bréf til John frá Tom. Þegar hann kom upp í her- bergið sitt, reif hann upp um- slagið og byrjaði að lesa. Hann stirðnaði upp. „Yndislega Lisa! Þú ert nú meiri manneskjan. En að þú skulir hafa brjóst í þér til að láta ekkert heyrast frá þér! Hvers vegna hefurðu ekki skrifað mér hvernig þetta hefur gengið? Ef þér hefur tekizt að fá John til að vaka fram yfir miðnætti eitt einasta kvöld, hefurðu unnið veðmálið, og ef þér hefur þar að auki tekizt að gera hann hrif- inn af þér, tvöfalda ég upphæð- ina. Það er hundleiðinlegt í London núna. Geturðu ekki farið að flýta þér heim? Kær kveðja, Tom. P.S. Ég sendi John líka nokkr- ar línur, en minnist ekki á þig. Við skulum eiga þetta leyndar- mál saman, þar til við hittum hann einhvern tíma í London.“ John sat og huldi andlitið í örmum sér. Þetta var eins og martröð. Hann hafði kuðlað bréfinu saman, en tók það nú og sléttaði úr því. Nei, þetta var ekki martröð. Þetta var sannleikurinn. Tom og Lisa gátu nú hlegið saman að honum. Síminn hringdi, en hann heyrði það ekki og gekk hratt út úr herberginu og stanzaði við dyr Lísu. — Bíddu andartak, ástin mín, kallaði hún. Þegar hún opnaði, spurði hún undrandi: — Hvað hefur komið fyrir, John? Flann skellti hurðinni á eftir sér. - - Ertu búin að lesa bréfin þín? — Nei. Rödd hennar varð ang- istarfull. — Þau liggja þarna á skrifborðinu. — Þar er bréf, sem skrifað er til mín. Tom skrifaði okkur báð- um, en víxlaði bréfunum í um- slögin. Þér er óhætt að svara honum og segja, að þú hafir unn- ið veðmálið. — Ég hef verið að reyna að segja þér þetta. Hún var náföl. — En ég komst aldrei að. — Vinur vinar míns! Hann kreppti hnefana og varð að taka á öllum styrk sínum til að taka ekki um herðar henni og hrista hana til. — Hvers vegna laugstu? Þú ert síðasta vinkonan hans Tom — ein af mörgum ljóshærð- um! Tárin runnu niður vanga henn- ar og hún hristi höfuðið. - - Tom er vinur stúlku, sem ég þekki. Eitt kvöld fórum við þrjú saman út og ég . .. já, ég minntist á það, að ég ætlaði til Rómar og ... — Þegiðu! Andlit hans var jafnvel enn fölara en hennar. — Þetta bréf er ekki frá manni, sem þú hefur aðeins hitt einu sinni á ævinni. — Ó, þú veizt hvernig Tom er, sagði hún. — Hann lætur alltaf eins og hann hafi geysilegan á- huga á hverri nýrri stúlku, sem hann hittir. John, þú verður að trúa mér. Ég hef aldrei verið með honum — hvorki þetta kvöld né önnur. — Ég verð að viðurkenna, að það er auðvelt fyrir þig að yekja áhuga karlmanna á þér. Hann sá að hún blóðroðnaði og þótti fyrir því að særa hana, en hann réði ekki við það. — Hvers vegna lagðirðu svona mikið að þér við að vinna veðmálið? Hver voru verðlaunin? Var það Koh-i-noor- demanturinn? —- John! Nú var hún orðin reið. Hún gekk að skrifborðinu og studdi sig við það. — Já, þetta var sjálfsagt eintóm vitleysa. — Þú vissir hver ég var, þegar þú sást mig í borðsalnum og brostir við mér. — Nei. Hún strauk hárið frá enninu. — Ég elska þig, John, sagði hún lágt, — en ég vil ekki eiga mann, sem lætur stoltið ganga fyrir öllu. Hún dró hring- inn af fingri sér og rétti honum. — Mér finnst það hræðilegt, að þú skulir geta fengið þig til þess, að trúa þessu á mig. Hann leít á hringinn, eins og' hann hefði aldrei séð hann áður. Svo lagði hann hringinn á skrif- borðið og gekk út. Honum heyrð- ist hún hrópa á hann, en hann hljóp niður stigann, í gegnum forsalinn og út í litla garðinn bak við hótelið. Þar settist hann á bekk og starði út í bláinn. Auð- vitað var stolt hans sært! En mundi ekki hverjum einasta manni sárna það, að stúlka gerði hann með vilja ástfanginn af sér, bara til þess að geta hlegið að því á eftir? Hann lét hugann reika til fyrsta kvöldsins, sem þau höfðu verið saman. Þá hafði hann ekki verið orðinn ástfanginn af henni. Þá hafði hann reynt að vera ekki eins og Tom hafði lýst honum — heldur fjörugur samkvæmismað- ur, sem dansaði og drakk kampa- vín með stúlkunum og endaði ltvöldið með löngum kossi, sem hafði enga þýðingu fyrir hann. Það var hann sjálfur, en ekki Lísa, sem hafði verið falskur Hann gekk inn aftur og upp að herbergi Lísu. Hann barði varlega að dyrum. Hún opnaði og hvíslaði: John! Hann tók hana í faðminn og bar hana að stól við gluggann. — Ástin mín, geturðu fyrir- gefið mér? Ég vissi ekki hvað ég gerði. — Það var mér að kenna, svar- aði hún. — Ég hefði átt að segja þér þetta fyrir löngu, hefði átt að neyða þig til að hlusta á mig — en ég vildi ekki að þú héldir ... að ... Hann tók fram í fyrir henni með löngum og heitum kossi. Seinna losaði hún sig úr faðmi hans og sagði: — John, ég verð að segja þér hvað ég átti að fá í verðlaun, ef Tom tapaði veð- málinu. Það var ekki demantur, því geturðu trúað. Hún hló. -—• Það var ís! Ég hef víst aldrei sagt þér það, en ég er alveg vit- laus í ís! Þau hlógu bæði eins og þau hefðu aldrei heyrt neitt jafn fyndið fyrr — en svo varð hann að kyssa hana aftur. En þá stóð hún snöggt upp og gekk að skrifborðinu og tók hringinn. Þegar hún kom aftur til hans, fékk hún honum hring- inn, svo að hann gæti sett hann aftur á fingur hennar. GG. HVER í SÍNU BTJRI. Framhald af bls. 10. Hann réttir flöskuna að ljós- hærða manninum. -— Gerðu svo vel, vinur, fáðu þér einn. Maðurinn hopar aðeins aftur á bak, og bandar hendi við flösk- unni. Svo tekur hann rögg á sig: - Þú skalt ekki vera hérna leng- ur, börnin eru að koma út að leika sér, svo þú færð engan frið. Auk þess held ég að þri eigir alls ekki heima í þessu hverfi. / Nei, maðurinn minn er ekki lítill og sköllóttur, hann er ekki með gleraugu, hann er ekki .... — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.