Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 11
SVAVAR GESTS SKIRFAR UM PLÖTUR og dansmúsik Nýjar hljómplötur The Parcells: What are boys made of og Cheek to Cheek. Fyrra lagið hefur notið nokkurra vinsælda í USA, það er sungið af fjórum stúlkum og er söng- urinn ekki upp á marga fiska, þetta er hróp og köll og hávaði mikill, sem sáralítið á skylt við músík. Cheek to Cheek er ekki hið gamalkunna lag með sama nafni. Þetta er nýtt lag, rólegt og er ekki eins illa sungið og fyrra lagið. En þetta er „lagið hinum megin á plötunni" og segir svo sem ekki neitt. HMV-hl j ómplata. Cliff Richard: Lucky Lips og I Wonder. Lucky Lips er bezta lagið, sem komið hefur frá Cliff í marga mánuði og er það mun betra en beztu lögin hans úr síð- ustu tveimur kvikmyndunum hans. Cliff syngur prýðilega á þessari plötu og Shadows, sem aðstoða hann eru svo sannarlega í S-inu sínu. Síðara lagið er eftir Cliff og gítarleikarann Hank Marvin. Þetta er rólegt lag, all- sæmilegt, þó efast megi um, að það nái vinsældum. Shadows að- stoða Cliff einnig hér ásamt strengjasveit og kór. Fyrra lagið á vafalaust eftir að verða mjög vinsælt hjá ungu kynslóðinni á fslandi, ef þetta verður þá ekki lagið, sem verður CLIFF RICHARD. allsráðandi í „Lögum unga fólksins" í sumar. Columbia-hljómplata frá Fálk- anum. The Boys: Jumpin og Polaris. Hér er á ferðinni ein hinna mörgu hljómsveita, sem stælir meistarana „The Shadows", nema hvað „The Boys“ nota píanó í sinni hljómsveit. Lögin á þess- ari plötu eru rokklög, sem ekki eru neitt sérstakt, svona lög hljóta sæmilega góðir hljóð- færaleikarar að geta samið án þess að taka hendurnar úr vös- um, en rokk er þetta, hörku- rok(k). Parlophone-plata. The Exciters: He‘s got the power og Drama of love. Enn einn söngkvennaflokkurinn, en þær eru ekki svo vitlausar þess- ar, syngja hressilega og nokkurn veginn ófalskt. Fyrra lagið er sérlega fjörugt og skemmtilegt en síoara lagið hins vegar lötur- hægt og sérkennilegt. Líklega verður það nú fyrra lagið, sem á eftir að selja þessa plötu. United Artists-plata úr Fálk- anum, Laugavegi. The Federals: Boot Hill og Keep on dancing with me. Fyrra lagið er byggt upp eins og lagið Telstar, sem Tornados gerðu frægt. Þessi hljómsveit notar svipaða hljóðfæraskipan, með rafmagnsorgel og gítar sem aðal hljóðfæri. Lagið er hins vegar hvorki skemmtilegt né frumlegt. Síðara lagið bjargar þó plöt- unni, það er sungið af Tony Bolton, sem er einn hljóðfæra- leikaranna í hljómsveitinni, söng- urinn er allgóður, en lagið enn betra og undirleikurinn einkar skemmtilegur. Parlophone-plata. Harmonica Fats: Tore up og I get so tired. Lögin, söngur og útsetningar á þessari plötu, er allt í Fats Domino-stílnum, nema hvað þessi lög segja ekki neitt. undirleikur óvandaður og söng- urinn hjá Harmonica Fats hljóm- ar eins og hann hafi gleypt sem- entshrærivél, óheppni að hún skyldi ekki standa í honum. Þetta er Stateside-hljómplata og Framhald á bls. 35. Arabar eru eins og kunnugt er, afar blóðheitir og ofsafengnir í gleði og sorgum. Lítið ágreiningsefni getur orsakað blóðug átök. í Arabaríkinu Yemen búa 4.5 milljónir manna og þar ríkti harð- snúinn einvaldur, Ahmeð kóngur. Svo var það, að uppreisn var gerð undir foryztu Sallal hershöfðingja og kóngurinn myrtur. En syni kóngsins, E1 Badr, tókst að komast undan, klæddur sem kona. Bedúínarnir, eyðimerkurbændurnir, vildu fá kóngssoninn til valda og E1 Badr reyndi að ná völdum með þeirra hjálp. Þá börðust menn hans við nútíma hergögn, sem ættuð voru frá Nasser. En E1 Badr var ekki aðeins tilvonandi kóngur fyrir þessa tryggu Bedúína. Hann var um leið trúarlegur leiðtogi þeirra. Og hvert kvöld á sama tíma, gerði hann hlé á bardögum. Þá sneri hann sér í áttina til Mekka ásamt mannafla sínum, lét sig fallast fram í auð- mýkt og bað Allah um styrk til að berjast. ANITA ER ÞREKLEG. Það cr afar fínt að lifa f Róm ekki síður cn deyja þar, sem ku vera hámark allrar lífsnautnar. Róm hefur nú tekið við foryztuhlutverki í kvikmyndaiðn- aðinum af Hollywood og allar stjörnur, sem skærast skina, Iáta sig ekki drcyma um að eiga annarsstaðar heima. Ein þeirra er Anita Ekbcrg, sem frægust varð fyrir leik sinn í La dolcc vita. Hún hefur þótt brokkgeng í meira Iagi, síðan hún skildi við Anthony Steel fyrir fjórum árum. En nú er hún gengin út að nýju, blessunin þessi, enda farin að verða dálítið fyrirferðarmikil á vissum stöðum líkamans. Nýi maðurinn er Kani og heitir Rick von Nutter. Þau eru hér á baðströnd sunnan við Róm og lítur helzt út fyrir, að eiginmaðurinn sé strax orðinn áhyggjufullur af þreklagum vcxti frúarinnar. V7 Eins dauði annars brauð. Hún heitir Sibylle, er 18 ára og frönsk. Allt er það harla gott. En það bezta af öllu er það, að hún er lifandi eftirmynd hennar Marilyn sálugu Monroe. Og nú leggur ungfrúin á það alla áherzlu, að kópíera útlit þeirrar heimsfrægu en ógæfusömu leikkonu. Hárið hefur hún mátulega úfið, augun alltaf lokuð til hálfs og munnurinn verður alltaf að vera opinn eins og sézt á myndinni. Já, það er mikið, hvað sumt fólk verður að leggja á sig. Vonandi verður það ábatasamt fyrir ungfrú Sibylle. • VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.